Stutt í heimsókn til ömmu í Þýskalandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2016 06:45 Sandra María Jessen er hér í leik með Þór/KA í Pepsi-deildinni. Vísir/Vilhelm Sandra María Jessen, sóknarmaður Þórs/KA, er á leið til Þýskalands í næstu viku en hún hefur verið lánuð til þýska úrvalsdeildarfélagsins Leverkusen til loka tímabilsins. Sandra, sem hefur afrekað að skora fimm mörk í aðeins ellefu A-landsleikjum, er 21 árs gömul og telur það góðan aldur til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa leikið allan sinn feril með Þór/KA. „Þetta hefur verið draumur minn síðan ég var lítil. Þetta er stórt skref og ég er afar ánægð að fá að taka það núna,“ sagði Sandra María í samtali við Fréttablaðið í gær.Undir mér komið Sandra María fór ásamt Lillý Rut Hlynsdóttur, liðsfélaga sínum, til reynslu hjá Leverkusen eftir tímabilið í Pepsi-deild kvenna í haust. Félagið hafði svo samband við Þór/KA fyrir stuttu síðan og komust þau að samkomulagi um lánssamning. Leverkusen á þó þann kost að semja við Söndru Maríu til frambúðar í vor. „Það er þá undir mér komið með því að standa mig vel, sýna mig og sanna. Það er ekkert öruggt með það en það væri auðvitað mjög gaman að halda áfram,“ sagði Sandra María sem stefnir að því að öðrum kosti að koma heim í maí og spila með Þór/KA í sumar. Félögin eru þó sátt um það að Sandra María fái að koma heim fyrir 15. maí svo að hún þurfi ekki að bíða eftir leikheimild með Þór/KA til 15. júlí, þó svo að tímabilinu í Þýskalandi ljúki ekki fyrr en síðar í maímánuði. Hlakkar til að læra meira Sandra María lítur á þetta sem stórt tækifæri fyrir sig og ætlar að nýta tímann í Þýskalandi vel. „Ég hlakka til að kynnast nýjum leikfræðum og að spila í svo sterkri deild sem þeirri þýsku. Það er vonandi margt sem ég get lært og tekið með mér heim til Íslands og þá nýtt mér til að hjálpa öðrum leikmönnum í Þór/KA,“ segir Sandra María en Leverkusen er sem stendur í tíunda sæti af tólf liðum í þýsku deildinni. „Stefnan er að liðið haldi sér uppi enda mjög sterkt,“ segir hún og bætir við að Annike Krahn, fyrirliði þýska landsliðisins, leiki með Leverkusen.Þýskan fljót að koma Sandra María á þýskan föður en það hefur þó alltaf verið töluð íslenska á heimili hennar. „Ég myndi því ekki segja að ég væri altalandi á þýsku en ég get reddað mér. Ég verð fljót að læra auk þess sem ég bý að því að hafa lært þýsku í menntaskóla,“ segir Sandra María sem á ömmu í Köln sem er stutt frá Leverkusen. „Það verður stutt að fara í heimsókn til hennar sem er mjög skemmtilegt,“ segir Sandra María. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Sandra María Jessen, sóknarmaður Þórs/KA, er á leið til Þýskalands í næstu viku en hún hefur verið lánuð til þýska úrvalsdeildarfélagsins Leverkusen til loka tímabilsins. Sandra, sem hefur afrekað að skora fimm mörk í aðeins ellefu A-landsleikjum, er 21 árs gömul og telur það góðan aldur til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa leikið allan sinn feril með Þór/KA. „Þetta hefur verið draumur minn síðan ég var lítil. Þetta er stórt skref og ég er afar ánægð að fá að taka það núna,“ sagði Sandra María í samtali við Fréttablaðið í gær.Undir mér komið Sandra María fór ásamt Lillý Rut Hlynsdóttur, liðsfélaga sínum, til reynslu hjá Leverkusen eftir tímabilið í Pepsi-deild kvenna í haust. Félagið hafði svo samband við Þór/KA fyrir stuttu síðan og komust þau að samkomulagi um lánssamning. Leverkusen á þó þann kost að semja við Söndru Maríu til frambúðar í vor. „Það er þá undir mér komið með því að standa mig vel, sýna mig og sanna. Það er ekkert öruggt með það en það væri auðvitað mjög gaman að halda áfram,“ sagði Sandra María sem stefnir að því að öðrum kosti að koma heim í maí og spila með Þór/KA í sumar. Félögin eru þó sátt um það að Sandra María fái að koma heim fyrir 15. maí svo að hún þurfi ekki að bíða eftir leikheimild með Þór/KA til 15. júlí, þó svo að tímabilinu í Þýskalandi ljúki ekki fyrr en síðar í maímánuði. Hlakkar til að læra meira Sandra María lítur á þetta sem stórt tækifæri fyrir sig og ætlar að nýta tímann í Þýskalandi vel. „Ég hlakka til að kynnast nýjum leikfræðum og að spila í svo sterkri deild sem þeirri þýsku. Það er vonandi margt sem ég get lært og tekið með mér heim til Íslands og þá nýtt mér til að hjálpa öðrum leikmönnum í Þór/KA,“ segir Sandra María en Leverkusen er sem stendur í tíunda sæti af tólf liðum í þýsku deildinni. „Stefnan er að liðið haldi sér uppi enda mjög sterkt,“ segir hún og bætir við að Annike Krahn, fyrirliði þýska landsliðisins, leiki með Leverkusen.Þýskan fljót að koma Sandra María á þýskan föður en það hefur þó alltaf verið töluð íslenska á heimili hennar. „Ég myndi því ekki segja að ég væri altalandi á þýsku en ég get reddað mér. Ég verð fljót að læra auk þess sem ég bý að því að hafa lært þýsku í menntaskóla,“ segir Sandra María sem á ömmu í Köln sem er stutt frá Leverkusen. „Það verður stutt að fara í heimsókn til hennar sem er mjög skemmtilegt,“ segir Sandra María.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn