"Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. janúar 2016 17:47 Ásmundur vill að Alþingi úthluti listamannalaunum. vísir/pjetur Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir tíma til kominn að endurskoða þær reglur sem gilda um úthlutun listamannalauna. Hann lýsir þungum áhyggjum af þróun úthlutunarinnar undanfarin ár og leggur til að Alþingi fái úthlutunarvaldið. Listamenn og samtök þeirra hafi með vinnubrögðum sínum fyrirgert rétti sínum til að þeim sé treystandi til að sjá um úthlutun listamannalauna. „Það er eðlilegt að þjóðin ræði hvernig staðið er að úthlutun listamannalauna. Er það til dæmis eðlilegt að stjórn Rithöfundasambandsins velji úthlutunarnefndina og síðan úthlutar sú stjórn allri sitjandi stjórn Rithöfundasambandsins listamannalaunum til tólf mánaða? Þannig hefur það verið jafnvel árum saman. Er eitthvað eðlilegt við það?,“ sagði hann á Alþingi í dag. „Er það að sama skapi eðlilegt að Listaháskólinn skipi fulltrúa í úthlutunarnefnd og ár eftir ár eru kennarar skólans á listamannalaunum. Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum. Eigum við ekki að breyta því saman, er ekki kominn tími til þess?“Þjóðin á rétt á opinberum rökstuðningi Ásmundur sagði listamenn verða að þola þegar rætt sé um þeirra mál, sem séu í algjörum molum. Ekki sé boðlegt hvernig rithöfundar og fagfélag þeirra skipi sjálft sitt fólk í úthlutunarnefndir. Hann furðaði sig á því að rökstuðningur um úthlutun launanna sé ekki gerður opinber. „Dæmi hafa verið nefnd í umræðunni af rithöfundi sem hefur þegið listamannalaun síðastliðin níu ár hafi skilað litlu meira en einum bókatitli á þeim tíma. Þá hefur stjórnarformaður listamannalauna, Bryndís Loftsdóttir, lýst því yfir opinberlega að listamannalaun séu verkefnatengd laun sem nefndin þarf að rökstyðja en ekki opinberlega. Er ekki rétt að umsóknir listamanna og afrakstur styrkja þeirra verði gerður opinber svo ekkert fari á milli mála fyrir hvað styrkurinn stendur? Þjóðin á rétt á því.“Klíkuskap beitt Hann sagði óásættanlegt að Alþingi útvisti úthlutun listamannalauna til listamanna, sem síðar, líkt og dæmi sanni „beita klíkuskap og ógagnsæjum vinnubrögðum við að úthluta listamannalaunum til hvors annars eins og enginn sé morgundagurinn“. Listamenn í þessu skjóli dafni við lítil afköst, skili litlu en séu samt á launum saman. „Það getur ekki verið hugsun laganna að slíkt sé látið viðgangast. Listamenn og samtök þeirra hafa með vinnubrögðum sínum fyrirgert rétti sínum til að þeim sé treystandi til að sjá um úthlutun launanna. Þá eru listamenn sem halda því fram að hreinar pólitískar ástæður séu fyrir því að sömu listamönnum er haldið frá úthlutun listamannalauna árum og áratugum saman eins og dæmin sanna,“ sagði Ásmundur. Hann lagði til að tekjutengja úthlutun listamannalauna, þannig að þeir listamenn sem búa við góða afkomu af list sinni fái annars konar viðurkenningu frá þjóðinni. Þá telur hann rétt að sjónum verði í meiri mæli beint til ungra og efnilegra listamanna sem ekki hafi sterkt fjárhagslegt bakland og nýkomnir úr námi, sem og að tengja listamannalaun meira við ákveðin verkefni.Fundar með stjórn listamannalauna Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra þakkaði Ásmundi fyrir umræðuna og sagði ekki vanþörf á því að ræða listamannalaunin. Hann hyggst funda með stjórn listamannalauna á næstunni. „Ég hef nú þegar átt samtal við formann stjórnarinnar og ég hyggst, þegar tími gefst, að eiga fund með stjórninni. Ég hef áður fundað með stjórninni, stjórn listamannalauna, en sé ástæðu til þess í ljósi þessarar umræðu að eiga fund við fyrsta tækifæri,“ sagði Illugi. Listamannalaun Tengdar fréttir Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00 Stjórn RSÍ sögð vilja þagga óþægileg mál Helgi Ingólfsson rithöfundur segir spurningar sínar hunsaðar af stjórn Rithöfundasambandsins. 25. janúar 2016 12:21 Meirihluti landsmanna fylgjandi listamannalaunum 53,2 prósent aðspurðra segjast fylgjandi því að ríkið greiði út listamannalaun en 46,8 prósent segjast því andvíg. 27. janúar 2016 09:47 Andri Snær gaf út eina bók á tæpum tíu árum Fyrirsögn Vísis á föstudag var röng. 20. janúar 2016 11:00 Verðlaunarithöfundur krefst svara frá stjórn Rithöfundasambandsins "Hvers vegna var Birni skipt út óforvarendis? Hvaða rök lágu þar að baki?“ spyr Helgi Ingólfsson. 21. janúar 2016 10:03 Formaður SUS og leikhúsgagnrýnandi takast á um listamannalaun Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður SUS og Sigríður Jónsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Fréttablaðsins eru á öndverðum meiði. 23. janúar 2016 10:30 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir tíma til kominn að endurskoða þær reglur sem gilda um úthlutun listamannalauna. Hann lýsir þungum áhyggjum af þróun úthlutunarinnar undanfarin ár og leggur til að Alþingi fái úthlutunarvaldið. Listamenn og samtök þeirra hafi með vinnubrögðum sínum fyrirgert rétti sínum til að þeim sé treystandi til að sjá um úthlutun listamannalauna. „Það er eðlilegt að þjóðin ræði hvernig staðið er að úthlutun listamannalauna. Er það til dæmis eðlilegt að stjórn Rithöfundasambandsins velji úthlutunarnefndina og síðan úthlutar sú stjórn allri sitjandi stjórn Rithöfundasambandsins listamannalaunum til tólf mánaða? Þannig hefur það verið jafnvel árum saman. Er eitthvað eðlilegt við það?,“ sagði hann á Alþingi í dag. „Er það að sama skapi eðlilegt að Listaháskólinn skipi fulltrúa í úthlutunarnefnd og ár eftir ár eru kennarar skólans á listamannalaunum. Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum. Eigum við ekki að breyta því saman, er ekki kominn tími til þess?“Þjóðin á rétt á opinberum rökstuðningi Ásmundur sagði listamenn verða að þola þegar rætt sé um þeirra mál, sem séu í algjörum molum. Ekki sé boðlegt hvernig rithöfundar og fagfélag þeirra skipi sjálft sitt fólk í úthlutunarnefndir. Hann furðaði sig á því að rökstuðningur um úthlutun launanna sé ekki gerður opinber. „Dæmi hafa verið nefnd í umræðunni af rithöfundi sem hefur þegið listamannalaun síðastliðin níu ár hafi skilað litlu meira en einum bókatitli á þeim tíma. Þá hefur stjórnarformaður listamannalauna, Bryndís Loftsdóttir, lýst því yfir opinberlega að listamannalaun séu verkefnatengd laun sem nefndin þarf að rökstyðja en ekki opinberlega. Er ekki rétt að umsóknir listamanna og afrakstur styrkja þeirra verði gerður opinber svo ekkert fari á milli mála fyrir hvað styrkurinn stendur? Þjóðin á rétt á því.“Klíkuskap beitt Hann sagði óásættanlegt að Alþingi útvisti úthlutun listamannalauna til listamanna, sem síðar, líkt og dæmi sanni „beita klíkuskap og ógagnsæjum vinnubrögðum við að úthluta listamannalaunum til hvors annars eins og enginn sé morgundagurinn“. Listamenn í þessu skjóli dafni við lítil afköst, skili litlu en séu samt á launum saman. „Það getur ekki verið hugsun laganna að slíkt sé látið viðgangast. Listamenn og samtök þeirra hafa með vinnubrögðum sínum fyrirgert rétti sínum til að þeim sé treystandi til að sjá um úthlutun launanna. Þá eru listamenn sem halda því fram að hreinar pólitískar ástæður séu fyrir því að sömu listamönnum er haldið frá úthlutun listamannalauna árum og áratugum saman eins og dæmin sanna,“ sagði Ásmundur. Hann lagði til að tekjutengja úthlutun listamannalauna, þannig að þeir listamenn sem búa við góða afkomu af list sinni fái annars konar viðurkenningu frá þjóðinni. Þá telur hann rétt að sjónum verði í meiri mæli beint til ungra og efnilegra listamanna sem ekki hafi sterkt fjárhagslegt bakland og nýkomnir úr námi, sem og að tengja listamannalaun meira við ákveðin verkefni.Fundar með stjórn listamannalauna Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra þakkaði Ásmundi fyrir umræðuna og sagði ekki vanþörf á því að ræða listamannalaunin. Hann hyggst funda með stjórn listamannalauna á næstunni. „Ég hef nú þegar átt samtal við formann stjórnarinnar og ég hyggst, þegar tími gefst, að eiga fund með stjórninni. Ég hef áður fundað með stjórninni, stjórn listamannalauna, en sé ástæðu til þess í ljósi þessarar umræðu að eiga fund við fyrsta tækifæri,“ sagði Illugi.
Listamannalaun Tengdar fréttir Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00 Stjórn RSÍ sögð vilja þagga óþægileg mál Helgi Ingólfsson rithöfundur segir spurningar sínar hunsaðar af stjórn Rithöfundasambandsins. 25. janúar 2016 12:21 Meirihluti landsmanna fylgjandi listamannalaunum 53,2 prósent aðspurðra segjast fylgjandi því að ríkið greiði út listamannalaun en 46,8 prósent segjast því andvíg. 27. janúar 2016 09:47 Andri Snær gaf út eina bók á tæpum tíu árum Fyrirsögn Vísis á föstudag var röng. 20. janúar 2016 11:00 Verðlaunarithöfundur krefst svara frá stjórn Rithöfundasambandsins "Hvers vegna var Birni skipt út óforvarendis? Hvaða rök lágu þar að baki?“ spyr Helgi Ingólfsson. 21. janúar 2016 10:03 Formaður SUS og leikhúsgagnrýnandi takast á um listamannalaun Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður SUS og Sigríður Jónsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Fréttablaðsins eru á öndverðum meiði. 23. janúar 2016 10:30 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Stefán Máni rithöfundur vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Þá eigi að auðvelda ungum rithöfundum að komast að. Unnið er að endurskoðun reglna um val í valnefndir listamannalauna. 16. janúar 2016 07:00
Stjórn RSÍ sögð vilja þagga óþægileg mál Helgi Ingólfsson rithöfundur segir spurningar sínar hunsaðar af stjórn Rithöfundasambandsins. 25. janúar 2016 12:21
Meirihluti landsmanna fylgjandi listamannalaunum 53,2 prósent aðspurðra segjast fylgjandi því að ríkið greiði út listamannalaun en 46,8 prósent segjast því andvíg. 27. janúar 2016 09:47
Andri Snær gaf út eina bók á tæpum tíu árum Fyrirsögn Vísis á föstudag var röng. 20. janúar 2016 11:00
Verðlaunarithöfundur krefst svara frá stjórn Rithöfundasambandsins "Hvers vegna var Birni skipt út óforvarendis? Hvaða rök lágu þar að baki?“ spyr Helgi Ingólfsson. 21. janúar 2016 10:03
Formaður SUS og leikhúsgagnrýnandi takast á um listamannalaun Laufey Rún Ketilsdóttir, formaður SUS og Sigríður Jónsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Fréttablaðsins eru á öndverðum meiði. 23. janúar 2016 10:30
Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11