„Vonandi verður Schumacher með okkur á ný“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2016 09:45 Michael Schumacher hefur verið í hugum margra undanfarin ár. Vísir/Getty Rúm tvö ár eru liðin síðan að Michael Schumacher hlaut alvarlegan heilaskaða í skíðaslysi í frönsku Ölpunum. Síðan þá hefur lítið verið staðfest um heilsufar ökuþórsins fyrrverandi. Á dögunum var opnuð ný sýning um Schumacher í Marburg í Þýskalandi og þar tjáði umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, um stöðu kappans en ræddi hana þó aðeins almenns eðlis. Sjá einnig: Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu „Hann er sigursælasti ökuþór allra tíma og stundum, á dögum sem þessum, er gott að láta minna sig á það. Michael er auðvitað ekki með okkur hér í dag og auðvitað söknum við hans. Við vitum hvað gerðist og getum ekki breytt því,“ sagði Kehm. „Við þurfum að sætta okkur við þetta og vona að með áframhaldandi stuðningi og þolinmæði muni hann einn daginn vera með okkur á ný. Kappakstur var líf og yndi hans og enginn myndi fremur vilja vera með okkur hér í dag en hann.“ Sabine Kehm.Vísir/Getty Sjá einnig: Schumacher heldur áfram að berjast Schumacher var haldið sofandi í hálft ár eftir slysið og hefur síðan fengið aðhlynningu á heimili sínu við Genfarvatn. Síðan þá hefur ýmislegt verið fullyrt um líðan Schumachers í fréttum en Kehm hefur ítrekað sagt að þær upplýsingar sem fram hafa komið séu rangar. Tímaritið Bunte fullyrti til að mynda fyrir jól að Schumacher væri byrjaður að ganga á nýjan leik en þá sagði Kehm að með þessu væri tímaritið að vekja upp falskar vonir. Sjá einnig: Schumacher getur ekki gengið Áður hefur verið fullyrt að Schumacher sé bundinn hjólastól, eigi í vandræðum með minnið sitt og geti ekki talað. Luca di Montezemolo, fyrrum forseti Ferrari-keppnisliðsins, sagði á dögunum að hann hefði fréttir af Schumacher og þær væru ekki góðar. En hann neitaði svo að útskýra þau ummæli frekar. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Tengdar fréttir Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45 Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30 Ekki góðar fréttir af Michael Schumacher Talsmaður Michael Schumacher var ekki tilbúinn að tjá sig um nýjustu fréttirnar af formúlu eitt goðsögninni en fyrrum yfirmaður Schumacher hjá Ferrari segir þær ekki vera góðar. 4. febrúar 2016 18:17 Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00 Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Rúm tvö ár eru liðin síðan að Michael Schumacher hlaut alvarlegan heilaskaða í skíðaslysi í frönsku Ölpunum. Síðan þá hefur lítið verið staðfest um heilsufar ökuþórsins fyrrverandi. Á dögunum var opnuð ný sýning um Schumacher í Marburg í Þýskalandi og þar tjáði umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, um stöðu kappans en ræddi hana þó aðeins almenns eðlis. Sjá einnig: Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu „Hann er sigursælasti ökuþór allra tíma og stundum, á dögum sem þessum, er gott að láta minna sig á það. Michael er auðvitað ekki með okkur hér í dag og auðvitað söknum við hans. Við vitum hvað gerðist og getum ekki breytt því,“ sagði Kehm. „Við þurfum að sætta okkur við þetta og vona að með áframhaldandi stuðningi og þolinmæði muni hann einn daginn vera með okkur á ný. Kappakstur var líf og yndi hans og enginn myndi fremur vilja vera með okkur hér í dag en hann.“ Sabine Kehm.Vísir/Getty Sjá einnig: Schumacher heldur áfram að berjast Schumacher var haldið sofandi í hálft ár eftir slysið og hefur síðan fengið aðhlynningu á heimili sínu við Genfarvatn. Síðan þá hefur ýmislegt verið fullyrt um líðan Schumachers í fréttum en Kehm hefur ítrekað sagt að þær upplýsingar sem fram hafa komið séu rangar. Tímaritið Bunte fullyrti til að mynda fyrir jól að Schumacher væri byrjaður að ganga á nýjan leik en þá sagði Kehm að með þessu væri tímaritið að vekja upp falskar vonir. Sjá einnig: Schumacher getur ekki gengið Áður hefur verið fullyrt að Schumacher sé bundinn hjólastól, eigi í vandræðum með minnið sitt og geti ekki talað. Luca di Montezemolo, fyrrum forseti Ferrari-keppnisliðsins, sagði á dögunum að hann hefði fréttir af Schumacher og þær væru ekki góðar. En hann neitaði svo að útskýra þau ummæli frekar.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Tengdar fréttir Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45 Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30 Ekki góðar fréttir af Michael Schumacher Talsmaður Michael Schumacher var ekki tilbúinn að tjá sig um nýjustu fréttirnar af formúlu eitt goðsögninni en fyrrum yfirmaður Schumacher hjá Ferrari segir þær ekki vera góðar. 4. febrúar 2016 18:17 Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00 Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Schumacher heldur áfram að berjast Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 er enn að reyna koma sér í gang eftir skelfilegt skíðaslys. 1. nóvember 2015 19:45
Tvö ár síðan Schumacher lenti í skíðaslysinu Tíminn líður hratt. Í dag eru nákvæmlega tvö ár síðan Formúlukappinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. 29. desember 2015 22:30
Ekki góðar fréttir af Michael Schumacher Talsmaður Michael Schumacher var ekki tilbúinn að tjá sig um nýjustu fréttirnar af formúlu eitt goðsögninni en fyrrum yfirmaður Schumacher hjá Ferrari segir þær ekki vera góðar. 4. febrúar 2016 18:17
Schumacher getur ekki gengið Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga. 25. desember 2015 20:00