Guðjón Valur: Ég vil fá einn allt eða ekkert leik og sjá hvar við stöndum Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. janúar 2016 11:30 Guðjón Valur Sigurðsson spilar á sínu 19. stórmóti á morgun. vísir/anton brink „Mér finnst standið á liðinu vera gott og ég er gríðarlega bjartsýnn,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, en hann var gestur fyrsta þáttar Handvarpsins, hlaðvarps Vísis um stórmótin í handbolta.Hlustaðu á annan þátt Handvarpsins þar sem hitað er upp fyrir EM 2016. Guðjón Valur leiðir strákana okkar út á völlinn gegn Noregi á morgun klukkan 17.15 í gríðarlega mikilvægum leik sem gæti skorið úr um hvernig framhaldið verður hjá liðinu.Sjá einnig:Guðjón Valur: Ég vil fá meiri pressu á okkur sem fyrir eru í landsliðinu Hann er ekki tilbúinn að spá til um hvar íslenska liðið endar, en hann vill fá einn stóran leik sem gæti mögulega komið Íslandi í Ólympíuumspilið. Um það snýst þetta mót.Guðjón Valur Sigurðsson fagnar marki á HM í Katar.vísir/afpÞurfum ekkert sumarfrí „Ég er ekki tilbúinn að segja til hvort við verðum í fyrsta, öðru, þriðja, fjórða eða fimmta sæti,“ segir Guðjón Valur í Handvarpinu. „Það verður einn leikur sem verður allt eða ekkert leikur. Ég vil fá að komast í svoleiðis leik og fá svoleiðis stund. Þar fáum við að sjá hvar við stöndum og fyrir hvað menn eru búnir að vera að æfa fyrir.“Sjá einnig:Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Fyrirliðinn segir að honum lítist vel á liðið, standið á því og móralinn. Hann kveðst bjartsýnn fyrir EM. „Við ætlum okkur náttúrlega að komast í Ólympíuumspilið en við viljum í heildina standa okkur vel í Póllandi. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu eins og ég vona að við getum verið með okkar sterkasta lið. Þá er allt hægt,“ segir Guðjón Valur. Álagið á bestu handboltamenn heims er mikið og ekki minnkar það komist Ísland í umspilið fyrir Ólympíuleikana og hvað þá alla leið til Ríó. „Þá verða aukaleikir í júní, ekkert sumarfrí og Ólympíuleikar. Verðlaunin fyrir að standa sig vel núna þýðir sumarfrí 2017. Enda höfum við ekkert að gera við sumarfrí 2016,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Hlusta má á allt hlaðvarpið með Guðjóni Val í spilaranum hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30 Tandri Már ekki til Póllands Dettur úr 18 manna landsliðshópi Íslands fyrir EM í Póllandi. 12. janúar 2016 15:01 Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12 Þeir yngri þurfa að fá tækifæri Strákarnir okkar hefja leik á EM á föstudaginn en undirbúningi lauk formlega á sunnudaginn. Enn á eftir að skera niður um einn leikmann. Fréttablaðið leitaði til þriggja sérfræðinga til að fara yfir stöðuna. 12. janúar 2016 06:00 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Sjá meira
„Mér finnst standið á liðinu vera gott og ég er gríðarlega bjartsýnn,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, en hann var gestur fyrsta þáttar Handvarpsins, hlaðvarps Vísis um stórmótin í handbolta.Hlustaðu á annan þátt Handvarpsins þar sem hitað er upp fyrir EM 2016. Guðjón Valur leiðir strákana okkar út á völlinn gegn Noregi á morgun klukkan 17.15 í gríðarlega mikilvægum leik sem gæti skorið úr um hvernig framhaldið verður hjá liðinu.Sjá einnig:Guðjón Valur: Ég vil fá meiri pressu á okkur sem fyrir eru í landsliðinu Hann er ekki tilbúinn að spá til um hvar íslenska liðið endar, en hann vill fá einn stóran leik sem gæti mögulega komið Íslandi í Ólympíuumspilið. Um það snýst þetta mót.Guðjón Valur Sigurðsson fagnar marki á HM í Katar.vísir/afpÞurfum ekkert sumarfrí „Ég er ekki tilbúinn að segja til hvort við verðum í fyrsta, öðru, þriðja, fjórða eða fimmta sæti,“ segir Guðjón Valur í Handvarpinu. „Það verður einn leikur sem verður allt eða ekkert leikur. Ég vil fá að komast í svoleiðis leik og fá svoleiðis stund. Þar fáum við að sjá hvar við stöndum og fyrir hvað menn eru búnir að vera að æfa fyrir.“Sjá einnig:Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Fyrirliðinn segir að honum lítist vel á liðið, standið á því og móralinn. Hann kveðst bjartsýnn fyrir EM. „Við ætlum okkur náttúrlega að komast í Ólympíuumspilið en við viljum í heildina standa okkur vel í Póllandi. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu eins og ég vona að við getum verið með okkar sterkasta lið. Þá er allt hægt,“ segir Guðjón Valur. Álagið á bestu handboltamenn heims er mikið og ekki minnkar það komist Ísland í umspilið fyrir Ólympíuleikana og hvað þá alla leið til Ríó. „Þá verða aukaleikir í júní, ekkert sumarfrí og Ólympíuleikar. Verðlaunin fyrir að standa sig vel núna þýðir sumarfrí 2017. Enda höfum við ekkert að gera við sumarfrí 2016,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Hlusta má á allt hlaðvarpið með Guðjóni Val í spilaranum hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30 Tandri Már ekki til Póllands Dettur úr 18 manna landsliðshópi Íslands fyrir EM í Póllandi. 12. janúar 2016 15:01 Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12 Þeir yngri þurfa að fá tækifæri Strákarnir okkar hefja leik á EM á föstudaginn en undirbúningi lauk formlega á sunnudaginn. Enn á eftir að skera niður um einn leikmann. Fréttablaðið leitaði til þriggja sérfræðinga til að fara yfir stöðuna. 12. janúar 2016 06:00 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Sjá meira
Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30
Tandri Már ekki til Póllands Dettur úr 18 manna landsliðshópi Íslands fyrir EM í Póllandi. 12. janúar 2016 15:01
Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12
Þeir yngri þurfa að fá tækifæri Strákarnir okkar hefja leik á EM á föstudaginn en undirbúningi lauk formlega á sunnudaginn. Enn á eftir að skera niður um einn leikmann. Fréttablaðið leitaði til þriggja sérfræðinga til að fara yfir stöðuna. 12. janúar 2016 06:00