Bruce Springsteen kemur í veg fyrir að Barcelona geti unnið titil á Bernabeu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2016 19:30 Bruce Springsteen. Luis Suarez, Neymar og Lionel Messi. Vísir/Getty Barcelona og Sevilla mætast í bikarúrslitaleiknum á Spáni í ár og þau vildu bæði að úrslitaleikinn færi fram á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid. Af því verður þó ekki. Real Madrid var ekki búið að gefa grænt ljós á það að hýsa úrslitaleikinn á Santiago Bernabeu og nú er orðið ljóst að leikvangurinn er upptekinn laugardaginn 21. maí næstkomandi. Forráðamenn Real Madrid voru ekki alltof spenntir fyrir því að Barcelona gæti unnið titil á þerra velli og á endanum var það bandarískur tónlistamaður sem kom þeim til bjargar. Bruce Springsteen mun halda tónleika á Santiago Bernabeu þetta kvöld og því verður bikarúrslitaleikurinn að fara fram annarsstaðar. Real Madrid reddaði sér í fyrra með því að segja að völlurinn væri lokaður vegna viðgerða. Nú gátu þeir nýtt sér tónleika Bruce Springsteen til að koma í veg fyrir að erkifjendurnir gætu unnið titil á þeirra heimavelli. Barcelona hefur náð að vinna bikarinn á Santiago Bernabeu en það var árið 1997 þegar Barca vann 3-2 sigur á Real Betis í framlengdum úrslitaleik. Luís Figo skoraði tvö mörk í leiknum og þar á meðal var sigurmarkið. Bikarúrslitaleikurinn á Spáni á sér ekki neinn einn samastað heldur flakkar hann á milli flottustu leikvanganna á Spáni. Barcelona fékk að vera á heimavelli fyrir ári síðan þegar liðið vann 3-1 sigur á Athletic Bilbao. Árið á undan vann Real Madrid 2-1 sigur á Barcelona á Mestalla í Valencia. Nú fer úrslitaleikurinn væntanlega fram á Vicente Calderon, heimavelli Atletico Madrid, en liðið fá þá mun minna í kassann því hann tekur 30 þúsund færri áhorfendur en Santiago Bernabeu. Síðasti bikarúrslitaleikurinn til að fara fram á Vicente Calderon var leikur Barcelona og Athletic Bilbao árið 2012 en Börsungar unnu hann 3-0 með tveimur mörkum frá Pedro og einu marki frá Lionel Messi. Spænski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Barcelona og Sevilla mætast í bikarúrslitaleiknum á Spáni í ár og þau vildu bæði að úrslitaleikinn færi fram á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid. Af því verður þó ekki. Real Madrid var ekki búið að gefa grænt ljós á það að hýsa úrslitaleikinn á Santiago Bernabeu og nú er orðið ljóst að leikvangurinn er upptekinn laugardaginn 21. maí næstkomandi. Forráðamenn Real Madrid voru ekki alltof spenntir fyrir því að Barcelona gæti unnið titil á þerra velli og á endanum var það bandarískur tónlistamaður sem kom þeim til bjargar. Bruce Springsteen mun halda tónleika á Santiago Bernabeu þetta kvöld og því verður bikarúrslitaleikurinn að fara fram annarsstaðar. Real Madrid reddaði sér í fyrra með því að segja að völlurinn væri lokaður vegna viðgerða. Nú gátu þeir nýtt sér tónleika Bruce Springsteen til að koma í veg fyrir að erkifjendurnir gætu unnið titil á þeirra heimavelli. Barcelona hefur náð að vinna bikarinn á Santiago Bernabeu en það var árið 1997 þegar Barca vann 3-2 sigur á Real Betis í framlengdum úrslitaleik. Luís Figo skoraði tvö mörk í leiknum og þar á meðal var sigurmarkið. Bikarúrslitaleikurinn á Spáni á sér ekki neinn einn samastað heldur flakkar hann á milli flottustu leikvanganna á Spáni. Barcelona fékk að vera á heimavelli fyrir ári síðan þegar liðið vann 3-1 sigur á Athletic Bilbao. Árið á undan vann Real Madrid 2-1 sigur á Barcelona á Mestalla í Valencia. Nú fer úrslitaleikurinn væntanlega fram á Vicente Calderon, heimavelli Atletico Madrid, en liðið fá þá mun minna í kassann því hann tekur 30 þúsund færri áhorfendur en Santiago Bernabeu. Síðasti bikarúrslitaleikurinn til að fara fram á Vicente Calderon var leikur Barcelona og Athletic Bilbao árið 2012 en Börsungar unnu hann 3-0 með tveimur mörkum frá Pedro og einu marki frá Lionel Messi.
Spænski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira