Skýra stefnu um sölu banka Birgir Ármannsson skrifar 17. febrúar 2016 10:00 Þær óvenjulegu aðstæður hafa nú skapast hér á landi að langstærsti hluti bankakerfisins er kominn í hendur ríkisins. Ríkið er eini eigandi Íslandsbanka, á megnið af hlutabréfum Landsbankans og nokkurn hlut í Arion banka. Óþarfi er að rekja hér hvernig þessar eignir komust í hendur ríkisins en á hinn bóginn er rétt að minna á að þessi staða er ekki til komin vegna þess að einhvern tímann hafi verið mörkuð sú stefna að ríkið skyldi verða yfirgnæfandi þátttakandi í bankarekstri í landinu. Þvert á móti hefur verið um það allgóður samhljómur að ríkið myndi við réttar aðstæður draga úr hlutdeild sinni þótt skoðanir hafi verið skiptar um hversu hratt það skuli gerast og hvort stefnt skuli að því að ríkið haldi eftir einhverjum hluta. Margvísleg rök eru fyrir sölu á þessum eignarhlutum. Tvennt vegur þyngst í mínum huga. Fyrra atriðið er að yfirgnæfandi hlutdeild ríkisins í atvinnustarfsemi á samkeppnismarkaði er að mínu mati óheilbrigð. Ríkinu ber að sjálfsögðu að setja þessari starfsemi ramma í lögum og reglugerðum og hafa eftirlit með því að aðilar á markaðnum haldi sig innan þeirra heimilda sem þar er að finna. Það er eftir slíkum leiðum sem ríkisvaldið á að ná fram markmiðum um eðlilegan og heilbrigðan rekstur en ekki með eignarhaldi á fyrirtækjunum sem starfa á markaðnum. Hin meginröksemdin er sú að sala þessara eigna getur bætt stöðu ríkissjóðs umtalsvert. Flestir eru sammála um að skynsamlegast sé að verja söluandvirðinu til að greiða niður skuldir. Vaxtakostnaður er einn af stærstu útgjaldaliðum ríkisins og með verulegri lækkun skulda gæti skapast svigrúm sem nemur tugum milljarða á ári hverju. Það svigrúm mætti nýta hvort sem væri til lækkunar skatta, uppbyggingar innviða, eflingar heilbrigðiskerfisins eða annarrar mikilvægrar starfsemi. Þá er ótalinn sá ávinningur sem lækkun skulda ríkisins hefði á lánshæfismat, ekki bara fyrir ríkissjóð heldur líka aðra aðila hér á landi. Alþingi hefur með fjárlögum veitt heimild til að hefja sölu á 28,2% hlut í Landsbankanum. Það er mikilvægt fyrsta skref. Jafnframt er mikilvægt að marka skýra stefnu um sölu á öðrum hlutum ríkisins í bönkunum. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að ígrunda vel tímasetningar og aðferðir við söluna og grundvallaratriði að þannig sé staðið að málum að ferlið sé opið og gegnsætt. Með því móti er líklegast að víðtæk sátt náist um þessar aðgerðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Ármannsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þær óvenjulegu aðstæður hafa nú skapast hér á landi að langstærsti hluti bankakerfisins er kominn í hendur ríkisins. Ríkið er eini eigandi Íslandsbanka, á megnið af hlutabréfum Landsbankans og nokkurn hlut í Arion banka. Óþarfi er að rekja hér hvernig þessar eignir komust í hendur ríkisins en á hinn bóginn er rétt að minna á að þessi staða er ekki til komin vegna þess að einhvern tímann hafi verið mörkuð sú stefna að ríkið skyldi verða yfirgnæfandi þátttakandi í bankarekstri í landinu. Þvert á móti hefur verið um það allgóður samhljómur að ríkið myndi við réttar aðstæður draga úr hlutdeild sinni þótt skoðanir hafi verið skiptar um hversu hratt það skuli gerast og hvort stefnt skuli að því að ríkið haldi eftir einhverjum hluta. Margvísleg rök eru fyrir sölu á þessum eignarhlutum. Tvennt vegur þyngst í mínum huga. Fyrra atriðið er að yfirgnæfandi hlutdeild ríkisins í atvinnustarfsemi á samkeppnismarkaði er að mínu mati óheilbrigð. Ríkinu ber að sjálfsögðu að setja þessari starfsemi ramma í lögum og reglugerðum og hafa eftirlit með því að aðilar á markaðnum haldi sig innan þeirra heimilda sem þar er að finna. Það er eftir slíkum leiðum sem ríkisvaldið á að ná fram markmiðum um eðlilegan og heilbrigðan rekstur en ekki með eignarhaldi á fyrirtækjunum sem starfa á markaðnum. Hin meginröksemdin er sú að sala þessara eigna getur bætt stöðu ríkissjóðs umtalsvert. Flestir eru sammála um að skynsamlegast sé að verja söluandvirðinu til að greiða niður skuldir. Vaxtakostnaður er einn af stærstu útgjaldaliðum ríkisins og með verulegri lækkun skulda gæti skapast svigrúm sem nemur tugum milljarða á ári hverju. Það svigrúm mætti nýta hvort sem væri til lækkunar skatta, uppbyggingar innviða, eflingar heilbrigðiskerfisins eða annarrar mikilvægrar starfsemi. Þá er ótalinn sá ávinningur sem lækkun skulda ríkisins hefði á lánshæfismat, ekki bara fyrir ríkissjóð heldur líka aðra aðila hér á landi. Alþingi hefur með fjárlögum veitt heimild til að hefja sölu á 28,2% hlut í Landsbankanum. Það er mikilvægt fyrsta skref. Jafnframt er mikilvægt að marka skýra stefnu um sölu á öðrum hlutum ríkisins í bönkunum. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að ígrunda vel tímasetningar og aðferðir við söluna og grundvallaratriði að þannig sé staðið að málum að ferlið sé opið og gegnsætt. Með því móti er líklegast að víðtæk sátt náist um þessar aðgerðir.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar