Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik spilar landsleik í Portúgal á morgun en er ekki með neina búninga.
Eina taskan sem skilaði sér ekki alla leið til Portúgal var nefnilega taskan með keppnisbúningum liðsins segir á síðu KKÍ.
Landsliðið flaug í gegnum Brussel á leið sinni til Ilhavo í Portúgal og taskan er líklega enn í Brussel.
Leikurinn fer fram klukkan 18.30 annað kvöld og ef búningarnir skila sér ekki verða stelpurnar að fá lánsbúninga hjá portúgalska körfuknattleikssambandinu.
