Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2016 13:43 Karl Steinar Valsson var yfirmaður fíkniefnadeildar á árunum 2007 til 2014. Vísir/Ernir Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að Karl Steinar Valsson hafi sjálfur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert væri hæft í ásökunum á hendur þeim lögreglufulltrúa sem nú sætir rannsókn héraðssaksóknara eftir áralangar athugasemdir um óhreint mjöl í pokanum. Þetta kemur fram í skriflegu svari Jóns við fyrirspurn sem Vísir ítrekaði í morgun við hann og Friðrik Smára Björgvinsson. Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri.Vísir/GVA Sagði ásakanir ekki á rökum reistar Eins og fram hefur komið í umfjöllun Vísis hélt Karl Steinar Valsson fund með samstarfsmönnum mannsins og undirmönnum sínum í ársbyrjun 2012. Boðaði hann til fundarins þar sem ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum höfðu verið háværar. Fullyrti hann að ásakanirnar hefðu verið rannsakaðar og þær ekki reynst á rökum reistar. Menn ættu að hætta að ræða þær og einbeita sér að vinnu sinni. Karl Steinar sagði við Fréttablaðið um liðna helgi að hann hefði skilað greinargerð til Friðriks Smára og Jóns. Þeir yrðu að svara hvað hefði gerst í framhaldinu. Þeir vildu ekki tjá sig um málið framan af viku en eftir frétt Vísis í hádeginu, þar sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóra sagði þá eiga og geta svarað fjölmiðlum, barst svar frá Jóni.Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri hefur ekki svarað því hvað varð um greinargerðina sem Karl Steinar skilaði.Sagði enga ástæðu til að vantrausts Jón H.B. segir við Vísi að hann geti að einhverju leyti svarað fyrirspurnum vegna málsins í ljósi þess að formleg rannsókn sé hafin á lögreglufulltrúanum sem starfaði að fíkniefnarannsóknum.„Ég get staðfest að fyrripart árs 2012 lét Karl Steinar af hendi við yfirstjórn LRH greinargerðina sem þú hefur fengið upplýsingar um frá honum. Ég fékk hana meðal annarra til skoðunar,“ segir Jón.„Í þessari greinargerð kemst Karl Steinar m.a. að þeirri niðurstöðu að það sé ekkert sem renni stoðum undir sögusagnir um að lögreglufulltrúi sem um ræðir fari ekki að reglum og fyrirmælum og það sé alls engin ástæða til þess að vantreysta honum í því starfi sem hann gegndi þá og til skamms tíma.“Ekki kemur fram í svari Jóns hvað varð um greinargerðina í kjölfarið en ljóst er að engin óháð rannsókn fór fram á háværu ásökununum á hendur lögreglufulltrúanum. Rétt er að taka fram að Karl Steinar var yfirmaður umrædds lögreglufulltrúa og samstarf þeirra mjög náið. Eftir áralangar ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum er hans mál nýkomið á borð nýskipaðs héraðssaksóknara, Ólafs Þórs Haukssonar.Vísir/GVAFullyrti að rannsókn væri lokiðLjóst er að fullyrðing Karl Steinars um að rannsókn hafi farið fram á ásökunum á hendur lögreglumanninum á ekki við rök að styðjast. Hann hefur sjálfur sagst þokkalega minnugur en muni ekki nákvæmlega hvernig hann orðaði hlutina á fundinum. Fjölmörg vitni urðu að því að fullyrt var að rannsókn væri lokið og ekkert hæft í ásökunum.Í svari Jóns H.B. til Vísis kemur ekki fram hvað yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gerði eftir að greinargerð Karls Steinar barst. Hefur Vísir sent nýja fyrirspurn vegna þessa. Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuðu afar náið saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar.Vísir/ErnirEkki hægt að kalla „gjörninginn“ rannsókn Það verður að teljast sérstakt að yfirmaður fíkniefnadeildar fullyrði við undirmenn sína að rannsókn hafi farið fram á alvarlegum ásökunum á hendur nánum undirmanni sínum. Sérstaklega ef eina „rannsóknin“ sem fram fór var hans eigin athugun.Karl Steinar sagði sjálfur í Fréttablaðinu liðna helgi að rannsóknir á undirmönnum væru ekki í hans verkahring. Það gengi ekki upp.„Sá verkferill sem þarna fór í gang var hefðbundinn. Ákveðin grunnskoðun fer í gang, sem ég sá um að gera sjálfur. Þann gjörning er ekki hægt að kalla rannsókn, heldur er það almenn skoðun þeirra gagna sem eru fyrirliggjandi á þeim tíma,“ sagði Karl Steinar. „Út frá því útbjó ég greinargerð sem ég svo sendi áfram til minna yfirmanna. Ég fylgdi öllum reglum.“Kim Kliver hjá dönsku lögreglunni segir að lögregla eigi aldrei að rannsaka sjálfa sig. Óháður aðili eigi að taka slíkar ásakanir til skoðunar.Lögregla á aldrei að rannsaka sjálfa sigAð lögregla rannsaki sjálfa sig, hvort sem er í tilfelli yfirmanns að rannsaka undirmann eða annars eðlis, er umdeilt og þekkist ekki í nágrannalöndum okkar. Kim Kliver, rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir reglurnar afar skýrar hvað þetta varði í Danmörku. Hið sama gildi í Noregi og Svíþjóð. Sjálfstæð og óháð deild taki slík mál til skoðunar. Vert er að taka fram að Vísir leitaði til Kliver þar sem hvorki lögregla né ríkissaksóknari hafa viljað tjá sig um málið undanfarnar vikur. Hann þekkir ekki til málsins en var tilbúinn að tjá sig almennt um mál sem þessi.„Ef einhver sakar lögreglumann um refsivert athæfi eða leka innan lögreglu þá tekur óháður saksóknari málið til skoðunar. Lögregla rannsakar aldrei ásakanir á sjálfa sig,“ segir Kliver í samtali við Vísi. Það komi skýrt fram í dönskum lögum að öllum athugasemdum skuli um leið vísa áfram til saksóknara.Í þessu tilfelli virðist „grunnskoðun“ Karls Steinars á alvarlegu ásökununum á hendur nánum samstarfsmanni til margra ára hafa verið nægjanleg til að ekki þótti ástæða til að fara með málið lengra, í hendur óháðra aðila. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Friðrik Smári vill ekki staðfesta hvort greinargerð Karls Steinars hafi borist Karl Steinar Valsson segist hafa skilað greinargerð vegna ásakana á hendur lögreglufulltrúa í fíkniefnadeildinni árið 2011. 11. janúar 2016 15:59 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að Karl Steinar Valsson hafi sjálfur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert væri hæft í ásökunum á hendur þeim lögreglufulltrúa sem nú sætir rannsókn héraðssaksóknara eftir áralangar athugasemdir um óhreint mjöl í pokanum. Þetta kemur fram í skriflegu svari Jóns við fyrirspurn sem Vísir ítrekaði í morgun við hann og Friðrik Smára Björgvinsson. Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri.Vísir/GVA Sagði ásakanir ekki á rökum reistar Eins og fram hefur komið í umfjöllun Vísis hélt Karl Steinar Valsson fund með samstarfsmönnum mannsins og undirmönnum sínum í ársbyrjun 2012. Boðaði hann til fundarins þar sem ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum höfðu verið háværar. Fullyrti hann að ásakanirnar hefðu verið rannsakaðar og þær ekki reynst á rökum reistar. Menn ættu að hætta að ræða þær og einbeita sér að vinnu sinni. Karl Steinar sagði við Fréttablaðið um liðna helgi að hann hefði skilað greinargerð til Friðriks Smára og Jóns. Þeir yrðu að svara hvað hefði gerst í framhaldinu. Þeir vildu ekki tjá sig um málið framan af viku en eftir frétt Vísis í hádeginu, þar sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóra sagði þá eiga og geta svarað fjölmiðlum, barst svar frá Jóni.Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri hefur ekki svarað því hvað varð um greinargerðina sem Karl Steinar skilaði.Sagði enga ástæðu til að vantrausts Jón H.B. segir við Vísi að hann geti að einhverju leyti svarað fyrirspurnum vegna málsins í ljósi þess að formleg rannsókn sé hafin á lögreglufulltrúanum sem starfaði að fíkniefnarannsóknum.„Ég get staðfest að fyrripart árs 2012 lét Karl Steinar af hendi við yfirstjórn LRH greinargerðina sem þú hefur fengið upplýsingar um frá honum. Ég fékk hana meðal annarra til skoðunar,“ segir Jón.„Í þessari greinargerð kemst Karl Steinar m.a. að þeirri niðurstöðu að það sé ekkert sem renni stoðum undir sögusagnir um að lögreglufulltrúi sem um ræðir fari ekki að reglum og fyrirmælum og það sé alls engin ástæða til þess að vantreysta honum í því starfi sem hann gegndi þá og til skamms tíma.“Ekki kemur fram í svari Jóns hvað varð um greinargerðina í kjölfarið en ljóst er að engin óháð rannsókn fór fram á háværu ásökununum á hendur lögreglufulltrúanum. Rétt er að taka fram að Karl Steinar var yfirmaður umrædds lögreglufulltrúa og samstarf þeirra mjög náið. Eftir áralangar ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum er hans mál nýkomið á borð nýskipaðs héraðssaksóknara, Ólafs Þórs Haukssonar.Vísir/GVAFullyrti að rannsókn væri lokiðLjóst er að fullyrðing Karl Steinars um að rannsókn hafi farið fram á ásökunum á hendur lögreglumanninum á ekki við rök að styðjast. Hann hefur sjálfur sagst þokkalega minnugur en muni ekki nákvæmlega hvernig hann orðaði hlutina á fundinum. Fjölmörg vitni urðu að því að fullyrt var að rannsókn væri lokið og ekkert hæft í ásökunum.Í svari Jóns H.B. til Vísis kemur ekki fram hvað yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gerði eftir að greinargerð Karls Steinar barst. Hefur Vísir sent nýja fyrirspurn vegna þessa. Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuðu afar náið saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar.Vísir/ErnirEkki hægt að kalla „gjörninginn“ rannsókn Það verður að teljast sérstakt að yfirmaður fíkniefnadeildar fullyrði við undirmenn sína að rannsókn hafi farið fram á alvarlegum ásökunum á hendur nánum undirmanni sínum. Sérstaklega ef eina „rannsóknin“ sem fram fór var hans eigin athugun.Karl Steinar sagði sjálfur í Fréttablaðinu liðna helgi að rannsóknir á undirmönnum væru ekki í hans verkahring. Það gengi ekki upp.„Sá verkferill sem þarna fór í gang var hefðbundinn. Ákveðin grunnskoðun fer í gang, sem ég sá um að gera sjálfur. Þann gjörning er ekki hægt að kalla rannsókn, heldur er það almenn skoðun þeirra gagna sem eru fyrirliggjandi á þeim tíma,“ sagði Karl Steinar. „Út frá því útbjó ég greinargerð sem ég svo sendi áfram til minna yfirmanna. Ég fylgdi öllum reglum.“Kim Kliver hjá dönsku lögreglunni segir að lögregla eigi aldrei að rannsaka sjálfa sig. Óháður aðili eigi að taka slíkar ásakanir til skoðunar.Lögregla á aldrei að rannsaka sjálfa sigAð lögregla rannsaki sjálfa sig, hvort sem er í tilfelli yfirmanns að rannsaka undirmann eða annars eðlis, er umdeilt og þekkist ekki í nágrannalöndum okkar. Kim Kliver, rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir reglurnar afar skýrar hvað þetta varði í Danmörku. Hið sama gildi í Noregi og Svíþjóð. Sjálfstæð og óháð deild taki slík mál til skoðunar. Vert er að taka fram að Vísir leitaði til Kliver þar sem hvorki lögregla né ríkissaksóknari hafa viljað tjá sig um málið undanfarnar vikur. Hann þekkir ekki til málsins en var tilbúinn að tjá sig almennt um mál sem þessi.„Ef einhver sakar lögreglumann um refsivert athæfi eða leka innan lögreglu þá tekur óháður saksóknari málið til skoðunar. Lögregla rannsakar aldrei ásakanir á sjálfa sig,“ segir Kliver í samtali við Vísi. Það komi skýrt fram í dönskum lögum að öllum athugasemdum skuli um leið vísa áfram til saksóknara.Í þessu tilfelli virðist „grunnskoðun“ Karls Steinars á alvarlegu ásökununum á hendur nánum samstarfsmanni til margra ára hafa verið nægjanleg til að ekki þótti ástæða til að fara með málið lengra, í hendur óháðra aðila.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Friðrik Smári vill ekki staðfesta hvort greinargerð Karls Steinars hafi borist Karl Steinar Valsson segist hafa skilað greinargerð vegna ásakana á hendur lögreglufulltrúa í fíkniefnadeildinni árið 2011. 11. janúar 2016 15:59 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40
Friðrik Smári vill ekki staðfesta hvort greinargerð Karls Steinars hafi borist Karl Steinar Valsson segist hafa skilað greinargerð vegna ásakana á hendur lögreglufulltrúa í fíkniefnadeildinni árið 2011. 11. janúar 2016 15:59
Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00
Ríkislögreglustjóri segir yfirmenn verða að svara hvernig tekið var á ásökununum Friðrik Smári Björgvinsson og Jón H.B. Snorrason hafa ekki viljað upplýsa hvað gert var við greinargerð Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglu. 14. janúar 2016 12:00
Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00
Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00