Real Oviedo skaust upp í annað sæti spænsku B-deildarinnar í knattspyrnu með 1-0 sigri á Zaragoza í dag. Eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik. Oviedo unnið fimm af síðustu sex leikjum og ekki tapað í síðustu sex.
Spænski framherjinn, Toche, skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu, en þetta var hans áttunda mark á tímabilinu. Lokatölur 1-0.
Diego Jóhannesson spilaði allan leikinn fyrir Oviedo, en hann var að spila sinn tólfta leik á þessu tímabili. Bakvörðurinn hefur ekki enn náð að skora.
Eftir sigurinn er Real Oviedo í öðru sætinu með 34 stig, stigi meira en Alcorcon sem er í þriðja sætinu. Cordoa á reyndar leik til góða í dag og getur skotist upp fyrir Ovideo, en tvö efstu liðin fara beint upp í spænsku úrvalsdeildina.
