Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2016 20:00 Ríkisstjórin mun á næstu dögum kynna aðgerðir sínar í tengslum við SALEK samkomulagið svo kallaða milli aðila vinnumarkaðrins. Fjögurra manna ráðherranefnd um kjaramál kom saman til fundar síðdegis vegna málsins en aðgerðir stjórnvalda í tengslum við samkomulagið verða að liggja fyrir áður en kjarasamningar renna út um mánaðamótin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ráðherrana hafa rætt stöðuna og kröfur atvinnulífsins ásamt áætlunum stjórnvalda um ríkisfjármál næstu árin. Búast megi við að stjórnvöld kynni aðgerðir sínar bráðlega. „Já við þurfum að gera það á næstu dögum og höfum lagt mikið upp úr því að eiga gott samráð og samtal við vinnumarkaðinn. Ég lít þannig á að það eigi allir mjög mikið undir því að þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið fram til ársins 2019 haldi og allar þessar helstu forsendur. Það er sjálfsagt fyrir stjórnvöld að skoða með hvaða hætti okkar áherslumál geta legið saman með þeim væntingum sem eru á vinnumarkaði,“ segir Bjarni. Honum þætti hins vegar hafa verið of áberandi í umræðunni að allir gerðu ráð fyrir að undirliggjandi staða opinberra fjármála væri talsvert betri en hún væri í raun. Staðan væri hins vegar sú að ekki væri mikill afgangur af opinberum fjármálum ríkis og sveitarfélaga. Stjórnvöld hefðu verið gagnrýnd fyrir að það skorti á aðhald í ríkisfjármálum á sama tíma og atvinnulífið færi fram á tilslökun. Þarna þyrfti að finna jafnværi.Tryggingagjaldið hefur oft verið nefnt í þessu samhengi, heldur þú að ríkið gæti komið eitthvað til móts við atvinulífið með það? „Já, við erum mjög mikið að ræða tryggingagjaldið og kröfurnar snúast að verulegu leiti um lækkun þess. Það fer ágætlega saman við okkar áherslur. Við viljum bara gæta að því að þau skref verði ekki stiginn of hratt og þau verði ekki stærri en við í raun og veru ráðum við og um það þarf þetta samtal að snúast,“ segir Bjarni Beneditksson fjármálaráðherra. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00 SALEK samkomulagið í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda Forseti ASÍ segir að ef SALEK samkomulagið flosni upp gæti orðið mjög erfitt að semja við endurskoðun kjarasamninga í febrúar. 28. nóvember 2015 13:27 Verkfallsboðun virðist hafa komið hreyfingu á viðræður Skriður er kominn á viðræður prófessora og háskólakennara við ríkið. Funda næst á mánudag, Nemendur eru áhyggjufullir. 14. nóvember 2015 07:00 Tryggingargjaldið verður ekki lækkað Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Hann telur kröfu um lækkun gjaldsins til marks um að laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. 5. desember 2015 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ríkisstjórin mun á næstu dögum kynna aðgerðir sínar í tengslum við SALEK samkomulagið svo kallaða milli aðila vinnumarkaðrins. Fjögurra manna ráðherranefnd um kjaramál kom saman til fundar síðdegis vegna málsins en aðgerðir stjórnvalda í tengslum við samkomulagið verða að liggja fyrir áður en kjarasamningar renna út um mánaðamótin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ráðherrana hafa rætt stöðuna og kröfur atvinnulífsins ásamt áætlunum stjórnvalda um ríkisfjármál næstu árin. Búast megi við að stjórnvöld kynni aðgerðir sínar bráðlega. „Já við þurfum að gera það á næstu dögum og höfum lagt mikið upp úr því að eiga gott samráð og samtal við vinnumarkaðinn. Ég lít þannig á að það eigi allir mjög mikið undir því að þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið fram til ársins 2019 haldi og allar þessar helstu forsendur. Það er sjálfsagt fyrir stjórnvöld að skoða með hvaða hætti okkar áherslumál geta legið saman með þeim væntingum sem eru á vinnumarkaði,“ segir Bjarni. Honum þætti hins vegar hafa verið of áberandi í umræðunni að allir gerðu ráð fyrir að undirliggjandi staða opinberra fjármála væri talsvert betri en hún væri í raun. Staðan væri hins vegar sú að ekki væri mikill afgangur af opinberum fjármálum ríkis og sveitarfélaga. Stjórnvöld hefðu verið gagnrýnd fyrir að það skorti á aðhald í ríkisfjármálum á sama tíma og atvinnulífið færi fram á tilslökun. Þarna þyrfti að finna jafnværi.Tryggingagjaldið hefur oft verið nefnt í þessu samhengi, heldur þú að ríkið gæti komið eitthvað til móts við atvinulífið með það? „Já, við erum mjög mikið að ræða tryggingagjaldið og kröfurnar snúast að verulegu leiti um lækkun þess. Það fer ágætlega saman við okkar áherslur. Við viljum bara gæta að því að þau skref verði ekki stiginn of hratt og þau verði ekki stærri en við í raun og veru ráðum við og um það þarf þetta samtal að snúast,“ segir Bjarni Beneditksson fjármálaráðherra.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00 SALEK samkomulagið í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda Forseti ASÍ segir að ef SALEK samkomulagið flosni upp gæti orðið mjög erfitt að semja við endurskoðun kjarasamninga í febrúar. 28. nóvember 2015 13:27 Verkfallsboðun virðist hafa komið hreyfingu á viðræður Skriður er kominn á viðræður prófessora og háskólakennara við ríkið. Funda næst á mánudag, Nemendur eru áhyggjufullir. 14. nóvember 2015 07:00 Tryggingargjaldið verður ekki lækkað Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Hann telur kröfu um lækkun gjaldsins til marks um að laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. 5. desember 2015 07:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00
SALEK samkomulagið í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda Forseti ASÍ segir að ef SALEK samkomulagið flosni upp gæti orðið mjög erfitt að semja við endurskoðun kjarasamninga í febrúar. 28. nóvember 2015 13:27
Verkfallsboðun virðist hafa komið hreyfingu á viðræður Skriður er kominn á viðræður prófessora og háskólakennara við ríkið. Funda næst á mánudag, Nemendur eru áhyggjufullir. 14. nóvember 2015 07:00
Tryggingargjaldið verður ekki lækkað Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Hann telur kröfu um lækkun gjaldsins til marks um að laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. 5. desember 2015 07:00
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent