Vill að Hæstiréttur nýti tækifærið og hvetji burðardýr til samvinnu með lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2016 10:18 Björgvin taldi ekki óeðlilegt að dómurinn yfir Mirjam yrði mildaður í sex ára fangelsi og vísaði í fjölmörg mál til samanburðar sem hann taldi styðja sitt mál. Mynd af vef lögreglunnar Björgvin Jónsson, verjandi Mirjam Foekje van Twuijver, telur fulla ástæðu til að milda ellefu ára dóm sem hún hlaut í héraði fyrir innflutning á um 20 kílóum af fíkniefnum í apríl í fyrra. Björgvin segir ljóst að Mirjam hafi verið samvinnuþýð frá því augnabliki þegar hún áttaði sig á því að hún hefði verið svikin af skipuleggjendum. 85 þúsund MDMA-töflur voru í tösku sem dóttir hennar flutti til landsins en Mirjam fullyrðir að aðeins hafi átt að vera fíkniefni í þeirri tösku sem hún hafði með í för. Þetta kom fram í málflutningi í Hæstarétti í morgun. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið tæpt ár enda eitt umfangsmesta fíkniefnamál sem komið hefur upp hér á landi og dómurinn sem Mirjam fékk í héraði sérstaklega þungur. Refsiramminn í málaflokknum er tólf ára fangelsi. Verði dómurinn yfir henni staðfestur í Hæstarétti verður hann sá þyngsti sem nokkur aðili hefur hlotið hér á landi. Óumdeilt er að Mirjam var burðardýr í innflutningnum. Fyrir dómi er tekist á um það hversu mikla ábyrgð Mirjam beri á tösku dótturinnar sem í var að finna MDMA-töflurnar fyrrnefndu. Saksóknari telur morgunljóst að hún hafi borið ábyrgð á töskunum báðum enda dóttirin ólögráða. Björgvin telur að sama skapi ljóst af ákafa Mirjam til að veita lögreglu aðstoð að hún hafi talið sig hafa verið svikna. Í samtölum við hollenska aðila eftir komuna til landsins hafi komið skýrt fram að dóttir hennar hafi ekki átt að blandast í málið. Ótímabær handtaka ekki Mirjam að kenna Hún gaf strax upp nöfn þeirra aðila sem fengu hana til verksins en þau nöfn voru staðfest af hollenskri lögreglu. Umræddir aðilar voru hins vegar fluttir til Spánar þegar lögregla í Hollandi fór að skoða þeirra þátt málsins.Saksóknari og verjandi voru báðir sammála um að ekkert benti til þess að dóttirin hefði verið upplýst um tilgang ferðarinnar. Mæðgurnar komu til landsins á föstudaginn langa en tálbeituaðgerð var sett í gang þriðjudaginn 7. apríl, fimm dögum síðar eftir að samband hafði náðst við aðila sem fullyrtu við Mirjam að hún væri að spila með lögrelgu. Verjandi hennar benti á að Mirjam hefði staðið sig svo vel í hlutverki sínu í tálbeituaðgerðinni að skipuleggjendur ákváðu að senda Atla Frey á vettvang og sækja efnin. Hann var hins vegar handtekinn fyrir utan Hótel Frón eftir að hafa veitt gerviefnum viðtöku og því náði rannsóknin ekki lengra. Verjandi benti á að mistök eða misskilningur hjá lögreglu væri ekki á ábyrgð Mirjam. Hefði eftirför tekist vel hefði náðst til viðtakenda fíkniefna hér á landi og málið horft öðruvísi við. Björgvin taldi ekki óeðlilegt að dómurinn yfir Mirjam yrði mildaður í sex ára fangelsi og vísaði í fjölmörg mál til samanburðar sem hann taldi styðja sitt mál. Fyrst og fremst skyldi þó líta til þeirrar samvinnuþýði sem Mirjam hefði sýnt. Hæstiréttur ætti að senda skýr skilaboð að það virki sem hvatning fyrir burðardýr að vinna með lögreglu til að ná til skipuleggjenda. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Krefst þess að dómurinn yfir Mirjam verði staðfestur Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, fer fram á að ellefu ára dómur yfir hinni hollensku Mirjam Foekje van Twuijver úr héraði verði staðfestur. 27. janúar 2016 09:20 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Björgvin Jónsson, verjandi Mirjam Foekje van Twuijver, telur fulla ástæðu til að milda ellefu ára dóm sem hún hlaut í héraði fyrir innflutning á um 20 kílóum af fíkniefnum í apríl í fyrra. Björgvin segir ljóst að Mirjam hafi verið samvinnuþýð frá því augnabliki þegar hún áttaði sig á því að hún hefði verið svikin af skipuleggjendum. 85 þúsund MDMA-töflur voru í tösku sem dóttir hennar flutti til landsins en Mirjam fullyrðir að aðeins hafi átt að vera fíkniefni í þeirri tösku sem hún hafði með í för. Þetta kom fram í málflutningi í Hæstarétti í morgun. Málið hefur verið til mikillar umfjöllunar undanfarið tæpt ár enda eitt umfangsmesta fíkniefnamál sem komið hefur upp hér á landi og dómurinn sem Mirjam fékk í héraði sérstaklega þungur. Refsiramminn í málaflokknum er tólf ára fangelsi. Verði dómurinn yfir henni staðfestur í Hæstarétti verður hann sá þyngsti sem nokkur aðili hefur hlotið hér á landi. Óumdeilt er að Mirjam var burðardýr í innflutningnum. Fyrir dómi er tekist á um það hversu mikla ábyrgð Mirjam beri á tösku dótturinnar sem í var að finna MDMA-töflurnar fyrrnefndu. Saksóknari telur morgunljóst að hún hafi borið ábyrgð á töskunum báðum enda dóttirin ólögráða. Björgvin telur að sama skapi ljóst af ákafa Mirjam til að veita lögreglu aðstoð að hún hafi talið sig hafa verið svikna. Í samtölum við hollenska aðila eftir komuna til landsins hafi komið skýrt fram að dóttir hennar hafi ekki átt að blandast í málið. Ótímabær handtaka ekki Mirjam að kenna Hún gaf strax upp nöfn þeirra aðila sem fengu hana til verksins en þau nöfn voru staðfest af hollenskri lögreglu. Umræddir aðilar voru hins vegar fluttir til Spánar þegar lögregla í Hollandi fór að skoða þeirra þátt málsins.Saksóknari og verjandi voru báðir sammála um að ekkert benti til þess að dóttirin hefði verið upplýst um tilgang ferðarinnar. Mæðgurnar komu til landsins á föstudaginn langa en tálbeituaðgerð var sett í gang þriðjudaginn 7. apríl, fimm dögum síðar eftir að samband hafði náðst við aðila sem fullyrtu við Mirjam að hún væri að spila með lögrelgu. Verjandi hennar benti á að Mirjam hefði staðið sig svo vel í hlutverki sínu í tálbeituaðgerðinni að skipuleggjendur ákváðu að senda Atla Frey á vettvang og sækja efnin. Hann var hins vegar handtekinn fyrir utan Hótel Frón eftir að hafa veitt gerviefnum viðtöku og því náði rannsóknin ekki lengra. Verjandi benti á að mistök eða misskilningur hjá lögreglu væri ekki á ábyrgð Mirjam. Hefði eftirför tekist vel hefði náðst til viðtakenda fíkniefna hér á landi og málið horft öðruvísi við. Björgvin taldi ekki óeðlilegt að dómurinn yfir Mirjam yrði mildaður í sex ára fangelsi og vísaði í fjölmörg mál til samanburðar sem hann taldi styðja sitt mál. Fyrst og fremst skyldi þó líta til þeirrar samvinnuþýði sem Mirjam hefði sýnt. Hæstiréttur ætti að senda skýr skilaboð að það virki sem hvatning fyrir burðardýr að vinna með lögreglu til að ná til skipuleggjenda.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Krefst þess að dómurinn yfir Mirjam verði staðfestur Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, fer fram á að ellefu ára dómur yfir hinni hollensku Mirjam Foekje van Twuijver úr héraði verði staðfestur. 27. janúar 2016 09:20 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00
Krefst þess að dómurinn yfir Mirjam verði staðfestur Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, fer fram á að ellefu ára dómur yfir hinni hollensku Mirjam Foekje van Twuijver úr héraði verði staðfestur. 27. janúar 2016 09:20