Grundvallarbreyting á stigagjöfinni í Eurovision í ár Birgir Olgeirsson skrifar 18. febrúar 2016 10:33 Måns Zelmerlöw, sigurvegari keppninnar í fyrra, verður kynnir í ár. Vísir/Getty Grundvallar breyting verður á stigagjöfinni í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þetta árið. Keppnin fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í maí næstkomandi en forsvarsmenn keppninnar hafa ákveðið að kynna niðurstöður dómnefndar og símakosningar hvers lands í sitthvoru lagi. Hingað til hefur fyrirkomu lagið vera þannig að fulltrúi hvers lands tilkynnir samanlagða niðurstöðu dómnefndar og símakosningar almennings. Á úrslitakvöldinu, 14. maí næstkomandi, verður fyrirkomulagið hins vegar þannig að hægt verður að fá 1 – 8 stig, 10 stig og 12 stig frá dómnefnd hverrar þjóðar og sömuleiðis 1 – 8 stig, 10 stig og 12 stig úr símakosningu hverrar þjóðar. Mun þetta því tvöfalda stigafjöldann í keppninni í ár. Áhorfendur hafa kost á að greiða atkvæði í keppninni í gegnum símhringingu, með SMS-i eða í gegnum opinbert app Eurovision-keppninnar. Eftir að niðurstaða dómnefndar hverrar þjóðar hefur verið tilkynnt, þar sem tíu þjóðir geta fengið 1 – 8 stig, 10 stig eða 12 stig, þá verður tilkynnt um niðurstöðu símakosningar þar sem tíu þjóðir fá annað hvort 1 – 8 stig, 10 stig eða 12 stig.Vonast stjórnendur keppninnar til þess að þetta muni auka spennuna til muna í keppninni. „Það er enn meiri ástæða til greiða atkvæði í keppninni í ár. Nýja fyrirkomulagið tryggir að það lag sem er vinsælast á meðal hverrar þjóðar fær tólf stig, sama hvað dómnefndinni finnst. Það er viðeigandi að þetta sé gert í fyrsta skiptið í Stokkhólmi, hvar tólf stiga kerfið var fyrst kynnt til sögunnar árið 1975,“ er haft eftir Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision-keppninnar, á vef Eurovision.tv. Þar er einnig haft eftir Martin Österdahl, yfirframleiðanda keppninnar í ár, að í síðustu keppnum hafi niðurstaðan verið ljós allt að tuttugu mínútum áður en búið er að gefa upp öll stigin. „Það er ekki gott sjónvarp. Þetta fyrirkomulag mun auka spennuna til muna þannig að hún varir til loka keppninnar,“ segir Österdahl.Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi Eurovision sem fer fram 10. maí næstkomandi. Seinna undankvöldið fer fram 12. maí og úrslitin svo laugardagskvöldið 14. maí. Kynnar keppninnar í ár verða Petra Mede, sem var kynnir í Malmö 2013, og Måns Zelmerlöw, sigurvegari síðasta árs Eurovision Tengdar fréttir Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58 Sjáðu Eurovision-sviðið í Globen - Myndband Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Stokkhólmi í vor. 15. febrúar 2016 15:00 18 skipa dómnefnd Söngvakeppninnar úr öllum kjördæmum landsins Sama fyrirkomulag verður haft í Eurovisionkeppninni sjálfri í Svíþjóð í maí. 18. febrúar 2016 12:34 Ekkert dómaralag í úrslitum Söngvakeppninnar Samkvæmt reglum keppninnar hefur dómnefnd möguleika á að hleypa sjöunda laginu áfram en ekki var talin ástæða til þess. 14. febrúar 2016 11:58 Fimm af lögunum flutt á ensku Samkvæmt reglum keppninnar verður að flytja lagið í úrslitunum eins og það verður flutt í Stokkhólmi. 16. febrúar 2016 21:30 Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44 Mest lesið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Fleiri fréttir Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Sjá meira
Grundvallar breyting verður á stigagjöfinni í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þetta árið. Keppnin fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í maí næstkomandi en forsvarsmenn keppninnar hafa ákveðið að kynna niðurstöður dómnefndar og símakosningar hvers lands í sitthvoru lagi. Hingað til hefur fyrirkomu lagið vera þannig að fulltrúi hvers lands tilkynnir samanlagða niðurstöðu dómnefndar og símakosningar almennings. Á úrslitakvöldinu, 14. maí næstkomandi, verður fyrirkomulagið hins vegar þannig að hægt verður að fá 1 – 8 stig, 10 stig og 12 stig frá dómnefnd hverrar þjóðar og sömuleiðis 1 – 8 stig, 10 stig og 12 stig úr símakosningu hverrar þjóðar. Mun þetta því tvöfalda stigafjöldann í keppninni í ár. Áhorfendur hafa kost á að greiða atkvæði í keppninni í gegnum símhringingu, með SMS-i eða í gegnum opinbert app Eurovision-keppninnar. Eftir að niðurstaða dómnefndar hverrar þjóðar hefur verið tilkynnt, þar sem tíu þjóðir geta fengið 1 – 8 stig, 10 stig eða 12 stig, þá verður tilkynnt um niðurstöðu símakosningar þar sem tíu þjóðir fá annað hvort 1 – 8 stig, 10 stig eða 12 stig.Vonast stjórnendur keppninnar til þess að þetta muni auka spennuna til muna í keppninni. „Það er enn meiri ástæða til greiða atkvæði í keppninni í ár. Nýja fyrirkomulagið tryggir að það lag sem er vinsælast á meðal hverrar þjóðar fær tólf stig, sama hvað dómnefndinni finnst. Það er viðeigandi að þetta sé gert í fyrsta skiptið í Stokkhólmi, hvar tólf stiga kerfið var fyrst kynnt til sögunnar árið 1975,“ er haft eftir Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision-keppninnar, á vef Eurovision.tv. Þar er einnig haft eftir Martin Österdahl, yfirframleiðanda keppninnar í ár, að í síðustu keppnum hafi niðurstaðan verið ljós allt að tuttugu mínútum áður en búið er að gefa upp öll stigin. „Það er ekki gott sjónvarp. Þetta fyrirkomulag mun auka spennuna til muna þannig að hún varir til loka keppninnar,“ segir Österdahl.Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi Eurovision sem fer fram 10. maí næstkomandi. Seinna undankvöldið fer fram 12. maí og úrslitin svo laugardagskvöldið 14. maí. Kynnar keppninnar í ár verða Petra Mede, sem var kynnir í Malmö 2013, og Måns Zelmerlöw, sigurvegari síðasta árs
Eurovision Tengdar fréttir Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58 Sjáðu Eurovision-sviðið í Globen - Myndband Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Stokkhólmi í vor. 15. febrúar 2016 15:00 18 skipa dómnefnd Söngvakeppninnar úr öllum kjördæmum landsins Sama fyrirkomulag verður haft í Eurovisionkeppninni sjálfri í Svíþjóð í maí. 18. febrúar 2016 12:34 Ekkert dómaralag í úrslitum Söngvakeppninnar Samkvæmt reglum keppninnar hefur dómnefnd möguleika á að hleypa sjöunda laginu áfram en ekki var talin ástæða til þess. 14. febrúar 2016 11:58 Fimm af lögunum flutt á ensku Samkvæmt reglum keppninnar verður að flytja lagið í úrslitunum eins og það verður flutt í Stokkhólmi. 16. febrúar 2016 21:30 Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44 Mest lesið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Fleiri fréttir Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Sjá meira
Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58
Sjáðu Eurovision-sviðið í Globen - Myndband Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Stokkhólmi í vor. 15. febrúar 2016 15:00
18 skipa dómnefnd Söngvakeppninnar úr öllum kjördæmum landsins Sama fyrirkomulag verður haft í Eurovisionkeppninni sjálfri í Svíþjóð í maí. 18. febrúar 2016 12:34
Ekkert dómaralag í úrslitum Söngvakeppninnar Samkvæmt reglum keppninnar hefur dómnefnd möguleika á að hleypa sjöunda laginu áfram en ekki var talin ástæða til þess. 14. febrúar 2016 11:58
Fimm af lögunum flutt á ensku Samkvæmt reglum keppninnar verður að flytja lagið í úrslitunum eins og það verður flutt í Stokkhólmi. 16. febrúar 2016 21:30
Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44