Bollurnar seldust upp Birta Björnsdóttir skrifar 7. febrúar 2016 19:30 Bolludagurinn er á morgun en margir tóku forskot á sæluna nú um helgina, föndruðu bolluvendi og bökuðu. Rjómabollurnar seldust meira að segja upp í verslun einni í Reykjavík í dag. Bollur og bolluvendir hafa verið árleg hefð hér á landi undanfarin 100 ár eða svo þó uppruna áts við upphaf föstu megi rekja lengra aftur. Dagurinn er í miklu uppáhaldi hjá fjölda landsmanna og er undirbúningur með ýmsum hætti. Á Borgarbókasafninu í Grófinni voru til að mynda margir í óðaönn að föndra öskupoka og bolluvendi þegar fréttastofu bar að garði fyrr í dag. Þeirra á meðal var hin níu ára Kristín sem vissi nákvæmlega til hvers bolluvöndurinn er notaður, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Föndursmiðjan fór fram á vegum bókasafnsins í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélagið. Viðskiptavinir verslunarinnar 17 sortir úti á Granda tóku forskot á sæluna nú um helgina og svo hraustlega að þegar fréttastofa kom á staðinn um miðjan dag voru allar bollurnar búnar. „Þetta er fyrsti bolludagurinn okkar hérna svo við renndum blint í sjóinn með þetta. Við gerðum um þúsund bollur og opnuðum klukkan 11. Nú klukkan þrjú eru svo allar bollurnar búnar,” sagði Auður Ögn Árnadóttir, eigandi 17 sorta. Fréttastofa náði í skottið á viðskiptavinunum sem náðu að kaupa síðustu bollurnar í búðinni. Það voru mæðginin Gréta og Friðrik sem voru alsæl með fenginn og hugðist Friðrik taka bollurnar með sér í nesti í skólann á morgun. Bolludagur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Bolludagurinn er á morgun en margir tóku forskot á sæluna nú um helgina, föndruðu bolluvendi og bökuðu. Rjómabollurnar seldust meira að segja upp í verslun einni í Reykjavík í dag. Bollur og bolluvendir hafa verið árleg hefð hér á landi undanfarin 100 ár eða svo þó uppruna áts við upphaf föstu megi rekja lengra aftur. Dagurinn er í miklu uppáhaldi hjá fjölda landsmanna og er undirbúningur með ýmsum hætti. Á Borgarbókasafninu í Grófinni voru til að mynda margir í óðaönn að föndra öskupoka og bolluvendi þegar fréttastofu bar að garði fyrr í dag. Þeirra á meðal var hin níu ára Kristín sem vissi nákvæmlega til hvers bolluvöndurinn er notaður, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Föndursmiðjan fór fram á vegum bókasafnsins í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélagið. Viðskiptavinir verslunarinnar 17 sortir úti á Granda tóku forskot á sæluna nú um helgina og svo hraustlega að þegar fréttastofa kom á staðinn um miðjan dag voru allar bollurnar búnar. „Þetta er fyrsti bolludagurinn okkar hérna svo við renndum blint í sjóinn með þetta. Við gerðum um þúsund bollur og opnuðum klukkan 11. Nú klukkan þrjú eru svo allar bollurnar búnar,” sagði Auður Ögn Árnadóttir, eigandi 17 sorta. Fréttastofa náði í skottið á viðskiptavinunum sem náðu að kaupa síðustu bollurnar í búðinni. Það voru mæðginin Gréta og Friðrik sem voru alsæl með fenginn og hugðist Friðrik taka bollurnar með sér í nesti í skólann á morgun.
Bolludagur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira