„Nær allt fór úrskeiðis við síðustu einkavæðingu“ Sæunn Gísladóttir skrifar 20. janúar 2016 08:00 Valgerður Sverrisdóttir handsalar sölu á Búnaðarbankanum. Geir H. Haarde og Ólafur Ólafsson fylgjast spenntir með. Fréttablaðið/GVA „Ég held að lykillinn að því að einkavæðingin gangi almennilega sé að það sé nokkurn veginn ljóst hvaða umhverfi fjármálakerfinu verður boðið á næstu árum, þ.e.a.s. hvers konar bankakerfi við stefnum að og hvaða umgjörð rekstur þess fær,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Gylfi flytur erindi um hvað við getum lært af fyrri einkavæðingu bankanna og hvað beri að varast nú þegar ríkið mun selja hluta af Landsbankanum og Íslandsbanka á næstu misserum á hádegisfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í dag.Gylfi Magnússon. Fréttablaðið/Valgarður„Það fór eiginlega allt úrskeiðis sem hægt var í fyrri einkavæðingunni. Ferlið var ekki gagnsætt. Leikreglurnar voru ekki ljósar í upphafi og voru kannski ekki einu sinni eðlilegar,“ segir Gylfi. Gylfi telur líklegt að einhver hluti í Landsbanka eða Íslandsbanka verði seldur fljótlega, annaðhvort á þessu ári eða því næsta, en telur ólíklegt að stór hluti þeirra verði seldur á stuttum tíma, alla vega hérlendis. „Ég held að það sé langskynsamlegast að gera þetta í skrefum sem geta tekið einhver ár, það liggur ekki á.“ Gylfi segir að fjölda spurninga sé ósvarað, til dæmis hvort fjárfestingabankar og viðskiptabankar verði aðskildir, hvort hömlur verði settar á eignarhald einstakra fjárfesta, og hvaða kröfur verða gerðar til eiginfjár fjármálafyrirtækja. „Ég held að það verði að svara þeim svo að fólk viti hvað það sé að selja eða kaupa.“ Hann telur það lykilatriði að þeir sem kaupa hluta í banka á móti ríkinu viti hvort ríkið ætli sér að halda afganginum til frambúðar eða hvort þetta sé fyrsta skref í átt að fullri einkavæðingu. Gylfi telur erlent eignarhald mjög líklegt. „Ég held að það hljóti að koma til, og væri af ýmsum ástæðum jákvætt skref, að menn reyni að selja einn banka að einhverju leyti eða mestu leyti til útlanda.“ Gylfi telur að fleiri spurningum sé enn ósvarað sem verði ekki svarað á fundinum, bæði hvað varðar gjaldmiðilsmál og umfang fjármálakerfisins. „Spurningin er hversu umsvifamikið fjármálakerfi við þurfum eða viljum. Öll Vesturlönd eru að glíma við að fjármálakerfin hafa vaxið mjög hratt áratugum saman, en það hefur enginn fundið almennilega leið til að takast á við það.“ Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
„Ég held að lykillinn að því að einkavæðingin gangi almennilega sé að það sé nokkurn veginn ljóst hvaða umhverfi fjármálakerfinu verður boðið á næstu árum, þ.e.a.s. hvers konar bankakerfi við stefnum að og hvaða umgjörð rekstur þess fær,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Gylfi flytur erindi um hvað við getum lært af fyrri einkavæðingu bankanna og hvað beri að varast nú þegar ríkið mun selja hluta af Landsbankanum og Íslandsbanka á næstu misserum á hádegisfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í dag.Gylfi Magnússon. Fréttablaðið/Valgarður„Það fór eiginlega allt úrskeiðis sem hægt var í fyrri einkavæðingunni. Ferlið var ekki gagnsætt. Leikreglurnar voru ekki ljósar í upphafi og voru kannski ekki einu sinni eðlilegar,“ segir Gylfi. Gylfi telur líklegt að einhver hluti í Landsbanka eða Íslandsbanka verði seldur fljótlega, annaðhvort á þessu ári eða því næsta, en telur ólíklegt að stór hluti þeirra verði seldur á stuttum tíma, alla vega hérlendis. „Ég held að það sé langskynsamlegast að gera þetta í skrefum sem geta tekið einhver ár, það liggur ekki á.“ Gylfi segir að fjölda spurninga sé ósvarað, til dæmis hvort fjárfestingabankar og viðskiptabankar verði aðskildir, hvort hömlur verði settar á eignarhald einstakra fjárfesta, og hvaða kröfur verða gerðar til eiginfjár fjármálafyrirtækja. „Ég held að það verði að svara þeim svo að fólk viti hvað það sé að selja eða kaupa.“ Hann telur það lykilatriði að þeir sem kaupa hluta í banka á móti ríkinu viti hvort ríkið ætli sér að halda afganginum til frambúðar eða hvort þetta sé fyrsta skref í átt að fullri einkavæðingu. Gylfi telur erlent eignarhald mjög líklegt. „Ég held að það hljóti að koma til, og væri af ýmsum ástæðum jákvætt skref, að menn reyni að selja einn banka að einhverju leyti eða mestu leyti til útlanda.“ Gylfi telur að fleiri spurningum sé enn ósvarað sem verði ekki svarað á fundinum, bæði hvað varðar gjaldmiðilsmál og umfang fjármálakerfisins. „Spurningin er hversu umsvifamikið fjármálakerfi við þurfum eða viljum. Öll Vesturlönd eru að glíma við að fjármálakerfin hafa vaxið mjög hratt áratugum saman, en það hefur enginn fundið almennilega leið til að takast á við það.“
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira