Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2016 11:19 Noel var í ævintýraleit og hann fann ævintýri strax á fyrsta degi. Fréttin af bandaríska ferðalangnum sem lenti óvart á Siglufirði en átti pantað hótelherbergi í Reykjavík hefur vakið mikla athygli. Vísir heyrði í manninum nú fyrir stundu og lét hann vel af sér, var hress og ákaflega skemmtilegur í viðkynningu. Maðurinn heitir Noel Santillan, er 28 ára gamall frá New Jersey í Bandaríkjunum. Santillian átti pantað hótelherbergi á Hótel Frón við Laugaveg. Hann stimplaði inn á GPS-tæki bílsins þær upplýsingar sem fyrir lágu, Hótel Frón við LaugaRveg og hlýddi tækinu. Fór fljótlega að gruna að ekki væri allt með felldu Santillian vissi að áfangastaðurinn var í Reykjavík en honum þótti strax eitthvað ekki alveg í lagi eftir tuttugu mínútna akstur eftir að komið var út úr Reykjavík. Sigló hótel, en þarna dvelst okkar maður nú í góðu yfirlæti. „Ég lenti í Leifsstöð í gær um klukkan sjö og fór þá beint á Avis-bílaleiguna. Ég hafði pantað bíl en þar opnaði ekki fyrr en klukkan átta. Svo ók ég af stað,“ segir Noel hress og kátur. Hann fór að gruna að ekki væri allt með felldu eftir klukkutíma akstur frá Reykjavík. Skiltin vísuðu í ranga átt en GPS-tækið sagði honum að stefnan væri rétt. „Ég naut útsýnisins. Stórkostleg fjallasýn, ég hef aldrei áður séð annað eins og hestarnir,“ segir Noel. Sem keyrði og keyrði. Hann stoppaði á einni bensínstöð og svo ók hann og ók. „Ég var þreyttur eftir flugferðina og vildi komast sem fyrst á áfangastað,“ segir hinn ungi Bandaríkjamaður. Þorði ekki að stoppa Eins og geta má nærri er þetta í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins. „Ég fékk mikinn áhuga á Íslandi árið 2010, þegar allir fréttamiðlar voru fullir af fréttum af eldgosi fjallsins sem ég get ekki borið fram. Þá fór ég að kynna mér Ísland og komst að því að þar er stórkostleg náttúra sem gaman væri að sjá.“ Noel, hinn viðkunnanlegi ungi Bandaríkjamaður, vildi koma sér á áfangastað sem fyrst, en aksturinn ætlaði engan enda að taka. Það fór reyndar um Noel á stundum, við aksturinn norður. Honum hafði verið ráðlagt að halda sig á sunnanverðu landinu, þá í ljósi veðurspár, en þess í stað fór hann á Nissan smábíl beint norður. Hann sagði að hann hafi víða viljað stoppa til að taka myndir en hann þorði því ekki, ísilagðir vegir og veðrið ekkert alltof gott. Og, hann vildi koma sér fyrir hið fyrsta. „Ég hefði gjarnan viljað vera á fjórhjóladrifnum bíl,“ segir Noel og vísar til aðstæðna. Noel er sannkallaður ævintýramaður Noel Santillan, sem starfar að markaðsmálum fyrir smásölufyrirtæki í New Jersey, segist spurður ævintýramaður. Hann vilji gjarnan gera eitthvað sem fæstir leggja í, leita ævintýranna og hann lagði sannarlega í leiðangur sem reyndist einstakur. Noel segir að móttökurnar á Siglufirði hafi verið alveg frábærar. Honum líður mjög vel á Siglufirði en stefnan er tekin á höfuðborgina, þar sem hann á pantað herbergi. Noel segir að allir þeir sem hann hefur hitt hafi tekið sér opnum örmum og Vísir gerir ekki ráð fyrir öðru en að svo verði þar sem Noel fer, svo ákaflega viðkunnanlegur sem hann er, þessi gestur sem hefur vakið svo mikla athygli, strax á fyrsta degi sínum á Íslandi. Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Sjá meira
Fréttin af bandaríska ferðalangnum sem lenti óvart á Siglufirði en átti pantað hótelherbergi í Reykjavík hefur vakið mikla athygli. Vísir heyrði í manninum nú fyrir stundu og lét hann vel af sér, var hress og ákaflega skemmtilegur í viðkynningu. Maðurinn heitir Noel Santillan, er 28 ára gamall frá New Jersey í Bandaríkjunum. Santillian átti pantað hótelherbergi á Hótel Frón við Laugaveg. Hann stimplaði inn á GPS-tæki bílsins þær upplýsingar sem fyrir lágu, Hótel Frón við LaugaRveg og hlýddi tækinu. Fór fljótlega að gruna að ekki væri allt með felldu Santillian vissi að áfangastaðurinn var í Reykjavík en honum þótti strax eitthvað ekki alveg í lagi eftir tuttugu mínútna akstur eftir að komið var út úr Reykjavík. Sigló hótel, en þarna dvelst okkar maður nú í góðu yfirlæti. „Ég lenti í Leifsstöð í gær um klukkan sjö og fór þá beint á Avis-bílaleiguna. Ég hafði pantað bíl en þar opnaði ekki fyrr en klukkan átta. Svo ók ég af stað,“ segir Noel hress og kátur. Hann fór að gruna að ekki væri allt með felldu eftir klukkutíma akstur frá Reykjavík. Skiltin vísuðu í ranga átt en GPS-tækið sagði honum að stefnan væri rétt. „Ég naut útsýnisins. Stórkostleg fjallasýn, ég hef aldrei áður séð annað eins og hestarnir,“ segir Noel. Sem keyrði og keyrði. Hann stoppaði á einni bensínstöð og svo ók hann og ók. „Ég var þreyttur eftir flugferðina og vildi komast sem fyrst á áfangastað,“ segir hinn ungi Bandaríkjamaður. Þorði ekki að stoppa Eins og geta má nærri er þetta í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins. „Ég fékk mikinn áhuga á Íslandi árið 2010, þegar allir fréttamiðlar voru fullir af fréttum af eldgosi fjallsins sem ég get ekki borið fram. Þá fór ég að kynna mér Ísland og komst að því að þar er stórkostleg náttúra sem gaman væri að sjá.“ Noel, hinn viðkunnanlegi ungi Bandaríkjamaður, vildi koma sér á áfangastað sem fyrst, en aksturinn ætlaði engan enda að taka. Það fór reyndar um Noel á stundum, við aksturinn norður. Honum hafði verið ráðlagt að halda sig á sunnanverðu landinu, þá í ljósi veðurspár, en þess í stað fór hann á Nissan smábíl beint norður. Hann sagði að hann hafi víða viljað stoppa til að taka myndir en hann þorði því ekki, ísilagðir vegir og veðrið ekkert alltof gott. Og, hann vildi koma sér fyrir hið fyrsta. „Ég hefði gjarnan viljað vera á fjórhjóladrifnum bíl,“ segir Noel og vísar til aðstæðna. Noel er sannkallaður ævintýramaður Noel Santillan, sem starfar að markaðsmálum fyrir smásölufyrirtæki í New Jersey, segist spurður ævintýramaður. Hann vilji gjarnan gera eitthvað sem fæstir leggja í, leita ævintýranna og hann lagði sannarlega í leiðangur sem reyndist einstakur. Noel segir að móttökurnar á Siglufirði hafi verið alveg frábærar. Honum líður mjög vel á Siglufirði en stefnan er tekin á höfuðborgina, þar sem hann á pantað herbergi. Noel segir að allir þeir sem hann hefur hitt hafi tekið sér opnum örmum og Vísir gerir ekki ráð fyrir öðru en að svo verði þar sem Noel fer, svo ákaflega viðkunnanlegur sem hann er, þessi gestur sem hefur vakið svo mikla athygli, strax á fyrsta degi sínum á Íslandi.
Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43
Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent