Mikill hiti í mótmælendum í Landsbankanum: „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. janúar 2016 14:09 Mikill hiti var í hópi mótmælenda sem komu saman fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti í dag til að mótmæla sölu á eignarhlut bankans í Borgun. „Hvar er Steinþór?,“ hrópuðu mótmælendur og voru þá að vísa til bankastjóra Landsbankans Steinþórs Pálssonar sem hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir söluna eftir að í ljós kom að Borgun gæti átt von á greiðslum vegna valréttar Visa Inc. á Visa Europe. Upphæðirnar sem bankinn hæti hafa orðið af eru taldar hlaupa á milljörðum. Mótmælendur báðu Steinþór um að svara fyrir þessa sölu. „Ætlaru að segja mér að þú hafir ekki vitað að Borgun myndi græða svona mikið eftir eitt ár,“ var Steinþór spurður. „Horfðu í augun á fólkinu og segðu þeim þetta,“ var hrópað enn fremur að Steinþóri. Sá sem gekk einna harðast eftir svörum frá bankastjóranum var ljósmyndarinn Spessi Hallbjörnsson. „Málið er það að við seljum á verði sem endurspeglar mikinn vöxt þannig að við erum að framtíðarávinning inn í söluna,“ sagði Steinþór og heyrðist hrópað „lygi“ umsvifalaust úr hópnum. „En hvað tapaði bankinn mikið á þessum viðskiptum?,“ var Steinþór spurður í kjölfarið. „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?.“ „Bankinn varð ekki af neinum milljörðum í þessum viðskiptum,“ svarar Steinþór. Sjá meira frá þessum mótmælum í spilaranum fyrir ofan. Borgunarmálið Tengdar fréttir Alþingi fær upplýsingar um söluna á Borgun Fjármálaeftirlitið krafðist upplýsingar um söluna á Borgun í lok árs 2014. Hefur síðan ekkert látið í sér heyra. Forsætisráðherra kallar Borgunarmálið "augljóst klúður“. 26. janúar 2016 07:00 Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var spurður út í Borgunarmálið á þingi í dag. 25. janúar 2016 15:51 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Bankastjóri Landsbankans skilur reiðina vegna Borgunarmálsins: „Traustið er í molum“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist skilja reiði þeirra sem mótmæltu við höfðuðstöðvar bankans í Austurstræti í dag en boðað var til þeirra vegna sölu Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun. 26. janúar 2016 13:58 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Mikill hiti var í hópi mótmælenda sem komu saman fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti í dag til að mótmæla sölu á eignarhlut bankans í Borgun. „Hvar er Steinþór?,“ hrópuðu mótmælendur og voru þá að vísa til bankastjóra Landsbankans Steinþórs Pálssonar sem hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir söluna eftir að í ljós kom að Borgun gæti átt von á greiðslum vegna valréttar Visa Inc. á Visa Europe. Upphæðirnar sem bankinn hæti hafa orðið af eru taldar hlaupa á milljörðum. Mótmælendur báðu Steinþór um að svara fyrir þessa sölu. „Ætlaru að segja mér að þú hafir ekki vitað að Borgun myndi græða svona mikið eftir eitt ár,“ var Steinþór spurður. „Horfðu í augun á fólkinu og segðu þeim þetta,“ var hrópað enn fremur að Steinþóri. Sá sem gekk einna harðast eftir svörum frá bankastjóranum var ljósmyndarinn Spessi Hallbjörnsson. „Málið er það að við seljum á verði sem endurspeglar mikinn vöxt þannig að við erum að framtíðarávinning inn í söluna,“ sagði Steinþór og heyrðist hrópað „lygi“ umsvifalaust úr hópnum. „En hvað tapaði bankinn mikið á þessum viðskiptum?,“ var Steinþór spurður í kjölfarið. „Ertu ekki vanhæfur fyrst þú klúðraðir þessu svona?.“ „Bankinn varð ekki af neinum milljörðum í þessum viðskiptum,“ svarar Steinþór. Sjá meira frá þessum mótmælum í spilaranum fyrir ofan.
Borgunarmálið Tengdar fréttir Alþingi fær upplýsingar um söluna á Borgun Fjármálaeftirlitið krafðist upplýsingar um söluna á Borgun í lok árs 2014. Hefur síðan ekkert látið í sér heyra. Forsætisráðherra kallar Borgunarmálið "augljóst klúður“. 26. janúar 2016 07:00 Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var spurður út í Borgunarmálið á þingi í dag. 25. janúar 2016 15:51 Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39 Bankastjóri Landsbankans skilur reiðina vegna Borgunarmálsins: „Traustið er í molum“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist skilja reiði þeirra sem mótmæltu við höfðuðstöðvar bankans í Austurstræti í dag en boðað var til þeirra vegna sölu Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun. 26. janúar 2016 13:58 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Alþingi fær upplýsingar um söluna á Borgun Fjármálaeftirlitið krafðist upplýsingar um söluna á Borgun í lok árs 2014. Hefur síðan ekkert látið í sér heyra. Forsætisráðherra kallar Borgunarmálið "augljóst klúður“. 26. janúar 2016 07:00
Sala Landsbankans á Borgun „augljóst klúður“ að mati forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, var spurður út í Borgunarmálið á þingi í dag. 25. janúar 2016 15:51
Segist ekki hafa vitað að Borgun fengi greiðslur vegna Visa Europe Landsbankinn segir upplýsingarnar um milljarðagreiðslu ekki hafa legið fyrir þegar bankinn seldi hlut í Borgun. 25. janúar 2016 10:39
Bankastjóri Landsbankans skilur reiðina vegna Borgunarmálsins: „Traustið er í molum“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segist skilja reiði þeirra sem mótmæltu við höfðuðstöðvar bankans í Austurstræti í dag en boðað var til þeirra vegna sölu Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun. 26. janúar 2016 13:58