Kjaradeilan í Straumsvík: „Rio Tinto vill sem sagt bæði eiga kökuna og éta hana“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2016 11:14 Álverið í Straumsvík. VÍSIR/VILHELM Samninganefnd stéttarfélaganna í Straumsvík fer hörðum orðum um Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, í yfirlýsingu sem hún hefur sent frá sér. Yfirlýsingin er svar við grein Ólafs Teits Guðnasonar, upplýsingafulltrúa Rio Tinto, sem birtist í Fréttablaðinu í liðinni viku. Í yfirlýsingunni segir: „Greinina mætti draga saman í eina allsherjarkvörtun undir yfirskriftinni „Rio Tinto: er eina fyrirtækið sem...“ og síðan kemur margvíslegur harmagrátur um það hversu óréttláta meðferð Rio Tinto hljóti af hálfu íslenskra starfsmanna sinna. Sú upptalning er meira og minna til þess fallin að flækja málið.“ Stóra myndin er að mati saminganefndarinnar hins vegar einföld: „Á meðan forstjóri Rio Tinto þiggur 6 milljónir á mánuði í laun, sjá bókarar Rio Tinto ofsjónum yfir þeim launum sem 32 Íslendingar sem sinna mötuneyti, hliðvörslu, hafnarvinnu og þvottahúsi fá greidd. Rio Tinto vill ekki greiða íslensk laun fyrir þessi störf. Þeir vilja fá erlenda gerviverktaka til að sinna þeim á launum sem eru langt undir íslenskum töxtum.“ Í yfirlýsingunni eru síðan talin upp nokkur atriði sem Rio Tinto eru einir um á íslenskum vinnumarkaði: „Álverin eru einu fyrirtækin sem fá sérkjör á orkuverði. Álverin eru einu fyrirtækin sem komast upp með að greiða lágmarksskatta, en skila um leið erlendum eigendum sínum ofurgróða. Rio Tinto er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur í 45 ár aðeins þurft að eiga við eitt sameinað trúnaðarráð stéttarfélaga þegar semja á um kaup og kjör. Rio Tinto er líklega eina stórfyrirtækið hérlendis sem hefur ALDREI þurft að þola verkfall af hálfu starfsmanna sinna. En nú er svo komið að Rio Tinto er ekki bara eina fyrirtækið sem hefur notið þessara sérkjara á íslenskum vinnumarkaði, heldur eru þeir örugglega líka eina fyrirtækið sem lætur sér detta í hug að kvarta yfir þessari skipan mála. Rio Tinto vill sem sagt bæði eiga kökuna og éta hana. Og það veit hvert fimm ára barn að er ekki hægt. Kjaradeila starfsmanna álversins við Rio Tinto snýst um eitt einfalt grundvallaratriði: Að borguð séu íslensk laun fyrir störf í Straumsvík. Íslenskt orkuverð og erlend skattafríðindi í áratugi ættu að vera stórfyrirtækinu og stjórnendum þess næg greiðsla fyrir að vernda störf 32 lægst launuðustu starfsmannanna í álverinu. Krafa okkar er íslensk laun fyrir störf í Straumsvík og fyrr verður ekki samið.“ Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15 Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43 „Það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu“ Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan hafnar niðurstöðu talsmanns samninganefndar starfsmanna álversins. 14. janúar 2016 15:04 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Samninganefnd stéttarfélaganna í Straumsvík fer hörðum orðum um Rio Tinto, móðurfélag álversins í Straumsvík, í yfirlýsingu sem hún hefur sent frá sér. Yfirlýsingin er svar við grein Ólafs Teits Guðnasonar, upplýsingafulltrúa Rio Tinto, sem birtist í Fréttablaðinu í liðinni viku. Í yfirlýsingunni segir: „Greinina mætti draga saman í eina allsherjarkvörtun undir yfirskriftinni „Rio Tinto: er eina fyrirtækið sem...“ og síðan kemur margvíslegur harmagrátur um það hversu óréttláta meðferð Rio Tinto hljóti af hálfu íslenskra starfsmanna sinna. Sú upptalning er meira og minna til þess fallin að flækja málið.“ Stóra myndin er að mati saminganefndarinnar hins vegar einföld: „Á meðan forstjóri Rio Tinto þiggur 6 milljónir á mánuði í laun, sjá bókarar Rio Tinto ofsjónum yfir þeim launum sem 32 Íslendingar sem sinna mötuneyti, hliðvörslu, hafnarvinnu og þvottahúsi fá greidd. Rio Tinto vill ekki greiða íslensk laun fyrir þessi störf. Þeir vilja fá erlenda gerviverktaka til að sinna þeim á launum sem eru langt undir íslenskum töxtum.“ Í yfirlýsingunni eru síðan talin upp nokkur atriði sem Rio Tinto eru einir um á íslenskum vinnumarkaði: „Álverin eru einu fyrirtækin sem fá sérkjör á orkuverði. Álverin eru einu fyrirtækin sem komast upp með að greiða lágmarksskatta, en skila um leið erlendum eigendum sínum ofurgróða. Rio Tinto er eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur í 45 ár aðeins þurft að eiga við eitt sameinað trúnaðarráð stéttarfélaga þegar semja á um kaup og kjör. Rio Tinto er líklega eina stórfyrirtækið hérlendis sem hefur ALDREI þurft að þola verkfall af hálfu starfsmanna sinna. En nú er svo komið að Rio Tinto er ekki bara eina fyrirtækið sem hefur notið þessara sérkjara á íslenskum vinnumarkaði, heldur eru þeir örugglega líka eina fyrirtækið sem lætur sér detta í hug að kvarta yfir þessari skipan mála. Rio Tinto vill sem sagt bæði eiga kökuna og éta hana. Og það veit hvert fimm ára barn að er ekki hægt. Kjaradeila starfsmanna álversins við Rio Tinto snýst um eitt einfalt grundvallaratriði: Að borguð séu íslensk laun fyrir störf í Straumsvík. Íslenskt orkuverð og erlend skattafríðindi í áratugi ættu að vera stórfyrirtækinu og stjórnendum þess næg greiðsla fyrir að vernda störf 32 lægst launuðustu starfsmannanna í álverinu. Krafa okkar er íslensk laun fyrir störf í Straumsvík og fyrr verður ekki samið.“
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15 Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43 „Það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu“ Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan hafnar niðurstöðu talsmanns samninganefndar starfsmanna álversins. 14. janúar 2016 15:04 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Fjöldi reyndra starfsmanna hafa sagt upp í álverinu Fjöldi starfsmanna með áralanga starfsreynslu í álverinu í Straumsvík hafa sagt upp störfum þar undanfarnar vikur. Talsmaður starfsfólks segir það langþreytt á margra mánaða kjarabáráttu og vill að verkalýðsfélögin setji aukinn þunga í að leysa málin. 1. febrúar 2016 20:15
Talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segir móralinn innan fyrirtækisins skelfilegan Gylfi Ingvarsson, talsmaður starfsmanna álversins í Straumsvík, segir samningaviðræður sem staðið hafa yfir að undanförnu í enn meira uppnámi vegna frystingar launa hjá móðurfélaginu. 16. janúar 2016 14:42
Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35
Rio Tinto frystir laun út árið: Óljós áhrif á kjaraviðræður starfsmanna álversins í Straumsvík Talsmaður samninganefndar starfsmanna Rio Tinto Alcan segir ákvörðunina skýra upplifun sína af samningaviðræðunum. 14. janúar 2016 13:43
„Það var mjög mikill samningsvilji hjá fyrirtækinu“ Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan hafnar niðurstöðu talsmanns samninganefndar starfsmanna álversins. 14. janúar 2016 15:04