Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. febrúar 2016 20:15 Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. Hrelliklám, sem einnig er kallað hefndarklám eða stafrænt kynferðisofbeldi, hefur verið skilgreint sem dreifing kynferðislegra mynda og myndbanda án samþykkis þess sem þar kemur fram. Hrelliklám er í dag umfangsmikið og alþjóðlegt vandamál sem erfitt virðist vera að stemma stigu við. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir vann síðasta sumar skýrslu um hrelliklám í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands og segir að það hafa verið algeng upplifun þátttakenda að strákar settu frekar nektarmyndir af sér á netið en stelpur. „Af strákunum sem voru í rýnihópnum sem ég tók viðtöl við þá virtist vera að þeir væru að senda þetta meira en stelpurnar, og á fleiri einstaklinga í einu,“ segir Vigdís. Ungar stúlkur þykja sérlega líklegir þolendur hrellikláms en strákar aftur á móti ekki. Myndum af strákum er síður dreift eða slík mynddreifing jafnvel ekki skilgreind sem hrelliklám. Strákarnir sem rætt var við voru sammála um að strákar sendu meira myndir af sér í gríni en að stelpur sendu frekar á tiltekna aðila, til dæmis kærasta. „Afleiðingar virðast vera öðruvísi þegar stelpa sendir mynd og hún kemst í dreifingu. Það virðist vera meira hægt að nota það gegn henni,“ segir Vigdís. Fimm lönd og 23 fylki í Bandaríkjunum hafa sett sérstök lög gegn hrelliklámi. Frumvarp til laga gegn hrelliklámi var lagt fram á Alþingi haustið 2014 og svo aftur, óbreytt, 2015. Vigdís segir að til þess að sporna við hrelliklámi sé nauðsynlegt að banna það með lögum. „Það þarf klárlega að skerpa á þessum lögum. Það er betra að vera með hrelliklámslöggjöf af því að þá er ekki vafi. Það er enginn vafi um það að þetta sé bannað ef þetta er algjörlega skýrt í lögum.“ Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. Hrelliklám, sem einnig er kallað hefndarklám eða stafrænt kynferðisofbeldi, hefur verið skilgreint sem dreifing kynferðislegra mynda og myndbanda án samþykkis þess sem þar kemur fram. Hrelliklám er í dag umfangsmikið og alþjóðlegt vandamál sem erfitt virðist vera að stemma stigu við. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir vann síðasta sumar skýrslu um hrelliklám í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands og segir að það hafa verið algeng upplifun þátttakenda að strákar settu frekar nektarmyndir af sér á netið en stelpur. „Af strákunum sem voru í rýnihópnum sem ég tók viðtöl við þá virtist vera að þeir væru að senda þetta meira en stelpurnar, og á fleiri einstaklinga í einu,“ segir Vigdís. Ungar stúlkur þykja sérlega líklegir þolendur hrellikláms en strákar aftur á móti ekki. Myndum af strákum er síður dreift eða slík mynddreifing jafnvel ekki skilgreind sem hrelliklám. Strákarnir sem rætt var við voru sammála um að strákar sendu meira myndir af sér í gríni en að stelpur sendu frekar á tiltekna aðila, til dæmis kærasta. „Afleiðingar virðast vera öðruvísi þegar stelpa sendir mynd og hún kemst í dreifingu. Það virðist vera meira hægt að nota það gegn henni,“ segir Vigdís. Fimm lönd og 23 fylki í Bandaríkjunum hafa sett sérstök lög gegn hrelliklámi. Frumvarp til laga gegn hrelliklámi var lagt fram á Alþingi haustið 2014 og svo aftur, óbreytt, 2015. Vigdís segir að til þess að sporna við hrelliklámi sé nauðsynlegt að banna það með lögum. „Það þarf klárlega að skerpa á þessum lögum. Það er betra að vera með hrelliklámslöggjöf af því að þá er ekki vafi. Það er enginn vafi um það að þetta sé bannað ef þetta er algjörlega skýrt í lögum.“
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira