Ægir Þór Steinarsson og félagar í KR unnu Njarðvíkinga í þriðja sinn í Ljónagryfjunni í gær og líkt og áður var þessi eldfljóti bakvörður duglegur að spila uppi liðsfélaga sína.
Ægir Þór var með 12 stig og 14 stoðsendingar í Njarðvík í gær og hitti úr 6 af 8 skotum sínum í leiknum.
Ægir hefur alls gefið 31 stoðsendingu í leikjunum þremur á móti Njarðvík en það eru tveir deildarleikir og einn bikarleikur. KR hefur unnið þessa leiki með 18,7 stigum að meðaltali.
Ægir hefur einnig skorað 28 stig og tekið 21 fráköst í leikjunum þremur. Það vekur athygli að Ægir er með 62 prósent skotnýtingu en náði þó ekki að skora þriggja stiga körfu í leikjunum.
Ægir er líka með tíu fleiri stoðsendingar (31) en skot (21) í þessum þremur sannfærandi sigrum KR-liðsins á Njarðvíkingum.
Framlag Ægis í varnarleik KR-liðsins er hér óupptalið en hann hélt Oddi Rúnari Kristjánssyni, leikstjórnanda Njarðvíkinga, í 3 stigum í leiknum í gær. Oddur var með fleiri tapaða bolta (4) en stig og nýtti aðeins 1 af 5 skotum sínum.
Leikir Ægis á móti Njarðvík í vetur
29 stiga sigur í deildinni í október, 105-76
7 stig, 10 fráköst, 9 stoðsendingar (hitti úr 3 af 7 skotum)
16 stiga sigur í bikarnum í janúar, 90-74
9 stig, 5 fráköst, 8 stoðsendingar (hitti úr 4 af 6 skotum)
11 stiga sigur í deildinni í janúar, 100-89
12 stig, 6 fráköst, 14 stoðsendingar (hitti úr 6 af 8 skotum)
Samanlagt í leikjunum þremur á móti KR:
28 stig (9,3 í leik)
21 fráköst (7,0 í leik)
31 stoðsending (10,3 í leik)
Hitti úr 13 af 21 skoti (62 prósent nýting)
Ægir með 31 stoðsendingu í Njarðvíkurleikjunum í vetur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti


„Þetta er ekki búið“
Fótbolti



Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð
Enski boltinn

Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram
Handbolti


Fleiri fréttir
