Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti í dag að stýrivextir myndu vera óbreyttir. Markaðir vestanhafs tóku dýfu í kjölfar tilkynningarinnar. Greint er frá þessu hjá Reuters.
Minnkandi hagvöxtur í Kína og slæm staða á olíumörkuðum hafa undanfarnar vikur haft áhrif á fyrirtæki víða um heim. Fjárfestar höfðu því beðið í ofvæni eftir niðurstöðu bankans en margir þeirra höfðu vonast eftir því að vextirnir myndu lækka í kjölfar slæmrar stöðu á mörkuðum undanfarnar vikur. Stjórnendur Seðlabankas gáfu það út að þeir fylgdust grannt með þróun mála í heiminum og væru sæmilega bjartsýnir um framtíð bandaríska hagkerfisins.
Hlutabréf í Apple féllu um rúmlega sex og hálft prósent eftir að í ljós kom að sala á iPhone hefur dregist saman að undanförnu. Boeing féll einnig eða um tæp níu prósent en gærdagurinn er versti dagur félagsins í kauphöllinni frá því í ágúst 2011. Í lok dags hafði Dow Jones vísitalan lækkað um 1,38 prósent.
Næsta stýrivaxtaákvörðun er áætluð í mars.
Markaðir féllu vestanhafs eftir ákvörðun seðlabankans
Jóhann Óli Eiðsson skrifar

Mest lesið

Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent

Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi
Viðskipti innlent

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Viðskipti innlent

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent
