Þróunarhópur Formúlu 1 og skipulagsnefnd Formúlu 1 hittust í upphafi vikunnar til að setja saman drög að breyttum reglum í Formúlu 1.
Áhersla fundarins var á vélar eftir að Bernie Ecclestone, eigandi sýningaréttar af Formúlu 1 og Jean Todt, forseti FIA, alþjóða akstursíþróttasambandsins, óskuðu eftir því í sameinginu að liðin finndu lausn á vélavandræðum í íþróttinni.
Ecclestone og Todt höfðu áður lýst yfir stuðningi við þá hugmynd að sjálfstæður vélaframleiðandi yrði fenginn til að smíða öflugari en einfaldari og ódýrari vélar sem stæðu liðum til boða.
Hugmyndin var að öll lið gætu nálgast góða vél á viðráðanlegu verði. Red Bull og Toro Rosso liðin voru næstum án véla á komandi tímabili eftir að hafa slitið samningi við Renault. Sjálfstæður vélaframleiðandi hefði sem dæmi geta komið þeim liðum til bjargar.
Ekki fékkst samþykki meirihluta liða fyrir hugmyndinni um ódýrari og einfaldari vélar. Þá var liðunum gert að finna lausn á vandanum.

Þessar breytingar munu að öllum líkindum taka gildi fyrir upphaf tímabilsins 2018.
Auk vélanna var samið um að breyta reglum um hámarksfjölda gírkassa sem hver ökumaður má nota á tímabili. Hver ökumaður má nú einungis nota þrjá gírkassa á tímabilinu áður en hann þarf að sæta refsingu.