Süddeutsche Zeitung birti stórskemmtilegt myndband á heimasíðu sinni í vikunni þar sem því er haldið fram að kraftar Dags gætu nýst í fleiri íþróttir en bara handbolta og fótbolta.
Sjá einnig: Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni
„Dagur Sigurðsson segir að hann geti orðið knattspyrnuþjálfari. Við trúum því því við trúum honum til alls eftir sigurinn á EM í handbolta. En af hverju bara í fótbolta? Það eru til margar íþróttir sem þurfa krafta hans.“
„Í fyrsta lagi landsliðið í blaki. Leikmenn á stærð við norðmannsþin stökkva eftir boltanum til að slá hann með höndinni en hafa samt viðbrögð á við ketti á koffíni. Allir sem geta staðið í miðjublokk í handbolta eiga fullt erindi í blak. Nokkrar fínstillingar og liðið blómstrar.“
„Dagur myndi svo snúa sér að kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti. Allt greinar sem snúast um að kasta hlutum eins langt og mögulegt er en án andstæðings og leikskipulags. Það ætti að vera létt verk fyrir hvaða handboltaþjálfara sem er.“
„Svo er það íslenska glíman. Þýska glímusambandið þarf sárleg á Íslendingi að halda. Heimasíða þess hefur ekki verið uppfærð síðan 2010.“
„Þegar maí nálgast þyrfti Dagur auðvitað að taka við Hamburg. Það er að segja knattspyrnuliðinu, handboltaliðið er ekki lengur til. Hamburg á í harðri fallbaráttu og það fyrsta sem Dagur myndi gera er að koma því í gegn að þýska knattspyrnusambandið leyfi leikhlé í miðjum leik. Það þætti öllum frábært því þá væri hægt að sýna auglýsingar.“
„Svo á lokamínútum síðari leiksins í umspilinu um úrvalsdeildarsætið kippir Dagur markverðinum sínum af velli, setur Pierre-Michel Lasogga inn á í vesti. Hann skorar sigurmarkið með hendi guðs og tryggir þannig áframhaldandi veru Hamburg í deildinni.“
„Eftir það taka Ólympíuleikarnir við og Dagur verður aftur landsliðsþjálfari í handbolta.“