Fimm þingmenn í námi og nokkrir með hliðarverkefni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. janúar 2016 10:30 Þingmennirnir sem stunda nám segja flestir námið gagnast störfum sínum á Alþingi. Vísir/Ernir Fimm þingmenn stunda nám með fram þingmennsku. Fjórir til viðbótar hafa stundað nám eða hafa nýlokið námi sem þeir stunduðu samhliða þingmennsku. Þá eru sex þingmenn sem eru í aukavinnu eða taka að sér verkefni samhliða þingmennsku. Vísir hafði samband við alla þingmenn og ráðherrana og spurði hvort þeir leggðu stund á nám meðfram þingmennsku, hvort þeir stunduðu vinnu samhliða þingmennsku og hvort þeir væru virkir í félagsstörfum. Flestir sögðust virkir í félagsstörfum en þau snérust í flestum tilvikum um stjórnmál.Gagnast þingstörfunum Róbert Marshall, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Haraldur Einarsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Katrín Júlíusdóttir sögðust stunda eitthvert nám samhliða þingstörfum. Til viðbótar voru Elsa Lára Arnardóttir, Karl Garðarsson, Sigrún Magnúsdóttir og Vilhjálmur Árnason í námi nýverið. Róbert segist bæði í námi og stunda vinnu á sumrin.Vísir/VilhelmRóbert, þingmaður Bjartrar framtíðar, leggur stund á fjarnám í náttúru- og umhverfisfræði við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. „Kúrsarnir sem um ræðir tengjast með beinum hætti störfum mínum sem þingmaður. Í umhverfisnefnd, þingvallanefnd og stjórnarskrárnefnd hefur nám í siðfræði náttúrunnar og landnýtingu dýpkað skilning minn á á viðfangsefninu,“ segir hann. „Þetta hefur ekkert bitnað á vinnu minni, nema síður sé. Ég á reyndar erfitt með að ímynda mér, árið 2016, að nokkur vinnuveitandi myndi gera annað en að fagna því að starfsmenn reyni að gera sig betri í því sem þeir starfa við.“ Silja Dögg, þingkona Framsóknarflokks, stundar fjarnám við Háskólann á Bifröst í alþjóðaviðskiptum á meistarastigi. Haraldur, flokksbróðir hennar stundar grunnnám í umhverfis- og byggingaverkfræði við Háskóla Íslands. „Tek að jafnaði eitt próf á önn,“ segir hann um framgang námsins. Jóhanna María, þingkona Framsóknarflokks, segist vera í tveimur áföngum við Háskólann á Bifröst. Katrín, þingkona og varaformaður Samfylkingarinnar, er í MBA-námi við Háskólann í Reykjavík. „Nýti minn frítíma í það. Er kennt aðra hverja helgi,“ segir hún. „Stuttar annir svo að námið rekst ekki á mestu álagspunkta þingsins. Klára í vor.“Hætt eða búin með nám Elsa Lára, þingkona Framsóknarflokks, tók tvo áfanga í stjórnun og forystu við Háskólann á Bifröst á síðasta ári. „Það var fjarnám sem skipulagt var með vinnu. Hef hætt því námi,“ segir hún. Karl er búinn með sitt nám; ML nám í lögfræði.vísir/gvaFlokksbróðir hennar Karl segist ekki vera í námi í dag en að hann hafi verið í ML námi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík sem lauk á fyrri hluta síðasta árs. „Það nám tengdist vinnu minni á þinginu beint, þar sem ég tók m.a. kúrsa í lagasetningu. Það styrkti mig í starfi sem þingmaður,“ segir hann. Sigrún, þingmaður Framsóknarflokks og umhverfis- og auðlindaráðherra, var hætt í námi áður en hún tók við sem ráðherraembætti. Hún segist hafa farið á námskeið um Þingvallaþjóðgarð í Endurmenntun Háskóla Íslands til að vera betur fær að sinna hlutverki sínu sem formaður þjóðgarðsins. „Þetta var haustið 2014 - minnir mig,“ segir hún. Vilhjálmur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lauk meistaranámi í lögfræði síðastliðið vor sem hann stundaði samhliða þingstörfum. „Lokaritgerðin mín fjallaði um ölvunarakstur en við skrif á henni gafst mér tækifæri á að fá innsýn inn í hvað megi gera til þess að draga úr ölvunarakstri og umferðarslysum sem slíkum akstri fylgir,“ segir hann. „Sjálfur tel ég að þingmönnum geti verið hollt að stunda nám samhliða þingstörfum enda getur það farið vel saman.“Í vinnu eða með verkefni Róbert Marshall, Brynjar Níelsson, Katrín Jakobsdóttir, Óttarr Proppé, Páll Jóhann Pálsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segjast öll hafa sinnt öðrum störfum samhliða þingmennsku. Róbert og Bjarkey segjast þó aðeins starfa annað á meðan þingið er í leyfi. Róbert segist stundum starfa sem fararstjóri á sumrin fyrir Ferðafélag Íslands og Bjarkey, þingkona Vinstri grænna, rekur lítið gisti- og kaffihús á sumrin með fjölskyldu sinni sem hún segist aðeins vinna í á þeim tíma sem þinghald er ekki. Róbert er eini þingmaðurinn sem segist bæði vinna og er í námi með fram þingmennsku.Þingmaðurinn og tónlistarmaðurinn Óttarr segist taka stundum að sér verkefni tengdum tónlist, kvikmyndagerð og sviðslistum.vísir/StefánKatrín, þingmaður og formaður Vinstri grænna, segist stundum halda fyrirlestra um bókmenntir. Óttarr, þingmaður og formaður Bjartrar framtíðar, segist að upplagi vera listamaður og að hann komi stundum að verkefnum tengdum tónlist, kvikmyndagerð og sviðslistum. „Stöku sinnum fæ ég greitt fyrir slíkt en það er mjög tilviljanakennt,“ segir hann. Brynjar, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er stundakennari við Háskóla Íslands. „En vinnuframlagið er óverulegt eða ca. 10-12 kennslustundir á vetri,“ segir hann í svari sínu við fyrirspurninni. Páll Jóhann, þingmaður Framsóknarflokks, er varabæjarfulltrúi í Grindavík og situr sem slíkur sem aðalmaður í hafnarstjórn bæjarins.Sjö sem ekki svara Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Unnur Brá Konráðsdóttir og Vigdís Hauksdóttir svöruðu ekki fyrirspurn fréttastofu þrátt fyrir ítrekanir. Í hagsmunaskráningum þeirra kemur hins vegar ekkert fram um nám eða önnur störf að undanskilinni setu Gunnars Braga, þingmanns Framsóknarflokks og utanríkisráðherra, í sveitarstjórn Skagafjarðar. Samkvæmt hagsmunaskráningunni hefur hann þó afsalað sér föstum greiðslum. Alþingi Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Fimm þingmenn stunda nám með fram þingmennsku. Fjórir til viðbótar hafa stundað nám eða hafa nýlokið námi sem þeir stunduðu samhliða þingmennsku. Þá eru sex þingmenn sem eru í aukavinnu eða taka að sér verkefni samhliða þingmennsku. Vísir hafði samband við alla þingmenn og ráðherrana og spurði hvort þeir leggðu stund á nám meðfram þingmennsku, hvort þeir stunduðu vinnu samhliða þingmennsku og hvort þeir væru virkir í félagsstörfum. Flestir sögðust virkir í félagsstörfum en þau snérust í flestum tilvikum um stjórnmál.Gagnast þingstörfunum Róbert Marshall, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Haraldur Einarsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Katrín Júlíusdóttir sögðust stunda eitthvert nám samhliða þingstörfum. Til viðbótar voru Elsa Lára Arnardóttir, Karl Garðarsson, Sigrún Magnúsdóttir og Vilhjálmur Árnason í námi nýverið. Róbert segist bæði í námi og stunda vinnu á sumrin.Vísir/VilhelmRóbert, þingmaður Bjartrar framtíðar, leggur stund á fjarnám í náttúru- og umhverfisfræði við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. „Kúrsarnir sem um ræðir tengjast með beinum hætti störfum mínum sem þingmaður. Í umhverfisnefnd, þingvallanefnd og stjórnarskrárnefnd hefur nám í siðfræði náttúrunnar og landnýtingu dýpkað skilning minn á á viðfangsefninu,“ segir hann. „Þetta hefur ekkert bitnað á vinnu minni, nema síður sé. Ég á reyndar erfitt með að ímynda mér, árið 2016, að nokkur vinnuveitandi myndi gera annað en að fagna því að starfsmenn reyni að gera sig betri í því sem þeir starfa við.“ Silja Dögg, þingkona Framsóknarflokks, stundar fjarnám við Háskólann á Bifröst í alþjóðaviðskiptum á meistarastigi. Haraldur, flokksbróðir hennar stundar grunnnám í umhverfis- og byggingaverkfræði við Háskóla Íslands. „Tek að jafnaði eitt próf á önn,“ segir hann um framgang námsins. Jóhanna María, þingkona Framsóknarflokks, segist vera í tveimur áföngum við Háskólann á Bifröst. Katrín, þingkona og varaformaður Samfylkingarinnar, er í MBA-námi við Háskólann í Reykjavík. „Nýti minn frítíma í það. Er kennt aðra hverja helgi,“ segir hún. „Stuttar annir svo að námið rekst ekki á mestu álagspunkta þingsins. Klára í vor.“Hætt eða búin með nám Elsa Lára, þingkona Framsóknarflokks, tók tvo áfanga í stjórnun og forystu við Háskólann á Bifröst á síðasta ári. „Það var fjarnám sem skipulagt var með vinnu. Hef hætt því námi,“ segir hún. Karl er búinn með sitt nám; ML nám í lögfræði.vísir/gvaFlokksbróðir hennar Karl segist ekki vera í námi í dag en að hann hafi verið í ML námi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík sem lauk á fyrri hluta síðasta árs. „Það nám tengdist vinnu minni á þinginu beint, þar sem ég tók m.a. kúrsa í lagasetningu. Það styrkti mig í starfi sem þingmaður,“ segir hann. Sigrún, þingmaður Framsóknarflokks og umhverfis- og auðlindaráðherra, var hætt í námi áður en hún tók við sem ráðherraembætti. Hún segist hafa farið á námskeið um Þingvallaþjóðgarð í Endurmenntun Háskóla Íslands til að vera betur fær að sinna hlutverki sínu sem formaður þjóðgarðsins. „Þetta var haustið 2014 - minnir mig,“ segir hún. Vilhjálmur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lauk meistaranámi í lögfræði síðastliðið vor sem hann stundaði samhliða þingstörfum. „Lokaritgerðin mín fjallaði um ölvunarakstur en við skrif á henni gafst mér tækifæri á að fá innsýn inn í hvað megi gera til þess að draga úr ölvunarakstri og umferðarslysum sem slíkum akstri fylgir,“ segir hann. „Sjálfur tel ég að þingmönnum geti verið hollt að stunda nám samhliða þingstörfum enda getur það farið vel saman.“Í vinnu eða með verkefni Róbert Marshall, Brynjar Níelsson, Katrín Jakobsdóttir, Óttarr Proppé, Páll Jóhann Pálsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segjast öll hafa sinnt öðrum störfum samhliða þingmennsku. Róbert og Bjarkey segjast þó aðeins starfa annað á meðan þingið er í leyfi. Róbert segist stundum starfa sem fararstjóri á sumrin fyrir Ferðafélag Íslands og Bjarkey, þingkona Vinstri grænna, rekur lítið gisti- og kaffihús á sumrin með fjölskyldu sinni sem hún segist aðeins vinna í á þeim tíma sem þinghald er ekki. Róbert er eini þingmaðurinn sem segist bæði vinna og er í námi með fram þingmennsku.Þingmaðurinn og tónlistarmaðurinn Óttarr segist taka stundum að sér verkefni tengdum tónlist, kvikmyndagerð og sviðslistum.vísir/StefánKatrín, þingmaður og formaður Vinstri grænna, segist stundum halda fyrirlestra um bókmenntir. Óttarr, þingmaður og formaður Bjartrar framtíðar, segist að upplagi vera listamaður og að hann komi stundum að verkefnum tengdum tónlist, kvikmyndagerð og sviðslistum. „Stöku sinnum fæ ég greitt fyrir slíkt en það er mjög tilviljanakennt,“ segir hann. Brynjar, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er stundakennari við Háskóla Íslands. „En vinnuframlagið er óverulegt eða ca. 10-12 kennslustundir á vetri,“ segir hann í svari sínu við fyrirspurninni. Páll Jóhann, þingmaður Framsóknarflokks, er varabæjarfulltrúi í Grindavík og situr sem slíkur sem aðalmaður í hafnarstjórn bæjarins.Sjö sem ekki svara Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Unnur Brá Konráðsdóttir og Vigdís Hauksdóttir svöruðu ekki fyrirspurn fréttastofu þrátt fyrir ítrekanir. Í hagsmunaskráningum þeirra kemur hins vegar ekkert fram um nám eða önnur störf að undanskilinni setu Gunnars Braga, þingmanns Framsóknarflokks og utanríkisráðherra, í sveitarstjórn Skagafjarðar. Samkvæmt hagsmunaskráningunni hefur hann þó afsalað sér föstum greiðslum.
Alþingi Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira