ISAL er langt yfir "íslenskum launum“ Ólafur Teitur Guðnason skrifar 19. febrúar 2016 07:00 Samninganefnd verkalýðsfélaganna í Straumsvík hefur brugðist við fyrri grein minni hér í blaðinu með yfirlýsingu til fjölmiðla. Jákvætt er að ekki einu einasta atriði í grein minni er mótmælt. Þótt ánægjulegt sé að fá slíka staðfestingu á því sem fram kom í greininni er þó ýmislegt við yfirlýsinguna að athuga, þetta helst: Félögin segja: „Kjaradeila starfsmanna álversins við Rio Tinto snýst um eitt einfalt grundvallaratriði: Að borguð séu íslensk laun fyrir störf í Straumsvík.“ Þetta væru mikil tíðindi, væri þetta rétt. Staðreyndin er hins vegar sú að verkalýðsfélögin vilja einmitt ekki að greidd séu íslensk laun í Straumsvík heldur ISAL-laun, sem eru um fjórðungi yfir íslenskum launum. (Samanburður á dagvinnulaunum verkamanna þegar samningaviðræðurnar hófust.) Það er rangt hjá verkalýðsfélögunum að ISAL njóti einhverra vildarkjara á Íslandi umfram aðra. Fyrirtækið tilheyrir íslensku skattkerfi að öllu leyti og nýtur þar engra sérkjara. Að mati Ketils Sigurjónssonar orkubloggara greiðir fyrirtækið einnig langhæsta orkuverð allra álvera hér á landi. Fullyrðingar verkalýðsfélaganna um þessi atriði eru því einfaldlega rangar, rétt eins og sú fullyrðing þeirra að aldrei hafi komið til verkfalla í Straumsvík. Kjaradeilan í Straumsvík snýst ekki um „íslensk laun“ heldur þá staðreynd að ISAL býr við nærri 50 ára gamlar hömlur á útvistun verkefna sem eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi. Verkalýðsfélögin þvertaka fyrir að leyfa ISAL að sitja við sama borð og allir aðrir hvað þetta varðar. Fyrir þann málstað afþökkuðu þau tilboð fyrirtækisins um ríflega fjórðungshækkun ofan á laun sem fyrir voru fjórðungi hærri en þau íslensku laun sem þau segja svo í hinu orðinu að sé krafa þeirra. Væri það raunverulega krafa verkalýðsfélaganna að fá greidd „íslensk laun“ væri ekkert því til fyrirstöðu að skrifa tafarlaust undir samning, því ISAL uppfyllir þá kröfu nú þegar og gott betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Samninganefnd verkalýðsfélaganna í Straumsvík hefur brugðist við fyrri grein minni hér í blaðinu með yfirlýsingu til fjölmiðla. Jákvætt er að ekki einu einasta atriði í grein minni er mótmælt. Þótt ánægjulegt sé að fá slíka staðfestingu á því sem fram kom í greininni er þó ýmislegt við yfirlýsinguna að athuga, þetta helst: Félögin segja: „Kjaradeila starfsmanna álversins við Rio Tinto snýst um eitt einfalt grundvallaratriði: Að borguð séu íslensk laun fyrir störf í Straumsvík.“ Þetta væru mikil tíðindi, væri þetta rétt. Staðreyndin er hins vegar sú að verkalýðsfélögin vilja einmitt ekki að greidd séu íslensk laun í Straumsvík heldur ISAL-laun, sem eru um fjórðungi yfir íslenskum launum. (Samanburður á dagvinnulaunum verkamanna þegar samningaviðræðurnar hófust.) Það er rangt hjá verkalýðsfélögunum að ISAL njóti einhverra vildarkjara á Íslandi umfram aðra. Fyrirtækið tilheyrir íslensku skattkerfi að öllu leyti og nýtur þar engra sérkjara. Að mati Ketils Sigurjónssonar orkubloggara greiðir fyrirtækið einnig langhæsta orkuverð allra álvera hér á landi. Fullyrðingar verkalýðsfélaganna um þessi atriði eru því einfaldlega rangar, rétt eins og sú fullyrðing þeirra að aldrei hafi komið til verkfalla í Straumsvík. Kjaradeilan í Straumsvík snýst ekki um „íslensk laun“ heldur þá staðreynd að ISAL býr við nærri 50 ára gamlar hömlur á útvistun verkefna sem eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi. Verkalýðsfélögin þvertaka fyrir að leyfa ISAL að sitja við sama borð og allir aðrir hvað þetta varðar. Fyrir þann málstað afþökkuðu þau tilboð fyrirtækisins um ríflega fjórðungshækkun ofan á laun sem fyrir voru fjórðungi hærri en þau íslensku laun sem þau segja svo í hinu orðinu að sé krafa þeirra. Væri það raunverulega krafa verkalýðsfélaganna að fá greidd „íslensk laun“ væri ekkert því til fyrirstöðu að skrifa tafarlaust undir samning, því ISAL uppfyllir þá kröfu nú þegar og gott betur.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun