Ford og Benz á teppi franskra yfirvalda vegna dísilmengunar Finnur Thorlacius skrifar 21. janúar 2016 15:38 Ford C-Max. Það er ekki bara Renault sem kallað er á teppið hjá frönskum yfirvöldum vegna óhóflegrar mengunar dísilbíla þeirra. Ford og Mercedes Benz hafa verið kölluð til og þau verða látin svara af hverju einstaka bílgerðir þeirra menga mörgum sinnum meira en uppgefið er. Renault þurfti að mæta frönskum yfirvöldum þann 18. janúar og svara til um af hverju Renault Captur mengar 9 sinnum meira en uppgefið er og í kjölfar þess kom til innköllunar 15.800 slíkra bíla og að auki býður Renault eigendum 700.000 annarra díslilbíla að koma með þá til hugbúnaðaruppfærslu sem minnka á mengun þeirra. Ford þarf að svara fyrir Ford C-Max bíl sinn og Mercedes Benz fyrir Mercedes Benz S350 bíl sinn, en báðir menga þeir margfalt á við uppgefna mengun. Það verður gert á næstu dögum. Enginn eiginlegur svindlhugbúnaður hefur þó fundist í bílum Renault, Ford, né Mercedes Benz, svo líklega eru fyrirtækin ekki í eins slæmum málum og Volkswagen. Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent
Það er ekki bara Renault sem kallað er á teppið hjá frönskum yfirvöldum vegna óhóflegrar mengunar dísilbíla þeirra. Ford og Mercedes Benz hafa verið kölluð til og þau verða látin svara af hverju einstaka bílgerðir þeirra menga mörgum sinnum meira en uppgefið er. Renault þurfti að mæta frönskum yfirvöldum þann 18. janúar og svara til um af hverju Renault Captur mengar 9 sinnum meira en uppgefið er og í kjölfar þess kom til innköllunar 15.800 slíkra bíla og að auki býður Renault eigendum 700.000 annarra díslilbíla að koma með þá til hugbúnaðaruppfærslu sem minnka á mengun þeirra. Ford þarf að svara fyrir Ford C-Max bíl sinn og Mercedes Benz fyrir Mercedes Benz S350 bíl sinn, en báðir menga þeir margfalt á við uppgefna mengun. Það verður gert á næstu dögum. Enginn eiginlegur svindlhugbúnaður hefur þó fundist í bílum Renault, Ford, né Mercedes Benz, svo líklega eru fyrirtækin ekki í eins slæmum málum og Volkswagen.
Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent