Bifvélavirkjun er líka fyrir stelpur Elín Albertsdóttir skrifar 26. janúar 2016 16:45 Þær eru flottar, stelpurnar. Báðar eru þær Ásrún og Sigþrúður með mikla bíladellu og völdu því bifvélavirkjun sem framtíðarstarf. MYND/STEFÁN Talsverður skortur hefur verið á bifvélavirkjum undanfarið. Þær Ásrún Loftsdóttir og Sigþrúður Sveinsdóttir ættu því ekki að þurfa að kvíða framtíðinni þar sem þær útskrifast báðar á þessu ári sem bifvélavirkjar frá Borgarholtsskóla. Stelpunum finnst námið skemmtilegt. Ásrún segist hafa haft áhuga á bílum frá því hún var barn. „Ég hékk alltaf í bílskúrnum með fósturpabba mínum þegar ég var lítil og var mjög áhugasöm um hvað hann væri að gera. Alveg ótrúlega forvitin um bíla enda með bíldellu,“ segir hún. Ásrún á eftir að klára verkstæðisvinnu sína en hlakkar til að fá að takast á við hana eftir að skólanum lýkur. „Ég er ekki búin að fá samning en vonast til að komast inn á verkstæði hjá bílaumboðunum. Annars er allt opið,“ segir hún og bætir við að námið henti stelpum ágætlega. „Það getur oft verið betra að hafa litla putta en klunnalega í ýmsum verkefnum. Verkstæðisvinna hefur líka breyst mikið með tölvuinnrásinni.“ Tæplega 30 manna hópur stundar nám í bifvélavirkjun í Borgarholtsskóla um þessar mundir. Þar af eru fjórar stelpur. „Þetta er enn karlastarf en það eru líka stelpur sem hafa áhuga á því. Ég vona að verkstæðin taki okkur vel.“ Ásrún segir að flestir í hennar fjölskyldu hafi búist við að hún veldi sér þetta fag. „Ég tók bílpróf strax sautján ára og keypti mér bíl. Núna ek ég um á Subaru GX 2001 módeli. Ég hef mjög ákveðnar skoðanir á bílum,“ segir Ásrún sem sjálf getur gert við bílinn ef eitthvað kemur upp á. „Þetta er mjög skemmtilegt nám og við erum eiginlega eins og ein stór fjölskylda. Mjög góður mórall,“ segir hún. Nemendur eru frá 17 ára upp í 47 ára. Sigþrúður tekur undir með Ásrúnu varðandi námið og móralinn. „Ég er eins og Ásrún, hef alltaf verið með bíladellu. Þegar ég var tíu ára flutti ég á Ísafjörð og þar voru allir vinir mínir með bíladellu. Ég smitaðist af þessum áhuga,“ segir Sigþrúður sem hefur átt fimm bíla en ekur núna á Subaru turbo. „Mig langar að komast á samning og stefni á meistaranám í faginu. Ég er að vinna á Max 1 með skólanum og vonast til að fá vinnu hjá Brimborg. Yfirleitt eru samstarfsfélagarnir mjög hjálplegir.“ Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Talsverður skortur hefur verið á bifvélavirkjum undanfarið. Þær Ásrún Loftsdóttir og Sigþrúður Sveinsdóttir ættu því ekki að þurfa að kvíða framtíðinni þar sem þær útskrifast báðar á þessu ári sem bifvélavirkjar frá Borgarholtsskóla. Stelpunum finnst námið skemmtilegt. Ásrún segist hafa haft áhuga á bílum frá því hún var barn. „Ég hékk alltaf í bílskúrnum með fósturpabba mínum þegar ég var lítil og var mjög áhugasöm um hvað hann væri að gera. Alveg ótrúlega forvitin um bíla enda með bíldellu,“ segir hún. Ásrún á eftir að klára verkstæðisvinnu sína en hlakkar til að fá að takast á við hana eftir að skólanum lýkur. „Ég er ekki búin að fá samning en vonast til að komast inn á verkstæði hjá bílaumboðunum. Annars er allt opið,“ segir hún og bætir við að námið henti stelpum ágætlega. „Það getur oft verið betra að hafa litla putta en klunnalega í ýmsum verkefnum. Verkstæðisvinna hefur líka breyst mikið með tölvuinnrásinni.“ Tæplega 30 manna hópur stundar nám í bifvélavirkjun í Borgarholtsskóla um þessar mundir. Þar af eru fjórar stelpur. „Þetta er enn karlastarf en það eru líka stelpur sem hafa áhuga á því. Ég vona að verkstæðin taki okkur vel.“ Ásrún segir að flestir í hennar fjölskyldu hafi búist við að hún veldi sér þetta fag. „Ég tók bílpróf strax sautján ára og keypti mér bíl. Núna ek ég um á Subaru GX 2001 módeli. Ég hef mjög ákveðnar skoðanir á bílum,“ segir Ásrún sem sjálf getur gert við bílinn ef eitthvað kemur upp á. „Þetta er mjög skemmtilegt nám og við erum eiginlega eins og ein stór fjölskylda. Mjög góður mórall,“ segir hún. Nemendur eru frá 17 ára upp í 47 ára. Sigþrúður tekur undir með Ásrúnu varðandi námið og móralinn. „Ég er eins og Ásrún, hef alltaf verið með bíladellu. Þegar ég var tíu ára flutti ég á Ísafjörð og þar voru allir vinir mínir með bíladellu. Ég smitaðist af þessum áhuga,“ segir Sigþrúður sem hefur átt fimm bíla en ekur núna á Subaru turbo. „Mig langar að komast á samning og stefni á meistaranám í faginu. Ég er að vinna á Max 1 með skólanum og vonast til að fá vinnu hjá Brimborg. Yfirleitt eru samstarfsfélagarnir mjög hjálplegir.“
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent