Yesmine snýr aftur Stefán Árni Pálsson skrifar 28. janúar 2016 17:30 Yesmine Olsson. vísir Fyrsti Saffran veitingastaðurinn var opnaður í Glæsibæ árið 2009 og var ástríðukokkurinn Yesmine Olsson á meðal þeirra sem stóð á bakvið uppbyggingu matseðils staðarins og ímyndar hans. Nokkru síðar sagði Yesmine skilið við Saffran og snéri sér að öðrum verkefnum og hefur haft í nógu að snúast síðan þá. „Þetta var skemmtilegur og lærdómsríkur tími í byrjun og hefur verið virkilega gaman að fylgjast með hversu vinsæll staðurinn hefur verið á meðal landsmanna frá opnun,“ segir Yesmine sem er nú komin aftur til Saffran og hefur á síðustu misserum verið að vinna að ýmsum breytingum á matseðlinum. „Ég legg mikið upp úr því að maturinn sé eins hreinn og mögulegt er og að hann sé búinn til frá grunni. Hollustan er í fyrirrúmi og eins að mikið og gott bragð sé af matnum og eru komnir nýir bragðmiklir réttir á seðilinn, eins og Tandoori hunangskjúklingurinn og Shawarma bakan, sem hafa fengið góðar viðtökur hjá viðskiptavinum,“ segir hún. Yesmine er ekki bara öflug í eldhúsinu því eins og flestir landsmenn vita er hún dansari, hefur starfað sem einkaþjálfari. „Þetta snýst allt um jafnvægi því það er nauðsynlegt að borða hollan mat sem að er góður svo maður njóti þess að borða hann. Eins er mikilvægt að finna sér hreyfingu sem hentar og maður hefur gaman að því þá verður allt svo miklu skemmtilegra og auðveldara,“ segir hún. Matur Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið
Fyrsti Saffran veitingastaðurinn var opnaður í Glæsibæ árið 2009 og var ástríðukokkurinn Yesmine Olsson á meðal þeirra sem stóð á bakvið uppbyggingu matseðils staðarins og ímyndar hans. Nokkru síðar sagði Yesmine skilið við Saffran og snéri sér að öðrum verkefnum og hefur haft í nógu að snúast síðan þá. „Þetta var skemmtilegur og lærdómsríkur tími í byrjun og hefur verið virkilega gaman að fylgjast með hversu vinsæll staðurinn hefur verið á meðal landsmanna frá opnun,“ segir Yesmine sem er nú komin aftur til Saffran og hefur á síðustu misserum verið að vinna að ýmsum breytingum á matseðlinum. „Ég legg mikið upp úr því að maturinn sé eins hreinn og mögulegt er og að hann sé búinn til frá grunni. Hollustan er í fyrirrúmi og eins að mikið og gott bragð sé af matnum og eru komnir nýir bragðmiklir réttir á seðilinn, eins og Tandoori hunangskjúklingurinn og Shawarma bakan, sem hafa fengið góðar viðtökur hjá viðskiptavinum,“ segir hún. Yesmine er ekki bara öflug í eldhúsinu því eins og flestir landsmenn vita er hún dansari, hefur starfað sem einkaþjálfari. „Þetta snýst allt um jafnvægi því það er nauðsynlegt að borða hollan mat sem að er góður svo maður njóti þess að borða hann. Eins er mikilvægt að finna sér hreyfingu sem hentar og maður hefur gaman að því þá verður allt svo miklu skemmtilegra og auðveldara,“ segir hún.
Matur Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið