Ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem ríkiseign er seld Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. janúar 2016 11:06 Formaður Samfylkingarinnar ræddi sölu ríkiseigna og sölu Landsbankans á Borgun við fjármála- og efnahagsráðherra á þingi í morgun. Vísir/Anton Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hvatti Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, að óska eftir því við bankasýsluna og stjórn Landsbankans að fá frekari skýringar á sölu bankans á hlut í Borgun. Hann sagðist ekki vera í neinum vafa að stjórna bankans væri til í að koma fyrir þingnefnd og ræða málið, eins og hún hafi áður gert.Sjálfstæð stjórn í bankanum Árni Páll spurði ráðherrann út í söluna á Borgun í óundirbúnum fyrirspurnum í morgun en eins og Vísir greindi frá í gær hefur hann kallað eftir að Fjármálaeftirlitið og eftir atvikum þingið rannsaki viðskiptin með Borgun. Viðskiptin hafa sætt gagnrýni lengi fyrir söluferlið og verðið sem hluturinn var seldur á.Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör um söluna á Borgun.Vísir/GVABjarni sagðist einfaldlega ekki hafa neitt með stjórn bankans að gera. „Landsbankinn er með sjálfstæða stjórn og í þá stjórn er skipað eftir lögum og bankasýslan fer síðan með hlutabréfið. Einskonar armslengdar sjónarmið ráða för um skipan stjórnarinnar. Þannig að málefni Landsbankans eru í sjálfu sér ekki á nokkurn einasta hátta, nema bara með almennum hætti eins og á við um önnur fjármálafyrirtæki, á borði fjármálaráðherra,“ sagði hann. Ber ekki ábyrgð á traustinu Bjarni sagði það ekki sitt að bera ábyrgð á trausti til Landsbankans. „Það er stjórnenda og stjórnar bankans og eftir atvikum bankasýslunnar sem fer með þessi mál, fjalla um þessi mál og bera á þeim ábyrgð,“ sagði hann og bætti við að hann ætlaði ekki að fara í umræður í þinginu um hvernig staðið var að sölunni á Borgun.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/Ernir„Mér skilst að stjórnendur Landsbankans hafi áður komið fyrir þingnefnd hér og gert grein fyrir málinu. Ég tek eftir því að landsbankinn hefur sömuleiðis í tvígang í gær birt skýringar á heimasíðu sinni og undirstrikar með því að hann ber sjálfur ábyrgð á því að viðhalda trausti gagnvart bankanum,“ sagði Bjarni og vitnaði svo til þess að bankinn telji að virðisauki fyrirtækisins hafi átt sér stað eftir að bankinn seldi Borgun. Þarf skýrar reglur Árni Páll ítrekaði þá afstöðu sína að mikilvægt væri að alvöru rannsókn fari fram á sölunni. „Það skiptir máli að rannsaka þetta vegna þess því fyrir dyrum er frekari sala ríkiseigna,“ sagði hann og vísaði meðal annars til frumvarps Bjarna um að fela eignarhaldsfélags Seðlabanka Íslands að selja ríkiseignir. Frumvarpið gerir ráð fyrir að stjórn félagsins sé ekki ábyrg fyrir ákvörðunum sínum og að einstaka starfsmenn geti selt eignir fyrir allt að milljarð króna. Bjarni furðaði sig á því að Árni Páll teldi ekki að allir væru sammála um hvernig selja eigi ríkiseignir. „Ég veit ekki til þess að uppi sé neinn grundvallarágreiningur um það hvernig eigi að standa að sölu ríkiseigna,“ sagði Bjarni í seinna svari sínu. „Á endanum verða jú einhverjir einstaklingar að taka ákvarðanir. Við getum ekki haft þetta þannig að við höldum þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem á að selja einhverjar eignir.“ Alþingi Borgunarmálið Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hvatti Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, að óska eftir því við bankasýsluna og stjórn Landsbankans að fá frekari skýringar á sölu bankans á hlut í Borgun. Hann sagðist ekki vera í neinum vafa að stjórna bankans væri til í að koma fyrir þingnefnd og ræða málið, eins og hún hafi áður gert.Sjálfstæð stjórn í bankanum Árni Páll spurði ráðherrann út í söluna á Borgun í óundirbúnum fyrirspurnum í morgun en eins og Vísir greindi frá í gær hefur hann kallað eftir að Fjármálaeftirlitið og eftir atvikum þingið rannsaki viðskiptin með Borgun. Viðskiptin hafa sætt gagnrýni lengi fyrir söluferlið og verðið sem hluturinn var seldur á.Árni Páll Árnasson, formaður Samfylkingarinnar, vill að þingið láti til sín taka í málinu og knýi á um svör um söluna á Borgun.Vísir/GVABjarni sagðist einfaldlega ekki hafa neitt með stjórn bankans að gera. „Landsbankinn er með sjálfstæða stjórn og í þá stjórn er skipað eftir lögum og bankasýslan fer síðan með hlutabréfið. Einskonar armslengdar sjónarmið ráða för um skipan stjórnarinnar. Þannig að málefni Landsbankans eru í sjálfu sér ekki á nokkurn einasta hátta, nema bara með almennum hætti eins og á við um önnur fjármálafyrirtæki, á borði fjármálaráðherra,“ sagði hann. Ber ekki ábyrgð á traustinu Bjarni sagði það ekki sitt að bera ábyrgð á trausti til Landsbankans. „Það er stjórnenda og stjórnar bankans og eftir atvikum bankasýslunnar sem fer með þessi mál, fjalla um þessi mál og bera á þeim ábyrgð,“ sagði hann og bætti við að hann ætlaði ekki að fara í umræður í þinginu um hvernig staðið var að sölunni á Borgun.Salan á Borgun hefur lengi sætt gagnrýni.Vísir/Ernir„Mér skilst að stjórnendur Landsbankans hafi áður komið fyrir þingnefnd hér og gert grein fyrir málinu. Ég tek eftir því að landsbankinn hefur sömuleiðis í tvígang í gær birt skýringar á heimasíðu sinni og undirstrikar með því að hann ber sjálfur ábyrgð á því að viðhalda trausti gagnvart bankanum,“ sagði Bjarni og vitnaði svo til þess að bankinn telji að virðisauki fyrirtækisins hafi átt sér stað eftir að bankinn seldi Borgun. Þarf skýrar reglur Árni Páll ítrekaði þá afstöðu sína að mikilvægt væri að alvöru rannsókn fari fram á sölunni. „Það skiptir máli að rannsaka þetta vegna þess því fyrir dyrum er frekari sala ríkiseigna,“ sagði hann og vísaði meðal annars til frumvarps Bjarna um að fela eignarhaldsfélags Seðlabanka Íslands að selja ríkiseignir. Frumvarpið gerir ráð fyrir að stjórn félagsins sé ekki ábyrg fyrir ákvörðunum sínum og að einstaka starfsmenn geti selt eignir fyrir allt að milljarð króna. Bjarni furðaði sig á því að Árni Páll teldi ekki að allir væru sammála um hvernig selja eigi ríkiseignir. „Ég veit ekki til þess að uppi sé neinn grundvallarágreiningur um það hvernig eigi að standa að sölu ríkiseigna,“ sagði Bjarni í seinna svari sínu. „Á endanum verða jú einhverjir einstaklingar að taka ákvarðanir. Við getum ekki haft þetta þannig að við höldum þjóðaratkvæðagreiðslu í hvert sinn sem á að selja einhverjar eignir.“
Alþingi Borgunarmálið Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira