Heimsins hraðasta rafskutla á 173 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2016 09:41 Rafskutlur eru ekki hannaðar til að fara ýkja hratt og þessi skutla var upphaflega hönnuð með 13 km hámarkshraða. En þeir David Anderson og Mathew Hine frá Isle of Man juku aðeins við afl hennar og náði hún fyrir vikið 173 km hraða og í leiðinni heimsmetinu í röðum rafskutla. Þeir félagar skelltu 80 hestafla, fjögurra strokka og vatnskældri Suzuki mótorhjólavél í skutluna og með henni þrettánfaldaðist hámarkshraðinn og upptakan varð ári skemmtileg. Fyrri hraðaheimsmet rafskutla var 132 km, svo um mikla bætingu var um að ræða. Ekki dugði að bæta þessum öfluga mótor í skutluna, skipta þurfti um hjól á henni og settu þeir undir hjól af go-cart bíl og styrkja þurfti að auki burðargrind skutlunnar. Heimsmetið var reyndar sett árið 2014 en heimsmetabók Guinness viðurkenndi ekki heimsmetið fyrr en fyrir stuttu. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent
Rafskutlur eru ekki hannaðar til að fara ýkja hratt og þessi skutla var upphaflega hönnuð með 13 km hámarkshraða. En þeir David Anderson og Mathew Hine frá Isle of Man juku aðeins við afl hennar og náði hún fyrir vikið 173 km hraða og í leiðinni heimsmetinu í röðum rafskutla. Þeir félagar skelltu 80 hestafla, fjögurra strokka og vatnskældri Suzuki mótorhjólavél í skutluna og með henni þrettánfaldaðist hámarkshraðinn og upptakan varð ári skemmtileg. Fyrri hraðaheimsmet rafskutla var 132 km, svo um mikla bætingu var um að ræða. Ekki dugði að bæta þessum öfluga mótor í skutluna, skipta þurfti um hjól á henni og settu þeir undir hjól af go-cart bíl og styrkja þurfti að auki burðargrind skutlunnar. Heimsmetið var reyndar sett árið 2014 en heimsmetabók Guinness viðurkenndi ekki heimsmetið fyrr en fyrir stuttu.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent