Stjörnustríð upp að hlið Hringadróttinssögu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. janúar 2016 21:06 Safnarinn Rey er ein aðalsöguhetjan í The Force Awakens. mynd/disney Nýjasta viðbót Star Wars seríunnar, The Force Awakens, var í dag tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna. Tilnefningarnar fimm þýða að Stjörnustríðsmyndirnar hafa jafnað Hringadróttinssögu Peter Jackson yfir þær myndir sem hlotið hafa flestar Óskarstilnefningar, alls þrjátíu talsins. Þetta kemur fram á Mashable. The Force Awakens var tilnefnd fyrir bestu tæknibrellur, bestu klippingu, bestu tónlist, bestu hljóðvinnslu og bestu hljóðblöndun. Star Wars myndirnar hafa alls hlotið tíu verðlaun en það dugar ekki til að fara fram úr Hringadróttinssögu. Þriðja mynd þríleiksins hlaut ellefu Óskarsstyttur og jafnaði þar með met Ben-Hur og Titanic yfir fjölda verðlauna stakrar myndar á einni hátíð. Jedi riddararnir og andstæðingar þeirra hafa hins vegar hlotið tíu verðlaun og munar þar mestu um fyrstu myndina, A New Hope, sem hlaut ellefu tilnefningar og sjö verðlaun. Sé litið til annarra mynda sem eiga sér stað í ævintýraheimi J.R.R. Toilken á sköpunarverk George Lucas enn langt í land því þríleikurinn um Hobbitann hlaut átta tilnefningar og ein verðlaun. Engar aðrar myndaseríur komast með tærnar þar sem áðurnefndar myndir hafa hælana. Harry Potter myndirnar voru tilnefndar tólf sinnum, leyniþjónustumaður hennar hátignar, James Bond, hefur verið tilnefndur fjórtán sinnum og Star Trek og Leðurblökumaðurinn hafa verið tilnefnd fimmtán sinnum. Minnst tvær Stjörnustríðsmyndir eru væntanlegar og því verður að teljast líklegt að flokkurinn muni taka fram úr Hringadróttinssögu á endanum. Það er þó enn langt í að þær nái í skottið á John Williams, sem samdi einmitt tónlistina í öllum Star Wars myndunum, sem hefur verið tilnefndur alls fimmtíu sinnum. Bíó og sjónvarp Óskarinn Star Wars Tengdar fréttir Star Wars: Hver er Rey? Spoiler viðvörun. Samansafn af kenningum og staðreyndum um aðalhetju nýju Star Wars myndanna. 29. desember 2015 14:00 Star Wars halar inn milljarð á tólf dögum Nýjasta myndin í Star Wars sagnabálkinum hefur slegið enn eitt metið. Á sunnudag hafði myndin, sem er sú sjöunda í röðinni, halað inn einn milljarð bandaríkjadala. 28. desember 2015 09:35 Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58 Óskarinn 2016: The Revenant með tólf tilnefningar Sjáðu allar tilnefningarnar. The Revenant leiðir með tólf tilnefningar, næst koma Mad Max með tíu og The Martian með sjö. 14. janúar 2016 14:13 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Nýjasta viðbót Star Wars seríunnar, The Force Awakens, var í dag tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna. Tilnefningarnar fimm þýða að Stjörnustríðsmyndirnar hafa jafnað Hringadróttinssögu Peter Jackson yfir þær myndir sem hlotið hafa flestar Óskarstilnefningar, alls þrjátíu talsins. Þetta kemur fram á Mashable. The Force Awakens var tilnefnd fyrir bestu tæknibrellur, bestu klippingu, bestu tónlist, bestu hljóðvinnslu og bestu hljóðblöndun. Star Wars myndirnar hafa alls hlotið tíu verðlaun en það dugar ekki til að fara fram úr Hringadróttinssögu. Þriðja mynd þríleiksins hlaut ellefu Óskarsstyttur og jafnaði þar með met Ben-Hur og Titanic yfir fjölda verðlauna stakrar myndar á einni hátíð. Jedi riddararnir og andstæðingar þeirra hafa hins vegar hlotið tíu verðlaun og munar þar mestu um fyrstu myndina, A New Hope, sem hlaut ellefu tilnefningar og sjö verðlaun. Sé litið til annarra mynda sem eiga sér stað í ævintýraheimi J.R.R. Toilken á sköpunarverk George Lucas enn langt í land því þríleikurinn um Hobbitann hlaut átta tilnefningar og ein verðlaun. Engar aðrar myndaseríur komast með tærnar þar sem áðurnefndar myndir hafa hælana. Harry Potter myndirnar voru tilnefndar tólf sinnum, leyniþjónustumaður hennar hátignar, James Bond, hefur verið tilnefndur fjórtán sinnum og Star Trek og Leðurblökumaðurinn hafa verið tilnefnd fimmtán sinnum. Minnst tvær Stjörnustríðsmyndir eru væntanlegar og því verður að teljast líklegt að flokkurinn muni taka fram úr Hringadróttinssögu á endanum. Það er þó enn langt í að þær nái í skottið á John Williams, sem samdi einmitt tónlistina í öllum Star Wars myndunum, sem hefur verið tilnefndur alls fimmtíu sinnum.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Star Wars Tengdar fréttir Star Wars: Hver er Rey? Spoiler viðvörun. Samansafn af kenningum og staðreyndum um aðalhetju nýju Star Wars myndanna. 29. desember 2015 14:00 Star Wars halar inn milljarð á tólf dögum Nýjasta myndin í Star Wars sagnabálkinum hefur slegið enn eitt metið. Á sunnudag hafði myndin, sem er sú sjöunda í röðinni, halað inn einn milljarð bandaríkjadala. 28. desember 2015 09:35 Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58 Óskarinn 2016: The Revenant með tólf tilnefningar Sjáðu allar tilnefningarnar. The Revenant leiðir með tólf tilnefningar, næst koma Mad Max með tíu og The Martian með sjö. 14. janúar 2016 14:13 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Star Wars: Hver er Rey? Spoiler viðvörun. Samansafn af kenningum og staðreyndum um aðalhetju nýju Star Wars myndanna. 29. desember 2015 14:00
Star Wars halar inn milljarð á tólf dögum Nýjasta myndin í Star Wars sagnabálkinum hefur slegið enn eitt metið. Á sunnudag hafði myndin, sem er sú sjöunda í röðinni, halað inn einn milljarð bandaríkjadala. 28. desember 2015 09:35
Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58
Óskarinn 2016: The Revenant með tólf tilnefningar Sjáðu allar tilnefningarnar. The Revenant leiðir með tólf tilnefningar, næst koma Mad Max með tíu og The Martian með sjö. 14. janúar 2016 14:13