Svekktur yfir 57 prósenta ávöxtun Ingvar Haraldsson skrifar 17. febrúar 2016 07:00 Haukur Oddsson, segir eftir á að hyggja starfsmenn og stjórendur Borgunar hafa gert mistök með því að selja hlut í Borgun síðasta sumar. Vísir/ERNIR „Þetta er það vitlausasta sem við höfum gert, að selja þarna, það var hörmung að gera það, eftir á að hyggja,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, um sölu starfsmanna og stjórnenda Borgunar á 3,85 prósenta hlut í Borgun til Eignarhaldsfélagsins Borgunar í júlí á síðasta ári. Söluverðið miðaðist við að heildarvirði Borgunar væri 11 milljarðar króna. Söluverð Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun, í nóvember 2014 átta mánuðum áður, miðaði við að Borgun væri metin á 7 milljarða króna. Landsbankinn seldi þá 25 prósenta hlut til Eignarhaldsfélagsins Borgunar á 1.751 milljón króna og 6,2 prósenta hlut til BPS á 433 milljónir króna. Því jókst virði Borgunar um 57 prósent á átta mánuðum. Haukur segir hækkunina helst skýrast af aukinni eftirspurn eftir hlutabréfum á Íslandi á tímabilinu. Hlutabréfaverð á Íslandi hafi hækkað mikið á síðari hluta ársins 2014 og á árinu 2015.Von á fimm milljörðum í peningum Haukur Oddsson segir engu síður að kaupverðið staðfesti að forsvarsmenn Borgunar hafi ekki vitað að Visa Inc. hygðist nýta sér valrétt til að eignast Visa Europe. „Við höfðum ekki hugmynd um þetta þá, ekki frekar en aðrir,“ segir Haukur. Rúmum tveimur mánuðum eftir að salan á hlut starfsmanna og stjórnenda gekk í gegn, tilkynnti Visa Inc. að það hygðist nýta sér valrétt til að kaupa Visa Europe á um 3.000 milljarða íslenskra króna. Borgun á von á tæplega 5 milljarða peningagreiðslu vegna þessa. Haukur segir ljóst að hann og aðrir stjórnendur og starfsmenn Borgunar muni tapa á sölunni síðasta sumar. Engin ákvæði hafi verið um viðbótargreiðslu ef af kaupunum á Visa Europe yrði. „Verðmatið eftir dílinn er miklu, miklu, hærra en þetta. Þannig að það er alveg augljóst að við vorum alveg grunlaus um að þetta væri að koma.“ Morgunblaðið greindi fyrr í febrúar frá því að miðað við nýtt verðmat KPMG væri Borgun metin á 19 til 26 milljarða króna.Borgun metin á 7,3 milljarða Haukur er einnig hluthafi í Eignarhaldsfélaginu Borgun. Hann segir söluna hafa verið fjármagnaða með hlutafjáraukningu sem hann hafi ekki tekið þátt í og því hafi eignarhlutur hans lækkað. Haukur segir verðið sem stjórnendur og starfsmenn Borgunar seldu á hafa verið í samræmi við verð í viðskiptum með aðra hluti í Borgun á þessum tíma. Landsbankinn seldi hins vegar 0,41 prósents hlut í Borgun þann 29. maí 2015, eftir opið útboð, til Fasteignafélagsins Auðbrekku 17 ehf. á 30 milljónir króna. Landsbankinn eignaðist hlutinn við yfirtöku á Sparisjóði Vestmannaeyja í mars. Miðað við það kaupverð var Borgun í heild metin á 7,3 milljarða króna, helmingi lægra verði en stjórnendurnir seldu á tveimur mánuðum síðar. Borgunarmálið Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
„Þetta er það vitlausasta sem við höfum gert, að selja þarna, það var hörmung að gera það, eftir á að hyggja,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, um sölu starfsmanna og stjórnenda Borgunar á 3,85 prósenta hlut í Borgun til Eignarhaldsfélagsins Borgunar í júlí á síðasta ári. Söluverðið miðaðist við að heildarvirði Borgunar væri 11 milljarðar króna. Söluverð Landsbankans á 31,2 prósenta hlut í Borgun, í nóvember 2014 átta mánuðum áður, miðaði við að Borgun væri metin á 7 milljarða króna. Landsbankinn seldi þá 25 prósenta hlut til Eignarhaldsfélagsins Borgunar á 1.751 milljón króna og 6,2 prósenta hlut til BPS á 433 milljónir króna. Því jókst virði Borgunar um 57 prósent á átta mánuðum. Haukur segir hækkunina helst skýrast af aukinni eftirspurn eftir hlutabréfum á Íslandi á tímabilinu. Hlutabréfaverð á Íslandi hafi hækkað mikið á síðari hluta ársins 2014 og á árinu 2015.Von á fimm milljörðum í peningum Haukur Oddsson segir engu síður að kaupverðið staðfesti að forsvarsmenn Borgunar hafi ekki vitað að Visa Inc. hygðist nýta sér valrétt til að eignast Visa Europe. „Við höfðum ekki hugmynd um þetta þá, ekki frekar en aðrir,“ segir Haukur. Rúmum tveimur mánuðum eftir að salan á hlut starfsmanna og stjórnenda gekk í gegn, tilkynnti Visa Inc. að það hygðist nýta sér valrétt til að kaupa Visa Europe á um 3.000 milljarða íslenskra króna. Borgun á von á tæplega 5 milljarða peningagreiðslu vegna þessa. Haukur segir ljóst að hann og aðrir stjórnendur og starfsmenn Borgunar muni tapa á sölunni síðasta sumar. Engin ákvæði hafi verið um viðbótargreiðslu ef af kaupunum á Visa Europe yrði. „Verðmatið eftir dílinn er miklu, miklu, hærra en þetta. Þannig að það er alveg augljóst að við vorum alveg grunlaus um að þetta væri að koma.“ Morgunblaðið greindi fyrr í febrúar frá því að miðað við nýtt verðmat KPMG væri Borgun metin á 19 til 26 milljarða króna.Borgun metin á 7,3 milljarða Haukur er einnig hluthafi í Eignarhaldsfélaginu Borgun. Hann segir söluna hafa verið fjármagnaða með hlutafjáraukningu sem hann hafi ekki tekið þátt í og því hafi eignarhlutur hans lækkað. Haukur segir verðið sem stjórnendur og starfsmenn Borgunar seldu á hafa verið í samræmi við verð í viðskiptum með aðra hluti í Borgun á þessum tíma. Landsbankinn seldi hins vegar 0,41 prósents hlut í Borgun þann 29. maí 2015, eftir opið útboð, til Fasteignafélagsins Auðbrekku 17 ehf. á 30 milljónir króna. Landsbankinn eignaðist hlutinn við yfirtöku á Sparisjóði Vestmannaeyja í mars. Miðað við það kaupverð var Borgun í heild metin á 7,3 milljarða króna, helmingi lægra verði en stjórnendurnir seldu á tveimur mánuðum síðar.
Borgunarmálið Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira