Nauðsynlegt að lögfesta heilbrigðisþjónustu utan sjúkrastofnana Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2016 19:52 Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að setja lög um heilbrigðisþjónustu við sjúklinga utan heilbrigðisstofnana. Ekki sé sjálfgefið að einkaaðilar geti ekki veitt hagkvæma og góða þjónustu á sjúkrahótelum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kom fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur sjúkrahótelsins í Ármúla og deilur Landsspítalans og Sjúkratrygginga Íslands um reksturinn. Starfshópur á vegum ráðherra er nú að skoða þessi mál og skilar tillögum til hans innan skamms. Hann var m.a. spurður hvort ekki væri tækifæri til að byrja upp á nýtt varðandi rekstur sjúkrahótels nú þegar samningur um rekstur þess í Ármúla væri að renna út. Heilbrigðisráðherra segir í raun um tvenns konar þjónustu að ræða. Annars vegar hótelþjónustu við fólk af landsbyggðinni t.d. sem væri að bíða eftir aðgerðum eða jafna sig eftir aðgerðir en væri að öðru leyti hresst. „En sérhæfingin og sérþekkingin sem verður eðlilega til hér á háskólasjúkrahúsinu kallar líka á að við getum þjónað þetta fólk utan af landi eða jafnvel utan út bæ hér á höfuðborgarsvæðinu. Til að vera í nágrenni við spítalann án þess endilega að liggja þar inni sem sjúklingur,“ segir Kristján Þór. Reynslan af samningnum við fyrirtækið í Ármúla hefði sýnt að kostnaður ríkisins hefði lækkað um ríflega 6 prósent frá því sem áður var á sjúkrahótelum. Hins vegar væri vaxandi eftirspurn eftir þjónustu við fólk sem þyrfti á umönnun að halda utan sjúkrastofnana. Eftirspurnin eftir þeirri þjónustu hefði aukist á undanförnum árum en um hana giltu aðeins reglugerðir en ekki lög. „Við þurfum að skilgreina á grundvelli vinnu þessa starfshóps hlutverk heilbrigðiskerfisins í þjónustu við sjúklinga sem ekki eru innritaðir á spítala,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að setja lög um heilbrigðisþjónustu við sjúklinga utan heilbrigðisstofnana. Ekki sé sjálfgefið að einkaaðilar geti ekki veitt hagkvæma og góða þjónustu á sjúkrahótelum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kom fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur sjúkrahótelsins í Ármúla og deilur Landsspítalans og Sjúkratrygginga Íslands um reksturinn. Starfshópur á vegum ráðherra er nú að skoða þessi mál og skilar tillögum til hans innan skamms. Hann var m.a. spurður hvort ekki væri tækifæri til að byrja upp á nýtt varðandi rekstur sjúkrahótels nú þegar samningur um rekstur þess í Ármúla væri að renna út. Heilbrigðisráðherra segir í raun um tvenns konar þjónustu að ræða. Annars vegar hótelþjónustu við fólk af landsbyggðinni t.d. sem væri að bíða eftir aðgerðum eða jafna sig eftir aðgerðir en væri að öðru leyti hresst. „En sérhæfingin og sérþekkingin sem verður eðlilega til hér á háskólasjúkrahúsinu kallar líka á að við getum þjónað þetta fólk utan af landi eða jafnvel utan út bæ hér á höfuðborgarsvæðinu. Til að vera í nágrenni við spítalann án þess endilega að liggja þar inni sem sjúklingur,“ segir Kristján Þór. Reynslan af samningnum við fyrirtækið í Ármúla hefði sýnt að kostnaður ríkisins hefði lækkað um ríflega 6 prósent frá því sem áður var á sjúkrahótelum. Hins vegar væri vaxandi eftirspurn eftir þjónustu við fólk sem þyrfti á umönnun að halda utan sjúkrastofnana. Eftirspurnin eftir þeirri þjónustu hefði aukist á undanförnum árum en um hana giltu aðeins reglugerðir en ekki lög. „Við þurfum að skilgreina á grundvelli vinnu þessa starfshóps hlutverk heilbrigðiskerfisins í þjónustu við sjúklinga sem ekki eru innritaðir á spítala,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira