Breti ók niður heilt hjólalið á Spáni Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2016 13:37 Giant-Alpecine liðið. Bretar aka jú vinstra megin í umferðinni en það eiga þeir ekki að gera í öðrum löndum Evrópu þar sem er hægri umferð. Svo virðist sem að einn breskur túristi hafi ekki alveg áttað sig á þessu þar sem hann ók bíl á vinstri helmingi og tók í leiðinni niður 6 atvinnuhjólreiðamenn úr liðini Giant-Alpecin nálægt borginni Calpe á Spáni. Þeir voru allir fluttir á spítala en enginn þeirra virðist þó hafa slasast mjög alvarlega. Hjólreiðamennirnir sem urðu fyrir bíl bretans eru John Degenkolb, Warren Barguil, Chad Haga, Fredrik Ludvigsson, Max Walscheid og Ramon Sinkeldam. Þjóðverjinn John Degenkolb er þeirra frægastur og þekktur meðal hjólreiðaáhugmanna. Afar litlar líkur eru til þess að hann geti keppt í komandi Paris-Roubaix hjólreiðakeppni, sem hann vann í fyrra, en til stóð að hann reyndi að verja titil sinn þar. Hann vann einnig Milan-San Remo keppnina í fyrra, sem og Saitama Criterium keppnina í Japan. Degenkolb hefur samtals unnið 9 dagleiðir í hinni þekktu Vuelta hjólreiðakeppni á Spáni, sem fram fer ár hvert. Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent
Bretar aka jú vinstra megin í umferðinni en það eiga þeir ekki að gera í öðrum löndum Evrópu þar sem er hægri umferð. Svo virðist sem að einn breskur túristi hafi ekki alveg áttað sig á þessu þar sem hann ók bíl á vinstri helmingi og tók í leiðinni niður 6 atvinnuhjólreiðamenn úr liðini Giant-Alpecin nálægt borginni Calpe á Spáni. Þeir voru allir fluttir á spítala en enginn þeirra virðist þó hafa slasast mjög alvarlega. Hjólreiðamennirnir sem urðu fyrir bíl bretans eru John Degenkolb, Warren Barguil, Chad Haga, Fredrik Ludvigsson, Max Walscheid og Ramon Sinkeldam. Þjóðverjinn John Degenkolb er þeirra frægastur og þekktur meðal hjólreiðaáhugmanna. Afar litlar líkur eru til þess að hann geti keppt í komandi Paris-Roubaix hjólreiðakeppni, sem hann vann í fyrra, en til stóð að hann reyndi að verja titil sinn þar. Hann vann einnig Milan-San Remo keppnina í fyrra, sem og Saitama Criterium keppnina í Japan. Degenkolb hefur samtals unnið 9 dagleiðir í hinni þekktu Vuelta hjólreiðakeppni á Spáni, sem fram fer ár hvert.
Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent