BMW X3 M verður 500 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 26. janúar 2016 11:07 BMW X3 í prófunum. BMW vinnur nú að smíði næstu kynslóðar X3 jepplingsins og á hann að líta dagsljósið fyrir enda næsta árs. Sést hefur til bílsins í prufunum og svo virðist sem hann stækki nokkuð. BMW ætlar með þessari nýju kynslóð að bjóða fyrsta sinni M kraftaútgáfu af jepplingnum og fær hann víst 3,0 lítra og 6 strokka vél sem skilar 500 hestöflum til allra hjólanna. Það kemur svo sem ekki mikið á óvart að BMW bjóði svona kraftaútfærslu bílsins þar sem Audi vinnur nú að RS útgáfu Audi Q5 jepplingsins með 450 hestafla vél. Auk þess hefur heyrst að Mercedes Benz ætli að bjóða nýja GLC jepplinginn í AMG útgáfu með 8 strokka og 4,0 lítra vél sem skilar álíka afli og BMW X3 M. Nýr BMW X3 mun léttast um 100 kíló milli kynslóða þrátt fyrir að bíllinn stækki en með því vill BMW auka stærðarmuninn frá enn minni jepplingi sínum, X1. Með nýrri kynslóð stendur einnig til að bjóða lengri gerð X3 sem boðinn verður eingöngu í Kína. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent
BMW vinnur nú að smíði næstu kynslóðar X3 jepplingsins og á hann að líta dagsljósið fyrir enda næsta árs. Sést hefur til bílsins í prufunum og svo virðist sem hann stækki nokkuð. BMW ætlar með þessari nýju kynslóð að bjóða fyrsta sinni M kraftaútgáfu af jepplingnum og fær hann víst 3,0 lítra og 6 strokka vél sem skilar 500 hestöflum til allra hjólanna. Það kemur svo sem ekki mikið á óvart að BMW bjóði svona kraftaútfærslu bílsins þar sem Audi vinnur nú að RS útgáfu Audi Q5 jepplingsins með 450 hestafla vél. Auk þess hefur heyrst að Mercedes Benz ætli að bjóða nýja GLC jepplinginn í AMG útgáfu með 8 strokka og 4,0 lítra vél sem skilar álíka afli og BMW X3 M. Nýr BMW X3 mun léttast um 100 kíló milli kynslóða þrátt fyrir að bíllinn stækki en með því vill BMW auka stærðarmuninn frá enn minni jepplingi sínum, X1. Með nýrri kynslóð stendur einnig til að bjóða lengri gerð X3 sem boðinn verður eingöngu í Kína.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent