Þrefaldur Audi sigur Finnur Thorlacius skrifar 1. febrúar 2016 09:49 Audi Q7 jeppinn. Bílaframleiðandinn Audi má vera sáttur við sinn hlut eftir þrefaldan sigur í keppninni Best Cars 2016 sem fram fór á dögunum. Audi A1 var valinn sá besti í flokki minni fólksbíla, Audi A4 bar sigur af hólmi í flokki meðalstórra fólksbíla og Audi Q7 þótti skara fram úr í flokki jeppa. Það voru lesendur þýska bílablaðsins Auto Motor und Sport sem kusu á milli 364 bílategunda í ellefu flokkum og völdu sigurvegara hvers flokks. Verðlaunaafhendingin fór fram í fertugasta sinn í Stuttgart þann 28. janúar og við það tækifæri var haft eftir stjórnarformanni AUDI AG, Rupert Stadler, að hann væri himinlifandi með árangurinn. „Við erum hæstánægð með þrefaldan sigur í Best Car keppninni. Þessi eftirsóttu verðlaun endurspegla hversu sterkt vöruúrval okkar er og gefur okkur byr undir báða vængi fyrir nýtt ár.“ Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent
Bílaframleiðandinn Audi má vera sáttur við sinn hlut eftir þrefaldan sigur í keppninni Best Cars 2016 sem fram fór á dögunum. Audi A1 var valinn sá besti í flokki minni fólksbíla, Audi A4 bar sigur af hólmi í flokki meðalstórra fólksbíla og Audi Q7 þótti skara fram úr í flokki jeppa. Það voru lesendur þýska bílablaðsins Auto Motor und Sport sem kusu á milli 364 bílategunda í ellefu flokkum og völdu sigurvegara hvers flokks. Verðlaunaafhendingin fór fram í fertugasta sinn í Stuttgart þann 28. janúar og við það tækifæri var haft eftir stjórnarformanni AUDI AG, Rupert Stadler, að hann væri himinlifandi með árangurinn. „Við erum hæstánægð með þrefaldan sigur í Best Car keppninni. Þessi eftirsóttu verðlaun endurspegla hversu sterkt vöruúrval okkar er og gefur okkur byr undir báða vængi fyrir nýtt ár.“
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent