Reyna að safna fé til hjálparstarfs Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2016 08:03 Sýrlensk börn í flóttamannabúðum í Líbanon. Vísir/EPA Hlé hefur verið gert á friðarviðræðum stríðandi fylkinga í Sýrlandi sem staðið hafa yfir í Genf í Sviss. Leiðtogafundur um aukið fé til hjálparstarfs í Sýrlandi hefst í dag. Deiluaðilar kenna hvor öðrum um hversu illa hefur gengið en erindreki Sameinuðu þjóðanna sem stjórnar viðræðunum gerði hlé til loka febrúar en látlaus átök hafa geisað í landinu þrátt fyrir viðræðurnar. Í gær gerði stjórnarher Sýrlands, ásamt bandamönnum sínum frá Íran og Hezbollah, árás norður af borginni Aleppo þar sem birgðaleið til borgarinnar var lokað.Staðan eins og hún var í fyrrakvöld. Árásin norður af Aleppo heppnaðist og tókst stjórnarhernum að brjóta umsátrið um Nubl og Zahraa á bak aftur.Vísir/GraphicNewsÍ dag hefst síðan ráðstefna í London þar sem leiðtogar heimsins hittast til að reyna að tryggja meira fjármagn til hjálparstarfs á svæðinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra verður á staðnum fyrir hönd Íslands. Til stendur að reyna að safna 6,2 milljörðum punda, eða um 1.150 milljarða króna. David Cameron forsætisráðherra Breta hefur þegar lýst því yfir að Bretar muni leggja til einn komma tvo milljarða punda til viðbótar við það sem áður hafði verið lofað og búist er við því að önnur ríki fylgi í kjölfarið með viðlíka loforðum á fundinum. Á meðal annarra fundarmanna má nefna Angelu Merkel Þýskalandskanslara og John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna en alls eru fulltrúar frá sjötíu ríkjum viðstaddir. Skipuleggjendur ráðstefnunnar telja að auka megi stöðugleika í Mið-Austurlöndum með því að byggja skóla og skapa störf fyrir flóttafólk. Þannig megi líka koma í veg fyrir að flóttafólk yfirgefi svæðið og flýi til Evrópu. Flóttamenn Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Hlé hefur verið gert á friðarviðræðum stríðandi fylkinga í Sýrlandi sem staðið hafa yfir í Genf í Sviss. Leiðtogafundur um aukið fé til hjálparstarfs í Sýrlandi hefst í dag. Deiluaðilar kenna hvor öðrum um hversu illa hefur gengið en erindreki Sameinuðu þjóðanna sem stjórnar viðræðunum gerði hlé til loka febrúar en látlaus átök hafa geisað í landinu þrátt fyrir viðræðurnar. Í gær gerði stjórnarher Sýrlands, ásamt bandamönnum sínum frá Íran og Hezbollah, árás norður af borginni Aleppo þar sem birgðaleið til borgarinnar var lokað.Staðan eins og hún var í fyrrakvöld. Árásin norður af Aleppo heppnaðist og tókst stjórnarhernum að brjóta umsátrið um Nubl og Zahraa á bak aftur.Vísir/GraphicNewsÍ dag hefst síðan ráðstefna í London þar sem leiðtogar heimsins hittast til að reyna að tryggja meira fjármagn til hjálparstarfs á svæðinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra verður á staðnum fyrir hönd Íslands. Til stendur að reyna að safna 6,2 milljörðum punda, eða um 1.150 milljarða króna. David Cameron forsætisráðherra Breta hefur þegar lýst því yfir að Bretar muni leggja til einn komma tvo milljarða punda til viðbótar við það sem áður hafði verið lofað og búist er við því að önnur ríki fylgi í kjölfarið með viðlíka loforðum á fundinum. Á meðal annarra fundarmanna má nefna Angelu Merkel Þýskalandskanslara og John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna en alls eru fulltrúar frá sjötíu ríkjum viðstaddir. Skipuleggjendur ráðstefnunnar telja að auka megi stöðugleika í Mið-Austurlöndum með því að byggja skóla og skapa störf fyrir flóttafólk. Þannig megi líka koma í veg fyrir að flóttafólk yfirgefi svæðið og flýi til Evrópu.
Flóttamenn Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira