16% vöxtur bílasölu í Evrópu í desember Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2016 10:30 Renault Megane. Sala bíla í Evrópu í síðasta mánuði var 16% meiri en í sama mánuði árið áður og heildarsalan á árinu jókst um 9,2%. Þetta er 28. mánuðurinn í röð sem bílasala vex í Evrópu. Í desember seldust 1,16 milljón bílar í Evrópu og sumum bílframleiðendum gekk mjög vel í sölu bíla sinna. Renault seldi 28% meira en árið áður og Ford 24% meira. Peugeot/Citroën náði 21% aukningu og því má segja að frönskum bílasmiðum hafi gengið ákaflega vel í lok ársins og það gefur góðar vonir fyrir nýtt ár. Sala Volkswagen bílasamstæðunnar gekk ekki eins vel, en samt var um aukningu að ræða um 4,4%. Sala Volkswagen bíla eingöngu jókst um 5,8%, Audi um 8%, Skoda um 6,6% en sala Seat féll um 9,2% og dróg því niður heildarsölu samstæðunnar. Markaðshlutdeild Volkswagen samstæðunnar með öll sín bílamerki minnkaði í desember úr 25% í 22,5%. Af bílaframleiðendum utan Evrópu jókst salan mest í álfunni í desember hjá Hyundai, eða um 37%. Kia seldi 15% meira, Toyota og Lexus 12% meira og Nissan 9% meira. Af þessum merkjum náði því Hyundai eitt meiri vexti en heildarvöxturinn. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent
Sala bíla í Evrópu í síðasta mánuði var 16% meiri en í sama mánuði árið áður og heildarsalan á árinu jókst um 9,2%. Þetta er 28. mánuðurinn í röð sem bílasala vex í Evrópu. Í desember seldust 1,16 milljón bílar í Evrópu og sumum bílframleiðendum gekk mjög vel í sölu bíla sinna. Renault seldi 28% meira en árið áður og Ford 24% meira. Peugeot/Citroën náði 21% aukningu og því má segja að frönskum bílasmiðum hafi gengið ákaflega vel í lok ársins og það gefur góðar vonir fyrir nýtt ár. Sala Volkswagen bílasamstæðunnar gekk ekki eins vel, en samt var um aukningu að ræða um 4,4%. Sala Volkswagen bíla eingöngu jókst um 5,8%, Audi um 8%, Skoda um 6,6% en sala Seat féll um 9,2% og dróg því niður heildarsölu samstæðunnar. Markaðshlutdeild Volkswagen samstæðunnar með öll sín bílamerki minnkaði í desember úr 25% í 22,5%. Af bílaframleiðendum utan Evrópu jókst salan mest í álfunni í desember hjá Hyundai, eða um 37%. Kia seldi 15% meira, Toyota og Lexus 12% meira og Nissan 9% meira. Af þessum merkjum náði því Hyundai eitt meiri vexti en heildarvöxturinn.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent