Heiðursverðlaunin kennd við Sólveigu Anspach Magnús Guðmundsson skrifar 12. janúar 2016 11:30 Guðrún Sæmundsen, menningar- og vísindafulltrúi franska sendiráðsins. Visir/GVA Franska kvikmyndahátíðin hefst næstkomandi fimmtudag og er það í sextánda sinn sem hátíðin er haldin. Hátíðin er samstarfsverkefni franska sendiráðsins, Græna ljóssins og Alliance française í Reykjavík. Guðrún Sæmundsen, menningar- og vísindafulltrúi franska sendiráðsins, segir að það sé ánægjulegt að hátíðin fari nú í annað sinn fram bæði hér í Reykjavík og á Akureyri.„Hátíðin verður dagana 15. til 27. janúar í Háskólabíói í Reykjavík og þann 17. til 24. janúar í Borgarbíói á Akureyri. Það var látið á þetta reyna í fyrsta sinn í fyrra að vera líka fyrir norðan og það gekk svo ljómandi vel að það var ákveðið að halda því áfram sem er mjög gleðilegt. Hátíðin er í raun orðin fyrsti stóri menningarviðburður ársins enda orðin mjög stór. Við búumst við í kringum tíu þúsund gestum, sem er svipað og var í fyrra, enda er þetta annar stærsti kvikmyndaviðburður ársins á eftir RIFF.“Guðrún segir að hvatinn á bak við að standa að þessari stóru kvikmyndahátíð á hverju ári sé fyrst og fremst að ýta undir menningarlega tengingu á milli landanna tveggja. „Við hjá sendiráðinu sinnum vissulega ýmsum viðburðum á hverju ári og þar á meðal menningarlegum en Frakkland er mikið kvikmyndaland og hefur löngum verið. Ég held að ég sé að fara rétt með að franskur kvikmyndaiðnaður sé sá þriðji stærsti í heiminum á eftir Indlandi og Bandaríkjunum. Tilgangurinn er því einfaldlega að kynna fyrir Íslendingum franskar og frönskumælandi kvikmyndir. Það verður þarna t.d. ein kvikmynd frá Kanada og önnur frá Frönsku Márítaníu.Það er mikið framleitt af kvikmyndum í Frakklandi og það er mikið framleitt af virkilega góðum myndum. Frakkar gera kröfu um gæði og setja markið hátt enda gríðarleg kvikmyndahefð í Frakklandi eins og flestir kvikmyndaunnendur þekkja. Opnunarmyndin í ár er gamanmyndin Út og suður, en tveir af leikurum myndarinnar verða viðstaddir opnun hátíðarinnar. Þessi mynd var fumsýnd 2. desember í París og þegar hafa hátt í þrjár milljónir manna séð hana þar og við mælum klárlega með henni. Svo hefur myndin Timbúktú einnig mikið aðdráttarafl en hún vann til sjö César-verðlauna í Frakklandi og var tilnefnd til Óskarsverðlauna og svo er það kanadíska myndin Felix og Meira svo eitthvað sé nefnt af þeim fjölda gæðamynda sem verða á hátíðinni í ár.En í ár verður reyndar minning Sólveigar Anspach heiðruð sérstaklega, en það er mikill missir að Sólveigu sem féll frá í ágúst á síðasta ári. Lokamynd hátíðarinnar í ár verður því Drottningin í Montreuil eftir Sólveigu og Clara Anspach dóttir hennar er væntanleg til landsins og verður viðstödd sýninguna á mynd móður sinnar. Það sem við munum svo kynna nánar á hátíðinni er að við ætlum frá og með næsta ári að vera með heiðursverðlaun fyrir bestu mynd hátíðarinnar og þessi verðlaun verða kennd við Sólveigu henni til heiðurs. Það vita kannski allir Íslendingar en myndir Sólveigar eru mjög vel þekktar í Frakklandi og hún var alla tíð mjög áberandi í frönsku kvikmyndalífi sem og íslensku.“ Menning Óskarinn Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Franska kvikmyndahátíðin hefst næstkomandi fimmtudag og er það í sextánda sinn sem hátíðin er haldin. Hátíðin er samstarfsverkefni franska sendiráðsins, Græna ljóssins og Alliance française í Reykjavík. Guðrún Sæmundsen, menningar- og vísindafulltrúi franska sendiráðsins, segir að það sé ánægjulegt að hátíðin fari nú í annað sinn fram bæði hér í Reykjavík og á Akureyri.„Hátíðin verður dagana 15. til 27. janúar í Háskólabíói í Reykjavík og þann 17. til 24. janúar í Borgarbíói á Akureyri. Það var látið á þetta reyna í fyrsta sinn í fyrra að vera líka fyrir norðan og það gekk svo ljómandi vel að það var ákveðið að halda því áfram sem er mjög gleðilegt. Hátíðin er í raun orðin fyrsti stóri menningarviðburður ársins enda orðin mjög stór. Við búumst við í kringum tíu þúsund gestum, sem er svipað og var í fyrra, enda er þetta annar stærsti kvikmyndaviðburður ársins á eftir RIFF.“Guðrún segir að hvatinn á bak við að standa að þessari stóru kvikmyndahátíð á hverju ári sé fyrst og fremst að ýta undir menningarlega tengingu á milli landanna tveggja. „Við hjá sendiráðinu sinnum vissulega ýmsum viðburðum á hverju ári og þar á meðal menningarlegum en Frakkland er mikið kvikmyndaland og hefur löngum verið. Ég held að ég sé að fara rétt með að franskur kvikmyndaiðnaður sé sá þriðji stærsti í heiminum á eftir Indlandi og Bandaríkjunum. Tilgangurinn er því einfaldlega að kynna fyrir Íslendingum franskar og frönskumælandi kvikmyndir. Það verður þarna t.d. ein kvikmynd frá Kanada og önnur frá Frönsku Márítaníu.Það er mikið framleitt af kvikmyndum í Frakklandi og það er mikið framleitt af virkilega góðum myndum. Frakkar gera kröfu um gæði og setja markið hátt enda gríðarleg kvikmyndahefð í Frakklandi eins og flestir kvikmyndaunnendur þekkja. Opnunarmyndin í ár er gamanmyndin Út og suður, en tveir af leikurum myndarinnar verða viðstaddir opnun hátíðarinnar. Þessi mynd var fumsýnd 2. desember í París og þegar hafa hátt í þrjár milljónir manna séð hana þar og við mælum klárlega með henni. Svo hefur myndin Timbúktú einnig mikið aðdráttarafl en hún vann til sjö César-verðlauna í Frakklandi og var tilnefnd til Óskarsverðlauna og svo er það kanadíska myndin Felix og Meira svo eitthvað sé nefnt af þeim fjölda gæðamynda sem verða á hátíðinni í ár.En í ár verður reyndar minning Sólveigar Anspach heiðruð sérstaklega, en það er mikill missir að Sólveigu sem féll frá í ágúst á síðasta ári. Lokamynd hátíðarinnar í ár verður því Drottningin í Montreuil eftir Sólveigu og Clara Anspach dóttir hennar er væntanleg til landsins og verður viðstödd sýninguna á mynd móður sinnar. Það sem við munum svo kynna nánar á hátíðinni er að við ætlum frá og með næsta ári að vera með heiðursverðlaun fyrir bestu mynd hátíðarinnar og þessi verðlaun verða kennd við Sólveigu henni til heiðurs. Það vita kannski allir Íslendingar en myndir Sólveigar eru mjög vel þekktar í Frakklandi og hún var alla tíð mjög áberandi í frönsku kvikmyndalífi sem og íslensku.“
Menning Óskarinn Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira