Kolbeinn leikur knattspyrnu með franska liðinu Nantes og hefur verið þar frá því síðasta sumar. Áður var hann hjá Ajax í Hollandi og sló rækilega í gegn hjá hollenska liðinu. Í Frakklandi hefur ekki gengið eins vel og hann verið í vandræðum með að finna markanefið.
Hjá Nantes er hefð fyrir því að leikmenn hittist á fundi á hóteli fyrir leiki og ræði málin. Á meðan Kolbeinn fór á fundinn fékk Auðunn Blöndal að skoða völlinn, búningsherbergið og aðstæðurnar sem leikmenn Nantes búa við. Inni í búningsklefanum er tafla og greip Auðunn í tússpenna og krotaði á hana „Áfram Kolbeinn, kv. Auddi“ á töfluna.
Svo þegar hann ætlaði sér að stroka þetta út kom í ljós að um „permanent marker“ að ræða og skilaboðin því föst á töflunni. Í samtali við Vísi segist Auðunn hafa fengið Snapchat frá Kolbeini töluvert síðar og enn stóðu skilaboðin á töflunni.