Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2016 13:40 Ólafur Þór Hauksson, nýskipaður héraðssaksóknari. Embættið tók við af embætti sérstaks saksóknara um áramótin. Héraðssaksóknari hefur tekið til formlegrar rannsóknar mál lögreglufulltrúa sem í áraraðir hefur legið undir grun hjá samstarfsmönnum um óeðlileg samskipti við aðila sem hafa verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti í samtali við fréttastofu í morgun að málið hefði borist embættinu frá ríkissaksóknara. Það gerðist í gær. Það verður því Ólafs Þórs og hans samstarfsmanna að rannsaka málið og meta hvort tilefni sé til þess að gefa út ákæru á hendur fulltrúanum. Hann er rúmlega fertugur og hefur verið við störf hjá fíkniefnadeild í um áratug. Fulltrúinn stýrði meðal annars tálbeituaðgerð lögreglu í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem lauk með handtöku sendisveins við Hótel Frón á Laugavegi í apríl í fyrra. Þó er þess hvergi getið í gögnum málsins að hann hafi komið að aðgerðum. Hann var heldur ekki látinn bera vitni fyrir héraðsdómi heldur undirmaður hans sem einnig kom að stjórnun aðgerða. Um annað af tveimur málum er að ræða þar sem starfsmenn hjá fíkniefnadeild lögreglu eru sakaðir um óeðlileg samskipti við meinta brotamenn. Í hinu málinu hafa bæði lögreglumaður og karlmaður með brotasögu setið í gæsluvarðhaldi. Friðrik Smári bar ábyrgð á tálbeituaðgerð við Hótel Frón í apríl en umræddur lögreglufulltrúi stýrði aðgerðinni í hans umboði.Vísir/Anton Brink Færður endurtekið til í starfi Lögreglufulltrúinn var færður þrisvar til í embætti á liðnu ári eftir að meirihluti samstarfsmanna hans, alls níu lögreglumenn, kvörtuðu í sameiningu og töldu sig ekki geta unnið án þess að áralangar ásakanir yrðu teknar til skoðunar. Þegar engin viðbrögð fengust frá yfirmanni þeirra, Friðriki Smára Björgvinssyni, leituðu þeir til lögreglustjórans Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur. Allajafna er fyrirkomulagið þannig að aðeins er leitað til næstu yfirmanna með umkvörtunarefni. Í framhaldinu var lögreglufulltrúinn færður úr stöðu sinni sem yfirmaður innan bæði fíkniefnadeildar og upplýsingadeildar og tók til starfa hjá kynferðisbrotadeild. Áður en árið var úti var hann svo færður tvívegis til í starfi til viðbótar en var síðast þegar vitað var að störfum hjá tæknideild lögreglu. Sú staðreynd að fulltrúinn gegndi yfirmannsstöðu í bæði fíkniefna- og upplýsingadeild á sama tíma er gagnrýnisverð að mati Kim Kliver, yfirmanns í dönsku lögreglunni. Sami aðili eigi ekki að taka ákvarðanir í báðum deildum og fyrirkomulagið þekkist ekki í nágrannalöndum okkar.Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuðu afar náið saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar.Vísir/ErnirFullyrti að rannsókn hefði farið framSamstarfsmenn lögreglufulltrúans hafa um árabil gert athugaemdir við störf hans og aðgerðir sem hann hefur komið að. Þá hafa einnig borist ábendingar frá aðilum utan úr bæ um að fulltrúinn væri með óhreint mjöl í pokanum. Þegar ásakanir voru háværar árið 2011 hélt Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, fund með starfsmönnum sínum. Fullyrti hann að rannsókn á ásökununum hefði farið fram og þær ekki reynst á rökum reistar. Menn ættu að hætta að ræða ásakanirnar og einbeita sér að vinnunni. Karl Steinar, sem nú er fulltrúi Íslands hjá Europol, sagði í Fréttablaðinu um helgina að hann myndi vel eftir fundinum en þó ekki alveg því orðalagi sem hann hefði notað. Hann hefði skilað greinargerð til yfirmanna sinna, Friðriks Smára Björgvinssonar og Jóns H.B. Snorrasonar. Hann væri ekki meðvitaður um hvaða meðferð málið hefði hlotið í kjölfar. Þá sagðist hann ekki vera í stöðu til að tjá sig um hvort ásakanirnar hefðu verið það alvarlegar að taka ætti málið til rannsóknar hjá ríkissaksóknara.Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um málið.Hvað varð um greinargerð Karls Steinars? Friðrik Smári og Jón H.B. hafa ekki viljað staðfesta hvort greinargerðin hafi borist né vilja þeir tjá sig um málið á nokkurn hátt.Nú rúmum fjórum árum eftir að fullyrt var við starfsmenn fíkniefnadeildar að áralangar ásakanir hefðu verið rannsakaðar er loks hafin formleg rannsókn á ásökununum, hjá embætti héraðssaksóknara sem tók við málaflokknum af ríkissaksóknara um áramótin. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Friðrik Smári vill ekki staðfesta hvort greinargerð Karls Steinars hafi borist Karl Steinar Valsson segist hafa skilað greinargerð vegna ásakana á hendur lögreglufulltrúa í fíkniefnadeildinni árið 2011. 11. janúar 2016 15:59 Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur tekið til formlegrar rannsóknar mál lögreglufulltrúa sem í áraraðir hefur legið undir grun hjá samstarfsmönnum um óeðlileg samskipti við aðila sem hafa verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti í samtali við fréttastofu í morgun að málið hefði borist embættinu frá ríkissaksóknara. Það gerðist í gær. Það verður því Ólafs Þórs og hans samstarfsmanna að rannsaka málið og meta hvort tilefni sé til þess að gefa út ákæru á hendur fulltrúanum. Hann er rúmlega fertugur og hefur verið við störf hjá fíkniefnadeild í um áratug. Fulltrúinn stýrði meðal annars tálbeituaðgerð lögreglu í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem lauk með handtöku sendisveins við Hótel Frón á Laugavegi í apríl í fyrra. Þó er þess hvergi getið í gögnum málsins að hann hafi komið að aðgerðum. Hann var heldur ekki látinn bera vitni fyrir héraðsdómi heldur undirmaður hans sem einnig kom að stjórnun aðgerða. Um annað af tveimur málum er að ræða þar sem starfsmenn hjá fíkniefnadeild lögreglu eru sakaðir um óeðlileg samskipti við meinta brotamenn. Í hinu málinu hafa bæði lögreglumaður og karlmaður með brotasögu setið í gæsluvarðhaldi. Friðrik Smári bar ábyrgð á tálbeituaðgerð við Hótel Frón í apríl en umræddur lögreglufulltrúi stýrði aðgerðinni í hans umboði.Vísir/Anton Brink Færður endurtekið til í starfi Lögreglufulltrúinn var færður þrisvar til í embætti á liðnu ári eftir að meirihluti samstarfsmanna hans, alls níu lögreglumenn, kvörtuðu í sameiningu og töldu sig ekki geta unnið án þess að áralangar ásakanir yrðu teknar til skoðunar. Þegar engin viðbrögð fengust frá yfirmanni þeirra, Friðriki Smára Björgvinssyni, leituðu þeir til lögreglustjórans Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur. Allajafna er fyrirkomulagið þannig að aðeins er leitað til næstu yfirmanna með umkvörtunarefni. Í framhaldinu var lögreglufulltrúinn færður úr stöðu sinni sem yfirmaður innan bæði fíkniefnadeildar og upplýsingadeildar og tók til starfa hjá kynferðisbrotadeild. Áður en árið var úti var hann svo færður tvívegis til í starfi til viðbótar en var síðast þegar vitað var að störfum hjá tæknideild lögreglu. Sú staðreynd að fulltrúinn gegndi yfirmannsstöðu í bæði fíkniefna- og upplýsingadeild á sama tíma er gagnrýnisverð að mati Kim Kliver, yfirmanns í dönsku lögreglunni. Sami aðili eigi ekki að taka ákvarðanir í báðum deildum og fyrirkomulagið þekkist ekki í nágrannalöndum okkar.Karl Steinar og lögreglufulltrúinn störfuðu afar náið saman í fíkniefnadeildarinnar á árum Karls Steinars sem yfirmanns deildarinnar.Vísir/ErnirFullyrti að rannsókn hefði farið framSamstarfsmenn lögreglufulltrúans hafa um árabil gert athugaemdir við störf hans og aðgerðir sem hann hefur komið að. Þá hafa einnig borist ábendingar frá aðilum utan úr bæ um að fulltrúinn væri með óhreint mjöl í pokanum. Þegar ásakanir voru háværar árið 2011 hélt Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, fund með starfsmönnum sínum. Fullyrti hann að rannsókn á ásökununum hefði farið fram og þær ekki reynst á rökum reistar. Menn ættu að hætta að ræða ásakanirnar og einbeita sér að vinnunni. Karl Steinar, sem nú er fulltrúi Íslands hjá Europol, sagði í Fréttablaðinu um helgina að hann myndi vel eftir fundinum en þó ekki alveg því orðalagi sem hann hefði notað. Hann hefði skilað greinargerð til yfirmanna sinna, Friðriks Smára Björgvinssonar og Jóns H.B. Snorrasonar. Hann væri ekki meðvitaður um hvaða meðferð málið hefði hlotið í kjölfar. Þá sagðist hann ekki vera í stöðu til að tjá sig um hvort ásakanirnar hefðu verið það alvarlegar að taka ætti málið til rannsóknar hjá ríkissaksóknara.Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um málið.Hvað varð um greinargerð Karls Steinars? Friðrik Smári og Jón H.B. hafa ekki viljað staðfesta hvort greinargerðin hafi borist né vilja þeir tjá sig um málið á nokkurn hátt.Nú rúmum fjórum árum eftir að fullyrt var við starfsmenn fíkniefnadeildar að áralangar ásakanir hefðu verið rannsakaðar er loks hafin formleg rannsókn á ásökununum, hjá embætti héraðssaksóknara sem tók við málaflokknum af ríkissaksóknara um áramótin.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Friðrik Smári vill ekki staðfesta hvort greinargerð Karls Steinars hafi borist Karl Steinar Valsson segist hafa skilað greinargerð vegna ásakana á hendur lögreglufulltrúa í fíkniefnadeildinni árið 2011. 11. janúar 2016 15:59 Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00
Friðrik Smári vill ekki staðfesta hvort greinargerð Karls Steinars hafi borist Karl Steinar Valsson segist hafa skilað greinargerð vegna ásakana á hendur lögreglufulltrúa í fíkniefnadeildinni árið 2011. 11. janúar 2016 15:59
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00
Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00