Íslenski landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen er enn að leita sér að félagi og hann hefur þegar hafnað tveimur tilboðum.
Eiður Smári segir frá því í viðtali við Morgunblaðið í morgun að hann hafi hafnað tilboði frá bæði liði í Evrópu og liði í Asíu og ástæðan hafi verið að liðin hafi ekki verið á nógu háu stigi.
Eiður Smári lék síðast með kínverska liðinu Shijiazhuang Ever Bright en þar á undan var hann hjá enska b-deildarliðinu Bolton Wanderers.
Eiður Smári er eins og fleiri íslenskir knattspyrnumenn að horfa til Evrópumótsins í Frakklandi í sumar og gerir sér vel grein fyrir því að hann þarf að fara að finna sér til lið að komast í alvöru leikform fyrir EM.
„Ég vil ekki fara hvers sem er. Ég þarf að vanda valið. Það má ekki dragast miklu lengur að finna sér lið en ef maður horfir ti9l Skandinavíu þá eru liðin bara að fara af stað hvort sem ég spila þar eða á meginlandi Evrópu," sagði Eiður Smári í viðtali við Guðmund Hilmarsson á Morgunblaðinu.
Eiður Smári var fyrirliði íslenska landsliðsins í báðum vináttulandsleikjunum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum og verður einnig með liðinu í leiknum á móti Bandaríkjunum í Los Angeles í lok mánaðarins.
Eiður Smári er samningslaus og getur því samið við félag hvenær sem er og er því ekki bundinn af félagsskiptaglugganum sem lokast við mánaðarlokin.
„Ég reikna með að koma til Íslands á sunnudaginn þar sem ég mun komast í fótbolta og æfingar áður en ég fer til Bandaríkjanna," sagði Eiður í fyrrnefndu viðtali en hann er nú staddur í Barcelona þar sem hann fer daglega í líkamsræktarsalinn.
Eiður Smári: Ég þarf að vanda valið
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn


Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn




Bayern varð sófameistari
Fótbolti