Líflínan til Íslands rofnar á miðnætti Una Sighvatsdóttir skrifar 1. febrúar 2016 18:40 Allt útlit er fyrir að frá og með miðnætti í kvöld stöðvist vöruflutningar til og frá landinu að mestu, vegna verkfalls vélstjóra og skipstjórnarmanna hjá kaupskipafélögunum. Samningafundir standa enn yfir í kjaradeilum vélstjóra og skipstjórnarmanna við Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd kaupskipafélaganna tveggja. Komi til verkfalls í nótt verða fimm flutningaskip Eimskips og Samskips kyrrsett, sem þýðir að nánast allur útflutningur á fiski og iðnaðarvörum stöðvast, sem og innflutningur á neysluvöru. Samfélagslegu áhrifin gætu því orðið mikil, ekki síst ef verkfallið dregst á langinn, en almenningur er líklegur til að finna fyrir þeim fyrst þegar kemur að dagvöru, svo sem innflutningi á ferskum ávöxtum.Ægir Steinn Sveinþórsson formaður samninganefndar skipstjórnarmanna segir að ekki hafi fundist flötur til að vinna út frá í samningaviðræðunum.Enn langt í land Skipstjórnarmenn hófu viðræður fyrstir síðegis í dag og var formaður samninganefndarinnar, Ægir Steinn Sveinþórsson, ekki bjartsýnn fyrir fundinn. „Við erum náttúrulega búin að sitja yfir þessu í 7 mánuði og gripum til þess að boða til verkfall. Við birtum útgerðunum það með þriggja vikna fyrirvara til þess að gefa færi á því að loka þessu máli áður en til þess kæmi, en það er ennþá svolítið í land til þess að klára þetta. Það er ljóst,“ sagði Ægir síðdegis í dag. Á fundinum kom hinsvegar fram ný tillaga frá samninganefnd kaupskipafélaganna. Fyrir vikið hafa fundahöld dregist á langinn og stóðu enn yfir nú rétt fyrir fréttir. Vélstjórar sátu því og biðu þess að heyra tíðindi af fundi skipstjórnarmanna.Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir verkfall skaðlegt fyrir alla aðila og því sé kapp lagt á að semja, en hann er ekki bjartsýnn á að það náist í kvöld.VísirKókópöffspakkinn fer ekki sjálfur í hillurnar Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sagðist hafa heyrt það á véfréttaformi að skipafélögin væru að reyna að móta einhverja tillögu, en hann hefði ekkert fengið í hendurnar. „Það sem ég hef heyrt er allavega eitthvað til að ræða um. Þannig að við höfum allavega tíma fram að miðnætti til þess að gera eitthvað.“ Guðmundur segir að vélstjórar vilji sjá breytingar á fastlaunakerfi því sem komið var á um aldamótin. Það sé undir skipafélögunum komið að leggja fram tillögu til lausnar deilunni. Verði verkfall muni áhrifanna gæta fljótt. „Menn verða náttúrulega að átta sig á því að kókópöffspakkinn fer ekki sjálfkrafa í hillurnar. Hann kemur einhvers staðar frá. Vörurnar koma til Íslands yfir hafið og fara héðan yfir hafið. Þetta er bara líflínan okkar og hún stoppar ef það kemur verkfall." Nú á sjöunda tímanum sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu ekki útlit fyrir að samið yrði fyrir miðnætti. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Inn- og útflutningur gæti stöðvast Kjaradeila yfirmanna á fraktskipum er í algjörum hnút eftir árangurslausan samningafund í dag. 29. janúar 2016 20:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Allt útlit er fyrir að frá og með miðnætti í kvöld stöðvist vöruflutningar til og frá landinu að mestu, vegna verkfalls vélstjóra og skipstjórnarmanna hjá kaupskipafélögunum. Samningafundir standa enn yfir í kjaradeilum vélstjóra og skipstjórnarmanna við Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd kaupskipafélaganna tveggja. Komi til verkfalls í nótt verða fimm flutningaskip Eimskips og Samskips kyrrsett, sem þýðir að nánast allur útflutningur á fiski og iðnaðarvörum stöðvast, sem og innflutningur á neysluvöru. Samfélagslegu áhrifin gætu því orðið mikil, ekki síst ef verkfallið dregst á langinn, en almenningur er líklegur til að finna fyrir þeim fyrst þegar kemur að dagvöru, svo sem innflutningi á ferskum ávöxtum.Ægir Steinn Sveinþórsson formaður samninganefndar skipstjórnarmanna segir að ekki hafi fundist flötur til að vinna út frá í samningaviðræðunum.Enn langt í land Skipstjórnarmenn hófu viðræður fyrstir síðegis í dag og var formaður samninganefndarinnar, Ægir Steinn Sveinþórsson, ekki bjartsýnn fyrir fundinn. „Við erum náttúrulega búin að sitja yfir þessu í 7 mánuði og gripum til þess að boða til verkfall. Við birtum útgerðunum það með þriggja vikna fyrirvara til þess að gefa færi á því að loka þessu máli áður en til þess kæmi, en það er ennþá svolítið í land til þess að klára þetta. Það er ljóst,“ sagði Ægir síðdegis í dag. Á fundinum kom hinsvegar fram ný tillaga frá samninganefnd kaupskipafélaganna. Fyrir vikið hafa fundahöld dregist á langinn og stóðu enn yfir nú rétt fyrir fréttir. Vélstjórar sátu því og biðu þess að heyra tíðindi af fundi skipstjórnarmanna.Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir verkfall skaðlegt fyrir alla aðila og því sé kapp lagt á að semja, en hann er ekki bjartsýnn á að það náist í kvöld.VísirKókópöffspakkinn fer ekki sjálfur í hillurnar Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, sagðist hafa heyrt það á véfréttaformi að skipafélögin væru að reyna að móta einhverja tillögu, en hann hefði ekkert fengið í hendurnar. „Það sem ég hef heyrt er allavega eitthvað til að ræða um. Þannig að við höfum allavega tíma fram að miðnætti til þess að gera eitthvað.“ Guðmundur segir að vélstjórar vilji sjá breytingar á fastlaunakerfi því sem komið var á um aldamótin. Það sé undir skipafélögunum komið að leggja fram tillögu til lausnar deilunni. Verði verkfall muni áhrifanna gæta fljótt. „Menn verða náttúrulega að átta sig á því að kókópöffspakkinn fer ekki sjálfkrafa í hillurnar. Hann kemur einhvers staðar frá. Vörurnar koma til Íslands yfir hafið og fara héðan yfir hafið. Þetta er bara líflínan okkar og hún stoppar ef það kemur verkfall." Nú á sjöunda tímanum sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu ekki útlit fyrir að samið yrði fyrir miðnætti.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Inn- og útflutningur gæti stöðvast Kjaradeila yfirmanna á fraktskipum er í algjörum hnút eftir árangurslausan samningafund í dag. 29. janúar 2016 20:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Sjá meira
Inn- og útflutningur gæti stöðvast Kjaradeila yfirmanna á fraktskipum er í algjörum hnút eftir árangurslausan samningafund í dag. 29. janúar 2016 20:00