ÍA endaði í þriðja sæti á Fótbolti.net-mótinu í knattspyrnu eftir 6-1 stórsigur á Stjörnunni en leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld. Steinar Þorsteinsson skoraði þrennu fyrir ÍA.
Jeppe Hansen kom Stjörnunni yfir á átjándu mínútu en Hallur Flosason jafnaði metin fyrir ÍA aðeins tveimur mínútum síðar.
Arnar Már Guðjónsson og Steinar bættu við tveimur mörkum í lok fyrri hálfleiks og Skagamenn gerðu út um leikinn með þremur mörkum í síðari hálfleik. Arnar Már bætti við einu og Steinar tveimur, því seinna úr víti.
Upplýsingar um markaskorara frá Fótbolti.net.
Skagamenn settu sex á Stjörnuna
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti