Norðmenn töpuðu óvænt stigi gegn Makedóníu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2016 18:59 Harald Reinkind í baráttunni við Makedóníumanninn Zarko Pesevski í dag. Vísir/AFP Noregur mátti sætta sig við jafntefli gegn Makedóníu, 31-31, á EM í Póllandi í dag. Stigið dugði Noregi engu að síður til að koma sér í efsta sæti milliriðils 1 fyrir lokaumferðina sem fer fram á fimmtudag. Makedónía kom stigalaust inn í milliriðilinn og tapaði fyrir Króatíu á fimmtudaginn. Norðmenn komu hins vegar með fjögur stig inn í milliriðilinn og afrekaði á laugardaginn að verða fyrsta liðið til að leggja gestgjafa Póllands að velli á laugardaginn. Það kom því mjög á óvart að Makedónía byrjaði betur í dag og leiddi í hálfleik, 17-13. Varnarleikurinn og markvarslan var slök hjá Norðmönnum sem lentu mest fimm mörkum undir í síðari hálfleik. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka náðu Norðmenn að koma sér almennilega inn í leikinn. Kent Robin Tönnesen jafnaði svo metin fyrir Noreg þegar átta mínútur voru eftir, 28-28. Leikurinn var æsispennandi eftir það og Norðmenn komust yfir með marki Magnúsar Jörndal þegar fjórar mínútur voru eftir, 31-30. Varamarkvörðurinn Espen Christensen fór einnig á kostum og varði næstu tvö skot Makedóníu í leiknum. En Norðmenn voru sjálfir sér verstir í sókninni og klúðruðu síðustu þremur sóknum sínum í leiknum. Filip Mirkulovski jafnaði metin fyrir Makedóníu, 31-31, þegar ein og hálf mínúta var eftir og Makedóníumenn fengu boltann aftur eftir að ruðningur var dæmdur á Christian O'Sullivan þegar 47 sekúndur voru eftir af leiknum. Norska vörnin stóð hins vegar vaktina vel og Makedónía náði ekki að tryggja sér sigurinn með síðasta skoti sínu í leiknum. Kristian Björnsen skoraði sex mörk fyrir Noreg og Kiril Lazarov var að venju atkvæðamikill fyrir Makedóníu og skoraði ellefu mörk. Borko Ristovski varði ellefu skot í marki Makedóníu en markverðir Noregs vörðu aðeins sex skot allan leikinn. En innkoma Christensen undir lokin var sem fyrr segir afar dýrmæt. Noregur er nú með sjö stig í riðlinum en Frakkar eru í öðru sæti með sex. Pólverjar geta komist í sex stig með sigri á Hvíta-Rússlandi síðar í kvöld. Króatía er svo í fjórða sæti riðilsins með fjögur stig. Lokaumferðin verður æsispennandi. Pólverjum dugar að vinna Króatíu á fimmtudag til að komast áfram í undanúrslit þar sem að Noregur og Frakkland mætast innbyrðis. Þar mun Norðmönnum duga jafntefli til að fara í undanúrslitin. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira
Noregur mátti sætta sig við jafntefli gegn Makedóníu, 31-31, á EM í Póllandi í dag. Stigið dugði Noregi engu að síður til að koma sér í efsta sæti milliriðils 1 fyrir lokaumferðina sem fer fram á fimmtudag. Makedónía kom stigalaust inn í milliriðilinn og tapaði fyrir Króatíu á fimmtudaginn. Norðmenn komu hins vegar með fjögur stig inn í milliriðilinn og afrekaði á laugardaginn að verða fyrsta liðið til að leggja gestgjafa Póllands að velli á laugardaginn. Það kom því mjög á óvart að Makedónía byrjaði betur í dag og leiddi í hálfleik, 17-13. Varnarleikurinn og markvarslan var slök hjá Norðmönnum sem lentu mest fimm mörkum undir í síðari hálfleik. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka náðu Norðmenn að koma sér almennilega inn í leikinn. Kent Robin Tönnesen jafnaði svo metin fyrir Noreg þegar átta mínútur voru eftir, 28-28. Leikurinn var æsispennandi eftir það og Norðmenn komust yfir með marki Magnúsar Jörndal þegar fjórar mínútur voru eftir, 31-30. Varamarkvörðurinn Espen Christensen fór einnig á kostum og varði næstu tvö skot Makedóníu í leiknum. En Norðmenn voru sjálfir sér verstir í sókninni og klúðruðu síðustu þremur sóknum sínum í leiknum. Filip Mirkulovski jafnaði metin fyrir Makedóníu, 31-31, þegar ein og hálf mínúta var eftir og Makedóníumenn fengu boltann aftur eftir að ruðningur var dæmdur á Christian O'Sullivan þegar 47 sekúndur voru eftir af leiknum. Norska vörnin stóð hins vegar vaktina vel og Makedónía náði ekki að tryggja sér sigurinn með síðasta skoti sínu í leiknum. Kristian Björnsen skoraði sex mörk fyrir Noreg og Kiril Lazarov var að venju atkvæðamikill fyrir Makedóníu og skoraði ellefu mörk. Borko Ristovski varði ellefu skot í marki Makedóníu en markverðir Noregs vörðu aðeins sex skot allan leikinn. En innkoma Christensen undir lokin var sem fyrr segir afar dýrmæt. Noregur er nú með sjö stig í riðlinum en Frakkar eru í öðru sæti með sex. Pólverjar geta komist í sex stig með sigri á Hvíta-Rússlandi síðar í kvöld. Króatía er svo í fjórða sæti riðilsins með fjögur stig. Lokaumferðin verður æsispennandi. Pólverjum dugar að vinna Króatíu á fimmtudag til að komast áfram í undanúrslit þar sem að Noregur og Frakkland mætast innbyrðis. Þar mun Norðmönnum duga jafntefli til að fara í undanúrslitin.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira