Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur slitið samningi sínum við boxarann Manny Pacquaio. Það er var gert vegna ummæla sem boxarinn lét falla á dögunum. Hann sagði að samkynhneigð væri ekki að finna í dýraríkinu og því væru samkynhneigðir verri en dýr.
Sjá einnig: Samkynhneigðir „verri en dýr“
Nike segir þessi ummæli vera „andstyggileg“. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Nike sé mótfallið mismunun og hafi lengi stutt réttindabaráttu LGBT-samfélagsins.
„Við eigum ekki lengur í samstarfi við Manny Pacquaio.“
Pacquiao er nú að bjóða sig fram til þingstarfa á Filippseyjunum en talið er að hann sé með því að undirbúa forsetaframboð í framtíðinni.
Á vef Outsports er rifjað upp að tilkynning Nike svipi til ummæla þeirra frá 2013 eftir að boxarinn sagðist vera andsnúinn hjónaböndum samkynhneigðra. Þá hafi þeir ekki rift samningi hans.

