Heimsins hraðasta rafskutla á 173 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2016 09:41 Rafskutlur eru ekki hannaðar til að fara ýkja hratt og þessi skutla var upphaflega hönnuð með 13 km hámarkshraða. En þeir David Anderson og Mathew Hine frá Isle of Man juku aðeins við afl hennar og náði hún fyrir vikið 173 km hraða og í leiðinni heimsmetinu í röðum rafskutla. Þeir félagar skelltu 80 hestafla, fjögurra strokka og vatnskældri Suzuki mótorhjólavél í skutluna og með henni þrettánfaldaðist hámarkshraðinn og upptakan varð ári skemmtileg. Fyrri hraðaheimsmet rafskutla var 132 km, svo um mikla bætingu var um að ræða. Ekki dugði að bæta þessum öfluga mótor í skutluna, skipta þurfti um hjól á henni og settu þeir undir hjól af go-cart bíl og styrkja þurfti að auki burðargrind skutlunnar. Heimsmetið var reyndar sett árið 2014 en heimsmetabók Guinness viðurkenndi ekki heimsmetið fyrr en fyrir stuttu. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent
Rafskutlur eru ekki hannaðar til að fara ýkja hratt og þessi skutla var upphaflega hönnuð með 13 km hámarkshraða. En þeir David Anderson og Mathew Hine frá Isle of Man juku aðeins við afl hennar og náði hún fyrir vikið 173 km hraða og í leiðinni heimsmetinu í röðum rafskutla. Þeir félagar skelltu 80 hestafla, fjögurra strokka og vatnskældri Suzuki mótorhjólavél í skutluna og með henni þrettánfaldaðist hámarkshraðinn og upptakan varð ári skemmtileg. Fyrri hraðaheimsmet rafskutla var 132 km, svo um mikla bætingu var um að ræða. Ekki dugði að bæta þessum öfluga mótor í skutluna, skipta þurfti um hjól á henni og settu þeir undir hjól af go-cart bíl og styrkja þurfti að auki burðargrind skutlunnar. Heimsmetið var reyndar sett árið 2014 en heimsmetabók Guinness viðurkenndi ekki heimsmetið fyrr en fyrir stuttu.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent