Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2016 19:15 Dagur þarf að vinna Noreg í dag. vísir/getty Þýskaland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum á EM í Póllandi eftir sigur á Noregi í framlengdum undanúrslitaleik í Póllandi í kvöld. Norðmenn voru skrefi framar síðasta stundarfjórðung venjulegs leiktíma en Rune Dahmke náði að jafna metin þegar lítið var eftir. Þýska vörnin stóð svo síðustu sókn Norðmanna af sér. Þjóðverjar náðu svo að vera rétt svo skrefi framar í framlengingunni og fengu síðustu sóknina. Þar var Kai Häfner, sem var kallaður í þýska liðið vegna meiðsla um mitt mót, skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum.Frábærir aukaleikarar Þeir Häfner og Julius Kühn, sem voru báðir kallaðir inn seint í mótinu vegna meiðsla þeirra Steffen Weinhold og Christian Dissinger, voru afar drjúgir í bæði síðari hálfleiknum og framlengingunni og kom í ljós að það var dýrmætt að eiga óþreytta leikmenn þegar svo langt var liðið á mótið. Kühn skoraði mikilvæg mörk í síðari hálfleik þegar norska liðið hafði undirtökin og var að gera sig líklegt að komast nokkrum mörkum yfir. Þó svo að Kühn hafi líka gert sín mistök þá náðu Þjóðverjar að hanga í Norðmönnum, sem komust tveimur mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir, og var það að stórum hluta þeim Kühn og Häfner að þakka.Erevik stórbrotinn í norska markinu Þýska liðið hafði byrjað þennan leik mjög vel og komst snemma fjórum mörkum yfir, 9-5. En þá hrökk Ole Erevik í gang og sá til þess að Norðmenn jöfnuðu metin með góðum tíu mínútuna kafla. Andreas Wolff átti líka góðan dag í þýska markinu en Erevik sýndi á löngum köflum frábæra frammistöðu sem Norðmenn hefðu átt að nýta sér betur. Það var jafnt á öllum tölum í æsispennandi framlengingunni en í tvisvar voru Norðmenn fyrri til að skora. Það snerist svo við og Þýskaland náði frumkvæðinu um miðjan fyrri hálfleik framlengingarinnar og hélt því svo allt til loka. Þjóðverjar fengu því síðustu sókn leiksins og þrátt fyrir að Häfner hafi fengið erfitt skotfæri gerði hann nóg til að koma boltanum framhjá Erevik.Hornamenn atkvæðamiklir í báðum liðum Tobias Reichmann, vítaskytta og vinstri hornamaður þýska liðsins, átti magnaðan leik en hann klikkaði ekki á skoti allan leikinn - og skoraði tíu mörk, þar af sjö úr víti. Rune Dahmke skoraði líka mikilvæg mörk úr vinstra horninu. Hornamennirnir Kristian Björnsen og Magnus Jörndal voru líka frábærir í norska liðinu og tveir markahæstu menn liðsins. Bjarte Myrhol var sérstaklega öflugur framan af og aðrir áttu sína kafla. Skotnýtingin hjá skyttunum Christian O'Sullivan og Kent Robin Tönnesen hefur þó oft verið betri (3/9 hjá báðum).Risastórt hrós á Dag Dagur Sigurðsson á risastórt hrós skilið að koma þessu þýska landsliði, sem er í að spila með þriðja kost í sumum leikstöðum, alla leið í úrslitaleikinn á afar sterku Evrópumóti. Leikurinn í kvöld, eins og aðrir, reyndi mikið á taugarnar og hefur Dagur sýnt að einn stærsti kostur hans er að honum tekst að halda sínum mönnum rólegum og yfirveguðum, sem getur oft gert gæfumuninn í svona jöfnum leikjum sem þessum. Dagur fær nú tækifæri til að vinna fyrsta stóra titil Þýskalands í handbolta síðan 2007 og um leið koma liðinu beint á Ólympíuleikana í Ríó - sem hefur verið yfirlýst markmið þýska sambandsins síðustu ár. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira
Þýskaland tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum á EM í Póllandi eftir sigur á Noregi í framlengdum undanúrslitaleik í Póllandi í kvöld. Norðmenn voru skrefi framar síðasta stundarfjórðung venjulegs leiktíma en Rune Dahmke náði að jafna metin þegar lítið var eftir. Þýska vörnin stóð svo síðustu sókn Norðmanna af sér. Þjóðverjar náðu svo að vera rétt svo skrefi framar í framlengingunni og fengu síðustu sóknina. Þar var Kai Häfner, sem var kallaður í þýska liðið vegna meiðsla um mitt mót, skoraði sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum.Frábærir aukaleikarar Þeir Häfner og Julius Kühn, sem voru báðir kallaðir inn seint í mótinu vegna meiðsla þeirra Steffen Weinhold og Christian Dissinger, voru afar drjúgir í bæði síðari hálfleiknum og framlengingunni og kom í ljós að það var dýrmætt að eiga óþreytta leikmenn þegar svo langt var liðið á mótið. Kühn skoraði mikilvæg mörk í síðari hálfleik þegar norska liðið hafði undirtökin og var að gera sig líklegt að komast nokkrum mörkum yfir. Þó svo að Kühn hafi líka gert sín mistök þá náðu Þjóðverjar að hanga í Norðmönnum, sem komust tveimur mörkum yfir þegar átta mínútur voru eftir, og var það að stórum hluta þeim Kühn og Häfner að þakka.Erevik stórbrotinn í norska markinu Þýska liðið hafði byrjað þennan leik mjög vel og komst snemma fjórum mörkum yfir, 9-5. En þá hrökk Ole Erevik í gang og sá til þess að Norðmenn jöfnuðu metin með góðum tíu mínútuna kafla. Andreas Wolff átti líka góðan dag í þýska markinu en Erevik sýndi á löngum köflum frábæra frammistöðu sem Norðmenn hefðu átt að nýta sér betur. Það var jafnt á öllum tölum í æsispennandi framlengingunni en í tvisvar voru Norðmenn fyrri til að skora. Það snerist svo við og Þýskaland náði frumkvæðinu um miðjan fyrri hálfleik framlengingarinnar og hélt því svo allt til loka. Þjóðverjar fengu því síðustu sókn leiksins og þrátt fyrir að Häfner hafi fengið erfitt skotfæri gerði hann nóg til að koma boltanum framhjá Erevik.Hornamenn atkvæðamiklir í báðum liðum Tobias Reichmann, vítaskytta og vinstri hornamaður þýska liðsins, átti magnaðan leik en hann klikkaði ekki á skoti allan leikinn - og skoraði tíu mörk, þar af sjö úr víti. Rune Dahmke skoraði líka mikilvæg mörk úr vinstra horninu. Hornamennirnir Kristian Björnsen og Magnus Jörndal voru líka frábærir í norska liðinu og tveir markahæstu menn liðsins. Bjarte Myrhol var sérstaklega öflugur framan af og aðrir áttu sína kafla. Skotnýtingin hjá skyttunum Christian O'Sullivan og Kent Robin Tönnesen hefur þó oft verið betri (3/9 hjá báðum).Risastórt hrós á Dag Dagur Sigurðsson á risastórt hrós skilið að koma þessu þýska landsliði, sem er í að spila með þriðja kost í sumum leikstöðum, alla leið í úrslitaleikinn á afar sterku Evrópumóti. Leikurinn í kvöld, eins og aðrir, reyndi mikið á taugarnar og hefur Dagur sýnt að einn stærsti kostur hans er að honum tekst að halda sínum mönnum rólegum og yfirveguðum, sem getur oft gert gæfumuninn í svona jöfnum leikjum sem þessum. Dagur fær nú tækifæri til að vinna fyrsta stóra titil Þýskalands í handbolta síðan 2007 og um leið koma liðinu beint á Ólympíuleikana í Ríó - sem hefur verið yfirlýst markmið þýska sambandsins síðustu ár.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira