Fimm leikir fóru fram í 16. umferð Domino's deildar karla í körfubolta á fimmtudaginn og föstudaginn.
Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi fóru vel yfir 16. umferðina í þættinum á föstudagskvöldið.
Það var af nógu að taka enda umferðin bráðfjörug. Henni lýkur svo með leik Tindastóls og Njarðvíkur á fimmtudaginn en þeim leik var frestað vegna veðurs.
Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru m.a. yfir flottust tilþrif umferðarinnar en þau má sjá í spilaranum hér að ofan.
