Lögreglumaðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn hefur verið leystur tímabundið frá störfum. Þetta staðfestir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri í samtali við fréttastofu.
Sigríður segir að mál mannins verði rannsakað af nefnd sérfróðra manna sem taki afstöðu til þess hvort rétt sé að veita lausn að fullu eða láta viðkomandi taka aftur við embætti.
Ákvörðun lögreglustjóra er kæranleg til innanríkisráðherra innan þriggja mánaða frá og með deginum í dag.
