Hlutabréf í Tesla taka dýfu Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2016 09:24 Tesla Model X. Hlutabréfaverð rafmagnsbílaframleiðandans Tesla hefur staðið hátt á undanförnum misserum og trú Wall Street á fyrirtækinu hefur endurspeglað mikla trú á framtíð þess. Eitthvað virðist þó vera undan að láta í þeim efnum en í vikunni hefur verð hlutabréfanna fallið talsvert, eða úr 199,17 dollurum í 173,48 í gær. Það er 13% lækkun á örfáum dögum sem teljast verður nokkuð brött lækkun á örfáum dögum. Hæsta verð bréfanna á síðustu 52 vikum var reyndar 286,65 og því er lækkunin frá hæsta verði mun meiri, eða 40%. Verðið núna er því komið í það sama og í janúar árið 2014, eða fyrir rúmum tveimur árum. Þessi lækkun á þá helstu útskýringu að Morgan Stanley mat nýlega framtíðarvirði Tesla á 117 dollara sem er gríðarleg lækkun frá fyrri spá uppá 333-450 dollara. Markaðurinn virðist því dansa eftir þessari spá Morgan Stanley nú. Matsfyrirtækið telur að sala bílanna Model X og tilvonandi Model 3 muni ekki ná þeim hæðum sem fyrr var spáð og víst er að mjög lágt bensínverð í Bandaríkjunum á stóran þátt í því, sem og síaukin samkeppni frá öðrum bílaframleiðendum í rafmagnsbílaframleiðslu. Þá hefur seinkun á útkomu Model X jepplingsins ekki hjálpað uppá og því ákveðin vantrú á framleiðslugetu Tesla. Ef uppgjör Tesla fyrir síðasta ár, sem birt verður á miðvikudaginn næsta verður undir spám gætu hlutabréf í Tesla tekið enn meiri dýfu. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent
Hlutabréfaverð rafmagnsbílaframleiðandans Tesla hefur staðið hátt á undanförnum misserum og trú Wall Street á fyrirtækinu hefur endurspeglað mikla trú á framtíð þess. Eitthvað virðist þó vera undan að láta í þeim efnum en í vikunni hefur verð hlutabréfanna fallið talsvert, eða úr 199,17 dollurum í 173,48 í gær. Það er 13% lækkun á örfáum dögum sem teljast verður nokkuð brött lækkun á örfáum dögum. Hæsta verð bréfanna á síðustu 52 vikum var reyndar 286,65 og því er lækkunin frá hæsta verði mun meiri, eða 40%. Verðið núna er því komið í það sama og í janúar árið 2014, eða fyrir rúmum tveimur árum. Þessi lækkun á þá helstu útskýringu að Morgan Stanley mat nýlega framtíðarvirði Tesla á 117 dollara sem er gríðarleg lækkun frá fyrri spá uppá 333-450 dollara. Markaðurinn virðist því dansa eftir þessari spá Morgan Stanley nú. Matsfyrirtækið telur að sala bílanna Model X og tilvonandi Model 3 muni ekki ná þeim hæðum sem fyrr var spáð og víst er að mjög lágt bensínverð í Bandaríkjunum á stóran þátt í því, sem og síaukin samkeppni frá öðrum bílaframleiðendum í rafmagnsbílaframleiðslu. Þá hefur seinkun á útkomu Model X jepplingsins ekki hjálpað uppá og því ákveðin vantrú á framleiðslugetu Tesla. Ef uppgjör Tesla fyrir síðasta ár, sem birt verður á miðvikudaginn næsta verður undir spám gætu hlutabréf í Tesla tekið enn meiri dýfu.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent