Júróbankinn Ívar Halldórsson skrifar 7. febrúar 2016 22:18 Nú þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er innan seilingar minnist maður óneitanlega okkar fyrsta framlags til þessa stóra viðburðar. „Gleðibankinn“ var sendur í keppnina og við vorum öll viss um að þetta væri besta lag sem keppnin hafði fengið að njóta og nánast formsatriði að flytja það á sviðinu. Við vissum að við myndum sigra. Þjóðin sameinaðist – allir voru sammála. Svo kom „áfallið.“ Nágrannar okkar í Evrópu kunnu ekki gott að meta og skildu ekki hversu mikil snilld lagið okkar var. Við vorum svo langt á undan okkar samtíð í tónlist og urðum í auðmýkt að sætta okkur við að Evrópa var bara ekki komin lengra en þetta í tónlistarlegum þroska. Sextánda sætið var svekkelsi. Þjóðin tók yfirdrátt í Gleðibankanum og tæmdi sjóði bankans áður en innistæða var fyrir úttektinni. Úrslit keppninnar reyndust vera eins konar tvö þúsund og sjö tónlistartakta þjóðarinnar. En við lærðum af þessari reynslu. Tapið var sem betur fer aðeins tilfinningalegt og enginn Íslendingur hlaut varanlegan skaða af. Þjóðin fór í smá sjálfsskoðun og tók út ákveðin tónlistarþroska í kjölfarið og við uppgötvuðum að sigur er ekki sjálfsagður í Júróvisjón – þótt við séum auðvitað alltaf best. En það var eins og Magnús Eiríksson vissi alltaf að lagið myndi ekki sigra. Hann bjó okkur undir úrslitin í texta lagsins. „Leggur ekkert inn, tekur bara út.“ Við höfðum ekkert lagt inn á reikning okkar í Júróvisjón-reynslubankanum, þótt við hikuðum ekki við að seilast í sjóði Gleðibankans og taka út gleðina fyrir fram. Hann virtist ráðleggja okkur á snyrtilegan hátt að við ættum að ganga hægt um gleðinnar dyr. Höfundurinn talaði hógvær um „kósý lítið lag“ og „lítið gleðihús.“ Við létum þó eins og við værum með stærsta lag allra tíma og þjóð okkar varð strax eitt risastórt gleðihús um leið og okkar stærstu tónlistarhetjurnar birtust á skjánum og sungu sannfærandi í sigurstranglegum glansgöllum. Við hlupum á okkur og héldum jafnvel fyrirpartí; fögnuðum sigrinum snemma. En sem betur fer var þetta bara tónlistarkeppni . Þetta var ekki spurning um líf og dauða, eða fjárhagslega farsæld þjóðar okkar. Í versta falli rispaðist þjóðarstoltið. Enginn Íslendingur skaðaðist. Já, ég held að Magnús hafi alltaf verið fullkomlega meðvitaður um að Gleðibankinn var aðeins fyrsta innlögn inn á reikning, sem átti þó eftir að safna vöxtum og færa okkur ómælda gleði næstu áratugi á sviði tónlistar. Við hættum sem betur fer ekki að leggja inn í Júróvisjón-bankann, enda hefur árangur okkar oft verið ávísun á góða úttekt í Gleðibanka landsmanna. Boðskapur Magnúsar okkar Eiríkssonar mun alltaf standa fyrir sínu og minnir okkur enn í dag á að við þurfum að leggja inn til að geta tekið út. Ef við viljum eignast góða vini, þurfum við að leggja inn á Vináttubankann. Ef við viljum virðingu, þurfum við að safna inneign í Virðingarbankanum. Ef við viljum meiri ást þá getum við ekki í kæruleysi straujað kærleikskortið okkar endalaust án þess að eiga innistæðu í Kærleiksbankanum. Í okkar daglega lífi þurfum ávallt að leggja inn í samræmi við það sem við viljum geta tekið út. Fólkið sem ég og þú eigum samskipti við í samfélagi okkar eru litlir bankar. Við viljum fá viðurkenningu, skilning og kurteisi frá samstarfsmönnum, afgreiðslufólki , fjölskyldu og þeim sem við umgöngumst á samskiptamiðlunum. ...en eigum við inneign? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Nú þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er innan seilingar minnist maður óneitanlega okkar fyrsta framlags til þessa stóra viðburðar. „Gleðibankinn“ var sendur í keppnina og við vorum öll viss um að þetta væri besta lag sem keppnin hafði fengið að njóta og nánast formsatriði að flytja það á sviðinu. Við vissum að við myndum sigra. Þjóðin sameinaðist – allir voru sammála. Svo kom „áfallið.“ Nágrannar okkar í Evrópu kunnu ekki gott að meta og skildu ekki hversu mikil snilld lagið okkar var. Við vorum svo langt á undan okkar samtíð í tónlist og urðum í auðmýkt að sætta okkur við að Evrópa var bara ekki komin lengra en þetta í tónlistarlegum þroska. Sextánda sætið var svekkelsi. Þjóðin tók yfirdrátt í Gleðibankanum og tæmdi sjóði bankans áður en innistæða var fyrir úttektinni. Úrslit keppninnar reyndust vera eins konar tvö þúsund og sjö tónlistartakta þjóðarinnar. En við lærðum af þessari reynslu. Tapið var sem betur fer aðeins tilfinningalegt og enginn Íslendingur hlaut varanlegan skaða af. Þjóðin fór í smá sjálfsskoðun og tók út ákveðin tónlistarþroska í kjölfarið og við uppgötvuðum að sigur er ekki sjálfsagður í Júróvisjón – þótt við séum auðvitað alltaf best. En það var eins og Magnús Eiríksson vissi alltaf að lagið myndi ekki sigra. Hann bjó okkur undir úrslitin í texta lagsins. „Leggur ekkert inn, tekur bara út.“ Við höfðum ekkert lagt inn á reikning okkar í Júróvisjón-reynslubankanum, þótt við hikuðum ekki við að seilast í sjóði Gleðibankans og taka út gleðina fyrir fram. Hann virtist ráðleggja okkur á snyrtilegan hátt að við ættum að ganga hægt um gleðinnar dyr. Höfundurinn talaði hógvær um „kósý lítið lag“ og „lítið gleðihús.“ Við létum þó eins og við værum með stærsta lag allra tíma og þjóð okkar varð strax eitt risastórt gleðihús um leið og okkar stærstu tónlistarhetjurnar birtust á skjánum og sungu sannfærandi í sigurstranglegum glansgöllum. Við hlupum á okkur og héldum jafnvel fyrirpartí; fögnuðum sigrinum snemma. En sem betur fer var þetta bara tónlistarkeppni . Þetta var ekki spurning um líf og dauða, eða fjárhagslega farsæld þjóðar okkar. Í versta falli rispaðist þjóðarstoltið. Enginn Íslendingur skaðaðist. Já, ég held að Magnús hafi alltaf verið fullkomlega meðvitaður um að Gleðibankinn var aðeins fyrsta innlögn inn á reikning, sem átti þó eftir að safna vöxtum og færa okkur ómælda gleði næstu áratugi á sviði tónlistar. Við hættum sem betur fer ekki að leggja inn í Júróvisjón-bankann, enda hefur árangur okkar oft verið ávísun á góða úttekt í Gleðibanka landsmanna. Boðskapur Magnúsar okkar Eiríkssonar mun alltaf standa fyrir sínu og minnir okkur enn í dag á að við þurfum að leggja inn til að geta tekið út. Ef við viljum eignast góða vini, þurfum við að leggja inn á Vináttubankann. Ef við viljum virðingu, þurfum við að safna inneign í Virðingarbankanum. Ef við viljum meiri ást þá getum við ekki í kæruleysi straujað kærleikskortið okkar endalaust án þess að eiga innistæðu í Kærleiksbankanum. Í okkar daglega lífi þurfum ávallt að leggja inn í samræmi við það sem við viljum geta tekið út. Fólkið sem ég og þú eigum samskipti við í samfélagi okkar eru litlir bankar. Við viljum fá viðurkenningu, skilning og kurteisi frá samstarfsmönnum, afgreiðslufólki , fjölskyldu og þeim sem við umgöngumst á samskiptamiðlunum. ...en eigum við inneign?
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun